Vonast til að geta átt gott samband við Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 18:08 Selenskí segir stuðning Bandaríkjanna afgerandi í stríðinu við Rússland. AP/Jose Luis Magana Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. Selenskí hefur verið duglegur að impra á þakklæti sínu eftir að Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Tilbúinn að skrifa undir jarðefnasamning Ráðamenn víðs vegar að kepptust í kjölfarið við að tjá Úkraínu stuðning sinn. Utanríkisráðherra hafði orð á því að líkt væri og að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu einsett sér að niðurlægja hann og sagði það hafa verið sorglegt að horfa upp á þetta. „Það er afgerandi fyrir okkur að búa að stuðningi Trumps forseta. Hann vill binda enda á stríðið en það er enginn sem vill frið meira en við. Við erum þau sem lifa stríðið í Úkraínu. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar, fyrir tilvist okkar,“ skrifar Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag. We are very grateful to the United States for all the support. I’m thankful to President Trump, Congress for their bipartisan support, and American people. Ukrainians have always appreciated this support, especially during these three years of full-scale invasion. pic.twitter.com/Z9FlWjF101— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2025 Til stóð að Selenskí myndi undirrita jarðefnasamning í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en það fór út um þúfur líkt og blaðamannafundurinn eftir spennuþrunginn fundinn. „Við erum tilbúin til að skrifa undir jarðefnasamninginn og það verður fyrsta skrefið í átt að öryggistryggingum. En það er ekki nóg og við þurfum meira en það eitt. Vopnahlé án öryggistrygginga er hættulegt Úkraínu,“ skrifar hann. Erfitt án stuðnings Bandaríkjanna Hann segir að baráttan verði erfið án aðstoðar Bandaríkjanna en að ekki standi til að láta deigan síga. Þó sé það ljóst að standi Úkraínu það ekki til boða að ganga í Atlantshafsbandalagið þurfi hún á skýrum tryggingum fyrir eigið öryggi að halda. „Ég vil að Bandaríkin taki skýrari afstöðu með okkur. Þetta er ekki aðeins stríð milli tveggja landa. Rússland bar stríð að okkar ströndum og til heimila okkar,“ skrifar Selenskí. Sjá einnig: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Hann segir það skiljanlegt að Bandaríkin skuli leitast eftir viðræðum við Pútín en að friði verði ekki náð án þess að Úkraína standi traustum fótum. „Við erum sannarlega þakklát. Við viljum bara þétt samband við Bandaríkin og ég vona innilega að svo muni það verða,“ skrifar Selenskí. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Selenskí hefur verið duglegur að impra á þakklæti sínu eftir að Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Tilbúinn að skrifa undir jarðefnasamning Ráðamenn víðs vegar að kepptust í kjölfarið við að tjá Úkraínu stuðning sinn. Utanríkisráðherra hafði orð á því að líkt væri og að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu einsett sér að niðurlægja hann og sagði það hafa verið sorglegt að horfa upp á þetta. „Það er afgerandi fyrir okkur að búa að stuðningi Trumps forseta. Hann vill binda enda á stríðið en það er enginn sem vill frið meira en við. Við erum þau sem lifa stríðið í Úkraínu. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar, fyrir tilvist okkar,“ skrifar Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag. We are very grateful to the United States for all the support. I’m thankful to President Trump, Congress for their bipartisan support, and American people. Ukrainians have always appreciated this support, especially during these three years of full-scale invasion. pic.twitter.com/Z9FlWjF101— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2025 Til stóð að Selenskí myndi undirrita jarðefnasamning í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en það fór út um þúfur líkt og blaðamannafundurinn eftir spennuþrunginn fundinn. „Við erum tilbúin til að skrifa undir jarðefnasamninginn og það verður fyrsta skrefið í átt að öryggistryggingum. En það er ekki nóg og við þurfum meira en það eitt. Vopnahlé án öryggistrygginga er hættulegt Úkraínu,“ skrifar hann. Erfitt án stuðnings Bandaríkjanna Hann segir að baráttan verði erfið án aðstoðar Bandaríkjanna en að ekki standi til að láta deigan síga. Þó sé það ljóst að standi Úkraínu það ekki til boða að ganga í Atlantshafsbandalagið þurfi hún á skýrum tryggingum fyrir eigið öryggi að halda. „Ég vil að Bandaríkin taki skýrari afstöðu með okkur. Þetta er ekki aðeins stríð milli tveggja landa. Rússland bar stríð að okkar ströndum og til heimila okkar,“ skrifar Selenskí. Sjá einnig: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Hann segir það skiljanlegt að Bandaríkin skuli leitast eftir viðræðum við Pútín en að friði verði ekki náð án þess að Úkraína standi traustum fótum. „Við erum sannarlega þakklát. Við viljum bara þétt samband við Bandaríkin og ég vona innilega að svo muni það verða,“ skrifar Selenskí.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent