Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Rafn Ágúst Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. febrúar 2025 17:47 Bjarni Benediktsson kveður formannsembættið á sunnudaginn eftir langan tíma í forystu flokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana í setningarræðu sinni á landsfundi. Hann skoraði á flokksmenn að elta ekki andstæðinga sína á hættulegri braut popúlismans. Bjarni, sem stígur úr stóli formanns á sunnudaginn eftir tæplega sextán ára formannstíð, fór um víðan völl í ræðu sinni og uppskar reglulega hlátur þegar hann skaut á ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur klukkan 16:30 í dag með setningarræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem horfa má á í greininni hér að neðan: Inga Sæland eða Don Corleone? Hann óskaði ríkisstjórninni alls hins besta áður en hann sagði vandamál ríkisstjórnarinnar ekki snúa að krefjandi verkefnum heldur sé hún sjálf vandamálið. „Inga hafði verið ráðherra í 13 klukkutíma og 18 mínútur þegar hún var byrjuð að ráðast á fjölmiðla og skamma þá fyrir að spyrja sig spurninga og nokkrum dögum síðar hringdi hún í skólastjóra úti í bæ og hótaði honum lögreglunni út af týndum strigaskóm. Sagan segir að Inga hafi minnt á Don Corleone úr Guðföðurnum þar sem hún sat heima með köttinn í annarri, símtólið í hinni og sagði skólastjóranum að hún væri vel tengd inn í lögregluna,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ruglið hefði þá bara verið rétt að byrja og tók fyrir fyrri andstöðu Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við innleiðingu bókunar 35 en hann hafði áður lýst því yfir að bókun 35 jafngilti stjórnarskrárbroti. „Þessi viðskipti með stjórnarskrána eru auðvitað einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Óskiljanleg og stórfurðuleg!“ sagði Bjarni. Finnur til með fjármálaráðherra Hann lét sér ekki nægja að gera gys að ríkisstjórninni heldur gerði hann biðlaunagreiðslur, hinn svokallaða neyðarsjóð, Ragnars Þór Ingólfssonar fyrrverandi formanns VR einnig að umtalsefni sínu. „Þetta og meira til á fyrstu vikum kjörtímabilsins - sannkallaðar hraðfréttir,“ sagði hann og sagði hug sinn allan hjá fjármálaráðherra á hans fyrstu dögum í embætti. „Fyrsta verkefnið kemur í hús - Flokkur fólksins vill 48 daga strandveiðikerfi! Elsku maðurinn er nýbúinn að skrifa lærða grein um hversu þjóðhagslega óhagkvæmt það kerfi er og hvernig það brýtur gegn öllum hugmyndum um almannahag. Kerfið er samkvæmt grein ráðherrans “efnahagsleg sóun,““ sagði hann. Plan Kristrúnar hljóti sömu örlög og nýja símaskráin Bjarni sagði hið margumtalaða plan Samfylkingar Kristrúnar Frostadóttur munu hljóta sömu örlög og ný símaskrá. „Þessi nöpru örlög Plansins birtust þjóðinni þegar þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar leit dagsins ljós. Ekkert nýtt, ekkert sem skipti máli, ekkert plan. Kannski vilja einhverjir skrifa þennan vandræðagang ríkisstjórnarinnar á reynsluleysi, en ég er ekki viss. Flokkur fólksins er bara svona. Samfó er bara svona. Og Viðreisn er bara svona. Fyrir kosningar hafði Samfylkingin slegið ESB-aðild af borðinu og Viðreisn komst í gegnum kosningabaráttuna meira og minna án þess að minnast á þetta helsta baráttumál sitt,“ sagði Bjarni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. 28. febrúar 2025 15:07 „Rosalega íslensk umræða“ Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. 28. febrúar 2025 12:10 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Bjarni, sem stígur úr stóli formanns á sunnudaginn eftir tæplega sextán ára formannstíð, fór um víðan völl í ræðu sinni og uppskar reglulega hlátur þegar hann skaut á ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur klukkan 16:30 í dag með setningarræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem horfa má á í greininni hér að neðan: Inga Sæland eða Don Corleone? Hann óskaði ríkisstjórninni alls hins besta áður en hann sagði vandamál ríkisstjórnarinnar ekki snúa að krefjandi verkefnum heldur sé hún sjálf vandamálið. „Inga hafði verið ráðherra í 13 klukkutíma og 18 mínútur þegar hún var byrjuð að ráðast á fjölmiðla og skamma þá fyrir að spyrja sig spurninga og nokkrum dögum síðar hringdi hún í skólastjóra úti í bæ og hótaði honum lögreglunni út af týndum strigaskóm. Sagan segir að Inga hafi minnt á Don Corleone úr Guðföðurnum þar sem hún sat heima með köttinn í annarri, símtólið í hinni og sagði skólastjóranum að hún væri vel tengd inn í lögregluna,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ruglið hefði þá bara verið rétt að byrja og tók fyrir fyrri andstöðu Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við innleiðingu bókunar 35 en hann hafði áður lýst því yfir að bókun 35 jafngilti stjórnarskrárbroti. „Þessi viðskipti með stjórnarskrána eru auðvitað einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Óskiljanleg og stórfurðuleg!“ sagði Bjarni. Finnur til með fjármálaráðherra Hann lét sér ekki nægja að gera gys að ríkisstjórninni heldur gerði hann biðlaunagreiðslur, hinn svokallaða neyðarsjóð, Ragnars Þór Ingólfssonar fyrrverandi formanns VR einnig að umtalsefni sínu. „Þetta og meira til á fyrstu vikum kjörtímabilsins - sannkallaðar hraðfréttir,“ sagði hann og sagði hug sinn allan hjá fjármálaráðherra á hans fyrstu dögum í embætti. „Fyrsta verkefnið kemur í hús - Flokkur fólksins vill 48 daga strandveiðikerfi! Elsku maðurinn er nýbúinn að skrifa lærða grein um hversu þjóðhagslega óhagkvæmt það kerfi er og hvernig það brýtur gegn öllum hugmyndum um almannahag. Kerfið er samkvæmt grein ráðherrans “efnahagsleg sóun,““ sagði hann. Plan Kristrúnar hljóti sömu örlög og nýja símaskráin Bjarni sagði hið margumtalaða plan Samfylkingar Kristrúnar Frostadóttur munu hljóta sömu örlög og ný símaskrá. „Þessi nöpru örlög Plansins birtust þjóðinni þegar þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar leit dagsins ljós. Ekkert nýtt, ekkert sem skipti máli, ekkert plan. Kannski vilja einhverjir skrifa þennan vandræðagang ríkisstjórnarinnar á reynsluleysi, en ég er ekki viss. Flokkur fólksins er bara svona. Samfó er bara svona. Og Viðreisn er bara svona. Fyrir kosningar hafði Samfylkingin slegið ESB-aðild af borðinu og Viðreisn komst í gegnum kosningabaráttuna meira og minna án þess að minnast á þetta helsta baráttumál sitt,“ sagði Bjarni.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. 28. febrúar 2025 15:07 „Rosalega íslensk umræða“ Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. 28. febrúar 2025 12:10 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10
Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. 28. febrúar 2025 15:07
„Rosalega íslensk umræða“ Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. 28. febrúar 2025 12:10