Handbolti

Elliði Snær og Andri Már í sigur­liðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elliði Snær í leik með íslenska landsliðinu.
Elliði Snær í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Gummersbach og Leipzig unnu sína leiki í efstu deild karla í þýska handboltanum.

Gummersbach sótti HSV heim og unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar góðan sjö marka útisigur, lokatölur 30-37. Línumaðurinn knái Elliði Snær Viðarsson skoraði úr báðum skotum sínum í leiknum og gaf eina stoðsendingu.

Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig vann gríðarlega öruggan 13 marka sigur á Potsdam, lokatölur 32-19. Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú mörk í liði Leipzig og gaf eina stoðsendingu.

Gummersbach er í 8. sæti með 22 stig að loknum 20 leikjum. Leipzig er í 12. sæti með 17 stig eftir jafn marga leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×