Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2025 14:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, þáverandi formaður VR, þegar þau stóðu saman í stéttabaráttu. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum. Sólveig Anna Jónsdóttir segir að hún þægi ekki þau laun næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, þáði 10,2 milljóna króna eingreiðslu í biðlaun og uppsafnað orlof um mánaðamótin vegna starfsloka hans sem formanns VR í desember. Hann segist hafa þegið launin til þess að leggja í „neyðarsjóð“ fjölskyldu sinnar vegna þess að verkalýðsleiðtogar eigi oft erfitt með að fá vinnu eftir að hafa staðið í stéttabaráttu. Sjálfur gagnrýndi Ragnar Þór harðlega starfslokagreiðslur til þáverandi ríkislögreglustjóra árið 2019. Sagði hann óboðlegt að „pólitísk foréttindastétt“ lyti öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Þá sagði Ríkisútvarpið frá því í dag að Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, yrði á launum hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands fram á sumar þrátt fyrir að hann hafi byrjað að fá greidd laun sem þingmaður í desember. Freyr Rögnvaldsson, upplýsingafulltrúi Eflingar, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að kveðið sé á um sex mánaða rétt til launagreiðslna við starfslok í ráðningarsamningi Sólveigar Önnu, formanns félagsins. Eftir því sem næst verði komist sé það ákvæði sambærilegt við samninga annarra leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar. Sjálf segir Sólveig Anna að hún þægi ekki þessi laun ef hún væri kjörin til opinbers embættis og væri byrjuð að þiggja laun fyrir það. „Mér myndi ekki hugnast það. Það myndi bara ekki samræmast minni sýn á þessi störf, hvort sem það er að vera formaður í stéttarfélagi eða lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Alþingi,“ segir Sólveig Anna sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um ákvörðun Ragnars Þórs um að þiggja launagreiðslurnar. Stéttarfélög Kjaramál Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15 VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, þáði 10,2 milljóna króna eingreiðslu í biðlaun og uppsafnað orlof um mánaðamótin vegna starfsloka hans sem formanns VR í desember. Hann segist hafa þegið launin til þess að leggja í „neyðarsjóð“ fjölskyldu sinnar vegna þess að verkalýðsleiðtogar eigi oft erfitt með að fá vinnu eftir að hafa staðið í stéttabaráttu. Sjálfur gagnrýndi Ragnar Þór harðlega starfslokagreiðslur til þáverandi ríkislögreglustjóra árið 2019. Sagði hann óboðlegt að „pólitísk foréttindastétt“ lyti öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Þá sagði Ríkisútvarpið frá því í dag að Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, yrði á launum hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands fram á sumar þrátt fyrir að hann hafi byrjað að fá greidd laun sem þingmaður í desember. Freyr Rögnvaldsson, upplýsingafulltrúi Eflingar, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að kveðið sé á um sex mánaða rétt til launagreiðslna við starfslok í ráðningarsamningi Sólveigar Önnu, formanns félagsins. Eftir því sem næst verði komist sé það ákvæði sambærilegt við samninga annarra leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar. Sjálf segir Sólveig Anna að hún þægi ekki þessi laun ef hún væri kjörin til opinbers embættis og væri byrjuð að þiggja laun fyrir það. „Mér myndi ekki hugnast það. Það myndi bara ekki samræmast minni sýn á þessi störf, hvort sem það er að vera formaður í stéttarfélagi eða lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Alþingi,“ segir Sólveig Anna sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um ákvörðun Ragnars Þórs um að þiggja launagreiðslurnar.
Stéttarfélög Kjaramál Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15 VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42
Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15
VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36