Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Jón Þór Stefánsson skrifar 26. febrúar 2025 17:00 Adrien Brody og Ralph Fiennes keppast um Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki. Getty Sérkennilegur misskilningur virðist vera að eiga sér stað í Hollywood nú í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Að minnsta kosti tveir meðlimir Akademíunnar, sem er sá hópur sem kýs um það hver hlýtur Óskarsverðlaunin, virðast ekki með á hreinu hverjir hafa hneppt hnossið áður, og mun það hafa haft áhrif á atkvæði þeirra. Blaðamaður Variety ræddi við 84 meðlimi Akademíunnar, en þess má geta að þeir eru hátt í tíu þúsund, til þess spá í spilin. Í grein sinni segir blaðamaðurinn frá því að tveir þessara meðlima hafi sagst hafa ákveðið að kjósa ekki Ralph Fiennes, sem er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Conclave. Ástæðan sem þessir tveir gáfu var sú að Fiennes hafi unnið verðlaunin áður, árið 1994 fyrir leik sinn í Schindler’s List. Þess í stað ákváðu þeir að kjósa Adrien Brody, fyrir The Brutalist. Ralph Fiennes fór tómhentur heim af óskarsverðlaununum 1994.Getty Sannleikurinn er hins vegar sá að Ralph Fiennes hefur aldrei unnið Óskarsverðlaun. Hann var vissulega tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki árið 1994 fyrir frammistöðuna í Schindler’s List, en þá bar Tommy Lee Jones sigur úr býtum fyrir The Fugitive. Og ekki nóg með það, heldur hefur Adrien Brody unnið Óskarsverðlaun. Það var árið 2003 fyrir leik í kvikmyndinni The Pianist. Adrien Brody hlaut Óskarsverðlaun árið 2003. Hér er hann ásamt Nicole Kidman sem vann líka verðlaunin sama ár.Getty Brody hefur þótt líklegastur til að vinna verðlaunin þetta árið. Timothee Chalamet, sem leikur ungan Bob Dylan í A Complete Unknown, hefur þótt næst líklegastur. Áðurnefndur blaðamaður Variety er þó á þeirri skoðun að ef einhverjum takist að skáka Brody verði það Fiennes. Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Blaðamaður Variety ræddi við 84 meðlimi Akademíunnar, en þess má geta að þeir eru hátt í tíu þúsund, til þess spá í spilin. Í grein sinni segir blaðamaðurinn frá því að tveir þessara meðlima hafi sagst hafa ákveðið að kjósa ekki Ralph Fiennes, sem er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Conclave. Ástæðan sem þessir tveir gáfu var sú að Fiennes hafi unnið verðlaunin áður, árið 1994 fyrir leik sinn í Schindler’s List. Þess í stað ákváðu þeir að kjósa Adrien Brody, fyrir The Brutalist. Ralph Fiennes fór tómhentur heim af óskarsverðlaununum 1994.Getty Sannleikurinn er hins vegar sá að Ralph Fiennes hefur aldrei unnið Óskarsverðlaun. Hann var vissulega tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki árið 1994 fyrir frammistöðuna í Schindler’s List, en þá bar Tommy Lee Jones sigur úr býtum fyrir The Fugitive. Og ekki nóg með það, heldur hefur Adrien Brody unnið Óskarsverðlaun. Það var árið 2003 fyrir leik í kvikmyndinni The Pianist. Adrien Brody hlaut Óskarsverðlaun árið 2003. Hér er hann ásamt Nicole Kidman sem vann líka verðlaunin sama ár.Getty Brody hefur þótt líklegastur til að vinna verðlaunin þetta árið. Timothee Chalamet, sem leikur ungan Bob Dylan í A Complete Unknown, hefur þótt næst líklegastur. Áðurnefndur blaðamaður Variety er þó á þeirri skoðun að ef einhverjum takist að skáka Brody verði það Fiennes.
Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira