Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 14:55 Jeffrey Ferguson segir nú að um slysaskot hafi verið að ræða, þegar hann skaut eiginkonu sína til bana. AP/Frederick M. Brown. Bandarískur dómari tók upp skammbyssu sem hann bar í hulstri á ökkla og skaut eiginkonu sína til bana. Þau höfðu þá rifist um fjármál á meðan þau horfðu á sjónvarpið. Þetta segja saksóknarar í suðurhluta Kaliforníu en í dómsal í gær var því haldið fram að rifrildið hefði byrjað á veitingastað þann 3. ágúst 2023. Jeffrey Ferguson (74) hafði verið að drekka en þegar þau fóru heim og horfðu á Breaking Bad með fullorðnum syni þeirra, skaut Sheryl eiginkonu sína. Hann hefur gengist við því að hafa skotið Sheryl en segir það hafa verið slys. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að á upptökum úr vestismyndavélum lögregluþjóna, sem sýndar voru í dómsal, hafi mátt heyra Ferguson játa að hafa skotið eiginkonu sína og kallaði hann eftir því að verða fundinn sekur um morð. Þar að auki sendi hann aðstoðarmanni sínum skilaboð þar sem hann sagði: „Ég bara missti það. Ég var að skjóta konuna mína. Ég mæti ekki á morgun. Ég verð í haldi. Ég er miður mín.“ Fundu 47 byssur og 26 þúsund skot Á áðurnefndum myndböndum heyrist Ferguson einnig blóta og spyrja hvort Sheryl sé enn á lífi. Hann sagði einnig að sonur þeirra og allir aðrir myndu hata hann og að hann hefði aldrei ímyndað sér að hann myndi enda eins og glæpamennirnir sem hann hefði sótt til saka á árum áður, sem saksóknari. Lögregluþjónar fundu 47 byssur, þar á meðal þá sem hann notaði til að skjóta konuna, og rúmlega 26 þúsund byssuskot á heimili þeirra. Phillip, sonur þeirra, sagði í dómsal að hann hefði lært af föður sínum hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, þar á meðal var sú regla að beina byssu alltaf í örugga átt. Hann sagði að eftir skotið hefði hann þvingað föður sinn til að láta hann fá byssuna og svo hringt á neyðarlínuna. Hann reyndi svo að blása lífi í móður sína en án árangurs. Handtekinn aftur vegna drykkju Ferguson var upprunalega sleppt gegn milljón dala tryggingu en handtekinn aftur í fyrra eftir að dómari komst að því að Ferguson hefði drukkið áfengi, sem stríddi gegn þeim skilmálum sem hann samþykkti þegar honum var sleppt. Honum var svo aftur sleppt gegn tveggja milljóna tryggingu. Ferguson hefur verið kjörinn dómari í Orange-sýslu í um áratug. Hann hefur ekki sest dómarabekk eftir að hann var handtekinn en fær enn laun. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna hanteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Þetta segja saksóknarar í suðurhluta Kaliforníu en í dómsal í gær var því haldið fram að rifrildið hefði byrjað á veitingastað þann 3. ágúst 2023. Jeffrey Ferguson (74) hafði verið að drekka en þegar þau fóru heim og horfðu á Breaking Bad með fullorðnum syni þeirra, skaut Sheryl eiginkonu sína. Hann hefur gengist við því að hafa skotið Sheryl en segir það hafa verið slys. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að á upptökum úr vestismyndavélum lögregluþjóna, sem sýndar voru í dómsal, hafi mátt heyra Ferguson játa að hafa skotið eiginkonu sína og kallaði hann eftir því að verða fundinn sekur um morð. Þar að auki sendi hann aðstoðarmanni sínum skilaboð þar sem hann sagði: „Ég bara missti það. Ég var að skjóta konuna mína. Ég mæti ekki á morgun. Ég verð í haldi. Ég er miður mín.“ Fundu 47 byssur og 26 þúsund skot Á áðurnefndum myndböndum heyrist Ferguson einnig blóta og spyrja hvort Sheryl sé enn á lífi. Hann sagði einnig að sonur þeirra og allir aðrir myndu hata hann og að hann hefði aldrei ímyndað sér að hann myndi enda eins og glæpamennirnir sem hann hefði sótt til saka á árum áður, sem saksóknari. Lögregluþjónar fundu 47 byssur, þar á meðal þá sem hann notaði til að skjóta konuna, og rúmlega 26 þúsund byssuskot á heimili þeirra. Phillip, sonur þeirra, sagði í dómsal að hann hefði lært af föður sínum hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, þar á meðal var sú regla að beina byssu alltaf í örugga átt. Hann sagði að eftir skotið hefði hann þvingað föður sinn til að láta hann fá byssuna og svo hringt á neyðarlínuna. Hann reyndi svo að blása lífi í móður sína en án árangurs. Handtekinn aftur vegna drykkju Ferguson var upprunalega sleppt gegn milljón dala tryggingu en handtekinn aftur í fyrra eftir að dómari komst að því að Ferguson hefði drukkið áfengi, sem stríddi gegn þeim skilmálum sem hann samþykkti þegar honum var sleppt. Honum var svo aftur sleppt gegn tveggja milljóna tryggingu. Ferguson hefur verið kjörinn dómari í Orange-sýslu í um áratug. Hann hefur ekki sest dómarabekk eftir að hann var handtekinn en fær enn laun.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna hanteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent