Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Jón Þór Stefánsson skrifar 1. mars 2025 07:02 Efnin voru í bala. Myndin er úr safni. Getty Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að mennirnir hafi haft efnin í vörslum sínum um nokkurra daga skeið í nóvember. Lögreglan lagði hald á efnin við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru báðir erlendir, í Reykjavík. Efnin eru sögð hafa verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu segir frá því að lögreglan hafi haft eftirlit með öðrum mannanna frá 9. nóvember síðastliðnum, eftir að hann kom hingað til lands. Nokkrum dögum seinna, þann 13. nóvember, hafi lögreglan séð manninn koma úr lyftu íbúðarhúsnæðisins þar sem hann hafði dvalið ásamt öðrum manni, þeim sem er líka ákærður. Tvímenningarnir hafi þá farið í verslunarferð og keypt bæði matvörur og nitril-plasthanska, en í úrskurðinum segir að þeir séu oft notaðir við meðhöndlun fíkniefna. Fullt af hvítum efnum blöstu við lögreglu Á meðan mennirnir voru að versla fór lögreglan inn í íbúð þeirra, en markmiðið var að koma fyrir eftirlitsbúnaði en hún var komin með heimild frá héraðsdómi til þess. Aðkoma lögreglunnar í íbúðinni er lýst þannig í úrskurðinum að þegar þeir hafi talsvert magn hvítra efna í duftformi blasað við þeim. Það eru efnin sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í vörslum sínum. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands reyndist styrkur amfetamínbasans vera á bilinu 11 til 14 prósent, sem samsvarar 15 til 19 prósent af amfetamínsúlfati. Styrkur kókaínsins hafi verið á bilinu 83 til 84 prósent sem samsvarar 92 til 94 prósent af kókaínklóríði. Þegar mennirnir sneru aftur í íbúðina voru þeir handteknir. Í úrskurðinum segir að í íbúðinni hafi einnig fundust 2,5 milljónir króna í reiðufé, sem var falið í náttborðsskúffu svefnherbergis íbúðarinnar. Jafnframt hafi verið lagt hald á stílabók í náttborðsskúffunni sem búið var að skrifa í ýmislegt sem er talið tengjast aðkomu mannanna að málinu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að mennirnir hafi haft efnin í vörslum sínum um nokkurra daga skeið í nóvember. Lögreglan lagði hald á efnin við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru báðir erlendir, í Reykjavík. Efnin eru sögð hafa verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu segir frá því að lögreglan hafi haft eftirlit með öðrum mannanna frá 9. nóvember síðastliðnum, eftir að hann kom hingað til lands. Nokkrum dögum seinna, þann 13. nóvember, hafi lögreglan séð manninn koma úr lyftu íbúðarhúsnæðisins þar sem hann hafði dvalið ásamt öðrum manni, þeim sem er líka ákærður. Tvímenningarnir hafi þá farið í verslunarferð og keypt bæði matvörur og nitril-plasthanska, en í úrskurðinum segir að þeir séu oft notaðir við meðhöndlun fíkniefna. Fullt af hvítum efnum blöstu við lögreglu Á meðan mennirnir voru að versla fór lögreglan inn í íbúð þeirra, en markmiðið var að koma fyrir eftirlitsbúnaði en hún var komin með heimild frá héraðsdómi til þess. Aðkoma lögreglunnar í íbúðinni er lýst þannig í úrskurðinum að þegar þeir hafi talsvert magn hvítra efna í duftformi blasað við þeim. Það eru efnin sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í vörslum sínum. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands reyndist styrkur amfetamínbasans vera á bilinu 11 til 14 prósent, sem samsvarar 15 til 19 prósent af amfetamínsúlfati. Styrkur kókaínsins hafi verið á bilinu 83 til 84 prósent sem samsvarar 92 til 94 prósent af kókaínklóríði. Þegar mennirnir sneru aftur í íbúðina voru þeir handteknir. Í úrskurðinum segir að í íbúðinni hafi einnig fundust 2,5 milljónir króna í reiðufé, sem var falið í náttborðsskúffu svefnherbergis íbúðarinnar. Jafnframt hafi verið lagt hald á stílabók í náttborðsskúffunni sem búið var að skrifa í ýmislegt sem er talið tengjast aðkomu mannanna að málinu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira