Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. febrúar 2025 16:04 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst. Fundur samninganefnda í kennaradeilunni hófst klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans. Hann sagðist í samtali við fréttstofu nú á þriðja tímanum vilja átta sig á stöðunni, athuga hvort lægja þyrfti öldur og allir þyrftu í sameiningu að finna út úr því hvort vinnanlegur flötur væri fyrir hendi í núverandi stöðu. Fundurinn nú er sá fyrsti síðan samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu sáttasemjara fyrir helgi, þá sömu tillögu og kennarar samþykktu og samninganefnd ríkisins tók ekki afstöðu til. Atburðarásin fyrir helgi mikil vonbrigði Magnús segir að tíðindin fyrir helgi hafi verið mikil vonbrigði, hann hafi sagt það um leið og tillögunni var hafnað. „Við töldum okkur vera komin með þann grundvöll sem við auðvitað samþykktum. Kennarar hafa verið mjög skýrir í því hvers konar kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið þetta var, þannig vonandi erum vð mætt hér í dag til að leiðrétta það,“ sagði hann. Hann segir að málið tilheyri fortíðinni og hann treysti því að menn séu mættir til viðræðna til að horfa fram veginn. „Við erum mætt hérna í dag til þess að treysta á það að Ástráður hafi eitthvað að segja okkur sem að hjálpar okkur fram veginn.“ Forsenduákvæðið algjört skilyrði Nú liggja fyrir tvær innanhústillögur, ein sem að þið samþykktuð, og önnur sem sveitarfélögin samþykktu, er einhver millivegur þarna sem hægt er að fara? „Við höfum verið alveg skýr með það hvar okkar hugur er, við erum ða koma hér í kjölfar samkomulags sem var sett í gang 2016, við höfum bent á það allan tímann að við séum að horfa fram á við, við ætlum að sjá til þess að kennarastarfið sé metið að virði í samræmi við ábyrgð og gildi starfsins. Það er stóra verkefnið og við höldum í það,“ sagði Magnús. Kennarar telji að tillagan síðasta fimmtudag vera grunninn að samkomulaginu sem þurfi að ná. „Forsenduákvæðið er algjört skilyrði, við gerðum samning 2016 og hann var útfærður 2018, það var gert í góðri trú. Efndir þess samnings til okkar hafa ekki orðið neinar. Þannig það hefur verið alveg verið skýrt frá okkur alveg frá því við komum í hús hér í september, að sá samningur sem yrði gerður yrði á þeim forsendum að við myndum geta haft aðkomu að því hvernig málin eru sett í gang, þannig forsenduákvæðið er algjörlega skýrt skilyrði í öllum samningum sem við gerum hér.“ Augljóslega skiptar skoðanir á hlutunum Magnús segir að það hafi ýmislegt gerst síðan á föstudaginn, og menn hafi skiptar skoðanir á því hvað hafi gerst bak við tjöldin. Hann segir ýmislegt hafa verið sagt sem ekki standist skoðun. „Fólk er einhver veginn að átta sig á því hvað virðismatsvegferðin þýðir. Það eru einhver ummæli um að þetta hafi áhrif á samninga á almennum markaði sem er bara kjaftæði,“ segir Magnús. Hann segir þessa hluti fara í loftið til að „ýta sandi í tannhjólin.“ „Þannig vonandi bara standa menn af sér þá þvælu alla, og bara klára verkefnið.“ Magnús segist hafa fengið fréttir af því í dag að kennarar séu að segja upp störfum, og honum þyki það mjög leitt. „Við erum að berjast fyrir kerfinu okkar, við erum ekki bara að berjast fyrir starfinu okkar heldur líka menntakerfinu, og það er auðvitað orðið mjög erfitt að horfa upp á hluti eins og við sáum hér í síðustu viku, og eitthvað svona brugg á bak við í gangi sem fólk er að greina. Það hefur auðvitað bara verið erfitt fyrir fólk,“ segir hann. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Fundur samninganefnda í kennaradeilunni hófst klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans. Hann sagðist í samtali við fréttstofu nú á þriðja tímanum vilja átta sig á stöðunni, athuga hvort lægja þyrfti öldur og allir þyrftu í sameiningu að finna út úr því hvort vinnanlegur flötur væri fyrir hendi í núverandi stöðu. Fundurinn nú er sá fyrsti síðan samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu sáttasemjara fyrir helgi, þá sömu tillögu og kennarar samþykktu og samninganefnd ríkisins tók ekki afstöðu til. Atburðarásin fyrir helgi mikil vonbrigði Magnús segir að tíðindin fyrir helgi hafi verið mikil vonbrigði, hann hafi sagt það um leið og tillögunni var hafnað. „Við töldum okkur vera komin með þann grundvöll sem við auðvitað samþykktum. Kennarar hafa verið mjög skýrir í því hvers konar kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið þetta var, þannig vonandi erum vð mætt hér í dag til að leiðrétta það,“ sagði hann. Hann segir að málið tilheyri fortíðinni og hann treysti því að menn séu mættir til viðræðna til að horfa fram veginn. „Við erum mætt hérna í dag til þess að treysta á það að Ástráður hafi eitthvað að segja okkur sem að hjálpar okkur fram veginn.“ Forsenduákvæðið algjört skilyrði Nú liggja fyrir tvær innanhústillögur, ein sem að þið samþykktuð, og önnur sem sveitarfélögin samþykktu, er einhver millivegur þarna sem hægt er að fara? „Við höfum verið alveg skýr með það hvar okkar hugur er, við erum ða koma hér í kjölfar samkomulags sem var sett í gang 2016, við höfum bent á það allan tímann að við séum að horfa fram á við, við ætlum að sjá til þess að kennarastarfið sé metið að virði í samræmi við ábyrgð og gildi starfsins. Það er stóra verkefnið og við höldum í það,“ sagði Magnús. Kennarar telji að tillagan síðasta fimmtudag vera grunninn að samkomulaginu sem þurfi að ná. „Forsenduákvæðið er algjört skilyrði, við gerðum samning 2016 og hann var útfærður 2018, það var gert í góðri trú. Efndir þess samnings til okkar hafa ekki orðið neinar. Þannig það hefur verið alveg verið skýrt frá okkur alveg frá því við komum í hús hér í september, að sá samningur sem yrði gerður yrði á þeim forsendum að við myndum geta haft aðkomu að því hvernig málin eru sett í gang, þannig forsenduákvæðið er algjörlega skýrt skilyrði í öllum samningum sem við gerum hér.“ Augljóslega skiptar skoðanir á hlutunum Magnús segir að það hafi ýmislegt gerst síðan á föstudaginn, og menn hafi skiptar skoðanir á því hvað hafi gerst bak við tjöldin. Hann segir ýmislegt hafa verið sagt sem ekki standist skoðun. „Fólk er einhver veginn að átta sig á því hvað virðismatsvegferðin þýðir. Það eru einhver ummæli um að þetta hafi áhrif á samninga á almennum markaði sem er bara kjaftæði,“ segir Magnús. Hann segir þessa hluti fara í loftið til að „ýta sandi í tannhjólin.“ „Þannig vonandi bara standa menn af sér þá þvælu alla, og bara klára verkefnið.“ Magnús segist hafa fengið fréttir af því í dag að kennarar séu að segja upp störfum, og honum þyki það mjög leitt. „Við erum að berjast fyrir kerfinu okkar, við erum ekki bara að berjast fyrir starfinu okkar heldur líka menntakerfinu, og það er auðvitað orðið mjög erfitt að horfa upp á hluti eins og við sáum hér í síðustu viku, og eitthvað svona brugg á bak við í gangi sem fólk er að greina. Það hefur auðvitað bara verið erfitt fyrir fólk,“ segir hann.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira