Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2025 16:02 Luke Littler var óvenju pirraður í gær. getty/Evan Treacy Hinn vanalega rólegi og yfirvegaði Luke Littler lét áhorfendur á þriðja kvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti í Dublin fara í taugarnar á sér og sagði þeim að hafa sig hæga. Littler tapaði 6-4 fyrir Gerwyn Price í átta manna úrslitum úrvalsdeildarinnar í gær. Price stóð svo uppi sem sigurvegari á kvöldinu. Hann hefur unnið fimm leiki í röð gegn Littler. Fyrir gærkvöldið hafði Littler rætt um áhorfendur sem eru með læti á píluviðburðum og hvort pílukastarar myndu hreinlega labba af sviðinu í mótmælaskyni. Littler gekk ekki svo langt í gær, og efast raunar um að pílukastarar muni yfirgefa sviðið, en hann var augljóslega pirraður á írsku áhorfendunum sem bauluðu á hann. Um miðbik leiksins gegn Price í gær bað Littler áhorfendur um að róa sig eins og sjá má hér fyrir neðan. LITTLER SILENCES THE CROWD! 🤫Luke Littler lands a 109 checkout and lets the Dublin crowd know about it!📺 https://t.co/CxOorrFXK9#PLDarts25 pic.twitter.com/7Q08AvWHXW— PDC Darts (@OfficialPDC) February 20, 2025 Þegar Littler gekk af sviðinu að leik loknum grýtti hann pílutöskunni sinni í gólfið. Þetta var heldur óvenjulegt að sjá til hins átján ára Littlers sem er vanalega yfirvegunin uppmáluð. Littler vann úrvalsdeildina á síðasta ári og hefur unnið eitt keppniskvöld á þessu ári. Fjórða keppniskvöld fer fram í Exeter á fimmtudaginn. Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Littler tapaði 6-4 fyrir Gerwyn Price í átta manna úrslitum úrvalsdeildarinnar í gær. Price stóð svo uppi sem sigurvegari á kvöldinu. Hann hefur unnið fimm leiki í röð gegn Littler. Fyrir gærkvöldið hafði Littler rætt um áhorfendur sem eru með læti á píluviðburðum og hvort pílukastarar myndu hreinlega labba af sviðinu í mótmælaskyni. Littler gekk ekki svo langt í gær, og efast raunar um að pílukastarar muni yfirgefa sviðið, en hann var augljóslega pirraður á írsku áhorfendunum sem bauluðu á hann. Um miðbik leiksins gegn Price í gær bað Littler áhorfendur um að róa sig eins og sjá má hér fyrir neðan. LITTLER SILENCES THE CROWD! 🤫Luke Littler lands a 109 checkout and lets the Dublin crowd know about it!📺 https://t.co/CxOorrFXK9#PLDarts25 pic.twitter.com/7Q08AvWHXW— PDC Darts (@OfficialPDC) February 20, 2025 Þegar Littler gekk af sviðinu að leik loknum grýtti hann pílutöskunni sinni í gólfið. Þetta var heldur óvenjulegt að sjá til hins átján ára Littlers sem er vanalega yfirvegunin uppmáluð. Littler vann úrvalsdeildina á síðasta ári og hefur unnið eitt keppniskvöld á þessu ári. Fjórða keppniskvöld fer fram í Exeter á fimmtudaginn.
Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira