Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 19. febrúar 2025 14:53 Þorramaturinn nýtur mikilla vinsælda ár hvert. Wikipedia Commons Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað. Þorrablótið fór fram á laugardagskvöld og var vel sótt en á þriðja hundrað manns skemmtu sér konunglega. Ekki bar á neinum veikindum fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Snarpur niðurgangur á sunnudagsmorgni. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að 75 gestir blótsins hafi tilkynnt um veikindi sín til landlæknis. Einkennin hafi verið samhljóðandi. Snarpur niðurgangur, tíu til tólf tímum eftir neyslu sem hafi gengið tiltölulega hratt yfir. „Niðurstöður úr sýnatöku á rófustöppunni sýndu fram á mikinn bakteríuvöxt,“ segir Lára. Súrmetið sem slíkt hafi því ekki verið orsakavaldur heldur rófustappan. Það liggi ljóst fyrir. „Sjúkdómseinkennin og tímalengd hjá þeim sem tilkynntu veikindin passa mjög vel við fræðin fyrir þessar bakteríur og þá sýkingu sem þær valda.“ Hún segir engin eftirmál verða af hópsýkingunni. Farið hafi verið yfir málið með þorrablótsnefndinni og veitingaaðilanum. Þau hafi ekki komið auga á neitt óeðlilegt. „Aðstæður voru mjög góðar, bæði til upphitunar á matvælum og kælingu. Það var ekkert sem við gerðum athugasemdir við sem við sáum að mætti betur fara. En það er augljóst að það var eitthvað sem fór úrskeiðis við annaðhvort kælingu eða upphitun á matvælunum, því öðruvísi fer þetta ekki svona,“ segir Lára. Rófustappan leyni á sér. „Þessar bakteríur sem greindust eru jarðvegsbakteríur. Bakteríur sem finnst í umhverfinu hjá okkur svokallaðar grómyndandi bakteríur. Bakteríugróin þola hátt hitastig þ.a. þau drepast ekki endilega við suðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að kæla matvælin hratt eftir suðu og halda þeim síðan við rétt hitastig, bæði þegar búið er að kæla og þegar þau eru hituð upp aftur.“ Alveg ljóst sé að eitthvað hafi klikkað. Öðruvísi verði ekki úr jafnútbreidd sýking. Þó hafi einhverjir skellt í sig rófustöppunni og ekki fundið fyrir neinu. „Við höfum heyrt um fólk sem að neytti rófustöppunnar og kenndi sér einskis meins.“ Um er að ræða þriðja þorrablótið hér á landi þar sem gestir veiktust eftir neyslu matar. Hin tvö voru á Suðurlandi um mánaðamótin í Borg á Grímsnesi og í Ölfusi. Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Þorrablót Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Þorrablótið fór fram á laugardagskvöld og var vel sótt en á þriðja hundrað manns skemmtu sér konunglega. Ekki bar á neinum veikindum fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Snarpur niðurgangur á sunnudagsmorgni. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að 75 gestir blótsins hafi tilkynnt um veikindi sín til landlæknis. Einkennin hafi verið samhljóðandi. Snarpur niðurgangur, tíu til tólf tímum eftir neyslu sem hafi gengið tiltölulega hratt yfir. „Niðurstöður úr sýnatöku á rófustöppunni sýndu fram á mikinn bakteríuvöxt,“ segir Lára. Súrmetið sem slíkt hafi því ekki verið orsakavaldur heldur rófustappan. Það liggi ljóst fyrir. „Sjúkdómseinkennin og tímalengd hjá þeim sem tilkynntu veikindin passa mjög vel við fræðin fyrir þessar bakteríur og þá sýkingu sem þær valda.“ Hún segir engin eftirmál verða af hópsýkingunni. Farið hafi verið yfir málið með þorrablótsnefndinni og veitingaaðilanum. Þau hafi ekki komið auga á neitt óeðlilegt. „Aðstæður voru mjög góðar, bæði til upphitunar á matvælum og kælingu. Það var ekkert sem við gerðum athugasemdir við sem við sáum að mætti betur fara. En það er augljóst að það var eitthvað sem fór úrskeiðis við annaðhvort kælingu eða upphitun á matvælunum, því öðruvísi fer þetta ekki svona,“ segir Lára. Rófustappan leyni á sér. „Þessar bakteríur sem greindust eru jarðvegsbakteríur. Bakteríur sem finnst í umhverfinu hjá okkur svokallaðar grómyndandi bakteríur. Bakteríugróin þola hátt hitastig þ.a. þau drepast ekki endilega við suðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að kæla matvælin hratt eftir suðu og halda þeim síðan við rétt hitastig, bæði þegar búið er að kæla og þegar þau eru hituð upp aftur.“ Alveg ljóst sé að eitthvað hafi klikkað. Öðruvísi verði ekki úr jafnútbreidd sýking. Þó hafi einhverjir skellt í sig rófustöppunni og ekki fundið fyrir neinu. „Við höfum heyrt um fólk sem að neytti rófustöppunnar og kenndi sér einskis meins.“ Um er að ræða þriðja þorrablótið hér á landi þar sem gestir veiktust eftir neyslu matar. Hin tvö voru á Suðurlandi um mánaðamótin í Borg á Grímsnesi og í Ölfusi.
Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Þorrablót Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent