Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bernd Leno var hetja Fulham.
Bernd Leno var hetja Fulham. Simon Stacpoole/Getty Images

Manchester United kemst ekki í úrslit ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Liðið er úr leik eftir tap gegn Fulham í vítaspyrnukeppni.

Rauðu djöflarnir tóku á móti Fulham í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Gestirnir frá Lundúnum leiddu í hálfleik eftir að Calvin Bassey skoraði eftir hornspyrnu í blálok fyrri hálfleiks. 

Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Þar sem mörkin urðu ekki fleiri var staðan 1-1 þegar venjulegum leiktíma lauk. Eftir það þurfti að framlengja. 

Ekkert var skorað í framlengingu og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar var Bernd Leno hetjan þar sem hann varði spyrnur Victor Lindelöf og Joshua Zirkzee. 

Fulham er komið í 8-liða úrslit ásamt Aston Villa, Brighton & Hove Albion, Manchester City, Crystal Palace, Bournemouth og Preston North End. Á morgun kemur í ljós hvort Nottingham Forest eða Ipswich Town verði síðasta liðið inn í 8-liða úrslitin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira