Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar 18. febrúar 2025 17:00 Ég viðurkenni hér í upphafi að þessi fyrirsögn er klikkbeita, en samt ekki. Ísland stendur frammi fyrir tvenns konar vanda. Annars vegar er vegakerfið hrunið og hins vegar ber okkur að auka fé til öryggis og varnarmála umtalsvert. Innviðir eru öryggis og varnarmál að einhverju leiti og hér er tækifæri til að slá tvær flugur með einu höggi. Framlög til öryggis og varnarmála ættu að vera 5% af vergri þjóðarframleiðslu samkvæmt forseta Bandaríkjanna. Það væru ríflega 200 milljarðar, við myndum standa okkur þjóða best og gætum greitt upp innviðaskuldina á kjörtímabilinu. Framlög okkar til öryggis og varnarmála eru um 5 milljarðar auk þess sem Landhelgisgæslan sinnir mikilvægu hlutverki og það kostar nokkra milljarða að auki. Það er alveg ljóst að okkur ber að setja meira fé í öryggismál og næsta víst að við munum gera það, þó ólíklegt sé að við hlýðum ráðgjöf Trump að fullu. Ég er sannfærður um það að við gætum náð samkomulagi við NATO um það að besta nýting fjármuna í öryggis og varnarmál hér á landi sé styrking og endurbætur á samgöngukerfi landsins, því ekki þolir vegakerfið þungaflutninga lengur. Það er til lítils fyrir varnir landsins ef ekki er hægt að ferðast um landið. Samgöngumál eru öryggis og varnamál. Við gætum mögulega slegið tvær flugur í einu höggi og notað nokkra milljarða árlega tvisvar sinnum, bætt vegakerfið og aukið fé til varnar og öryggismála. Er það ekki góð nýting fjármuna? Það finnst mér. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Jón Ingi Hákonarson Vegagerð Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég viðurkenni hér í upphafi að þessi fyrirsögn er klikkbeita, en samt ekki. Ísland stendur frammi fyrir tvenns konar vanda. Annars vegar er vegakerfið hrunið og hins vegar ber okkur að auka fé til öryggis og varnarmála umtalsvert. Innviðir eru öryggis og varnarmál að einhverju leiti og hér er tækifæri til að slá tvær flugur með einu höggi. Framlög til öryggis og varnarmála ættu að vera 5% af vergri þjóðarframleiðslu samkvæmt forseta Bandaríkjanna. Það væru ríflega 200 milljarðar, við myndum standa okkur þjóða best og gætum greitt upp innviðaskuldina á kjörtímabilinu. Framlög okkar til öryggis og varnarmála eru um 5 milljarðar auk þess sem Landhelgisgæslan sinnir mikilvægu hlutverki og það kostar nokkra milljarða að auki. Það er alveg ljóst að okkur ber að setja meira fé í öryggismál og næsta víst að við munum gera það, þó ólíklegt sé að við hlýðum ráðgjöf Trump að fullu. Ég er sannfærður um það að við gætum náð samkomulagi við NATO um það að besta nýting fjármuna í öryggis og varnarmál hér á landi sé styrking og endurbætur á samgöngukerfi landsins, því ekki þolir vegakerfið þungaflutninga lengur. Það er til lítils fyrir varnir landsins ef ekki er hægt að ferðast um landið. Samgöngumál eru öryggis og varnamál. Við gætum mögulega slegið tvær flugur í einu höggi og notað nokkra milljarða árlega tvisvar sinnum, bætt vegakerfið og aukið fé til varnar og öryggismála. Er það ekki góð nýting fjármuna? Það finnst mér. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar