Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar UN Women Ísland 5. mars 2025 09:10 Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir teikn á lofti í jafnréttismálum um allan heim, bakslag sem taka verði alvarlega. Á sama tíma megi merkja þreytu og uppgjöf í röðum og þeirra sem staðið hafa fremst í baráttunni. March Forward, heimsherferð UN Women var því ýtt úr vör nú á mánudaginn 3. mars undir forystu UN Women á Íslandi. Allar þrettán landsnefndir UN Women og höfuðstöðvar UN Women taka þátt. Hulunni verður formlega svipt af herferðinni með viðburði í gamla NASA við Austurvöll, Sjálfstæðissalurinn, laugardaginn 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Florian Hofer Photo Aukið bakslag og þörf á nýrri sýn „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að standa öll saman, líka karlmenn, og tala um réttindi allra því þrátt fyrir sögulegar framfarir í réttindum kvenna og hinsegin fólks, sjáum við alvarlegt bakslag víða um heim. Áunnin réttindi eru tekin af, raddir kvenna eru þaggaðar niður og ofbeldi gegn konum eykst. Í sumum löndum mega konur ekki tjá sig opinberlega, og víða dregur úr stuðningi við konur í leiðtogastöðum, sérstaklega meðal ungra karlmanna. Á Íslandi hefur þátttaka kvenna í stjórnmálum aukist og í fyrsta sinn í sögu Íslands eru konur leiðandi í öllum helstu embættum landsins, en samtímis sjáum við einnig merki hér um alþjóðlega þróun sem ógnar jafnrétti. Þá hefur umræðan um jafnrétti oft verið afvegaleidd þar sem upplýsingaóreiða og rangfærslur eru notaðar til að veikja baráttuna,“ útskýrir Stella. UN Women hafi bent á þessi teikn á lofti árum saman og nú horfum við upp á að þau hafi raungerst á síðustu vikum og mánuðum. Hún segir dæmin blasa við okkur. „Í Afganistan voru konur orðnar þátttakendur í öllu samfélaginu, menntuðu sig, tóku þátt í atvinnulífinu, störfuðu í stjórnmálum en á einu augabragði er það búið og nú má ekki heyrast í röddum þeirra. Við getum ekki hugsað „þetta getur ekki gerst hér!“ Við bjuggumst ekki við þróuninni sem er að eiga sér stað í Bandaríkjunum, ríki í nálægð við okkur og okkar hugmyndafræði en við sjáum þar þessa öfgahyggju sem er að breiðast út um heiminn, þar sem réttindi kvenna og hinsegin fólks eiga ekki upp á pallborðið og er litið á sem ógn við heimsmyndi ákveðinna hópa.“ Tími kominn á alþjóðlega samstöðu og Ísland leiðir Kvennaverkfallið á Íslandi árið 2023 þar sem konur og kvár sameinuðust á Arnarhóli, vakti mikla athygli um heim allan. Stella segir skilaboðin hafa verið skýr: jafnrétti er ekki sjálfsagt og baráttan fyrir því heldur áfram. UN Women Ísland var í framkvæmdastjórn Kvennaverkfallsins og í kjölfarið bárust fyrirspurnir víða að og ljóst var að Ísland, sem eitt framsæknasta land heims í jafnréttismálum, gæti haft forystu í alþjóðlegri samstöðu. Spurningin sem brann á vörum margra var: Er ekki kominn tími til að sameinast í baráttunni á heimsvísu? Táknrænt sé að blása til sóknar nú í ár þar sem 2025 er stórt jafnréttisár. Snorri Sturluson „Það eru 50 ár frá fyrsta kvennaverkfallinu á Íslandi, 30 ár síðan Peking-sáttmálinn var undirritaður – en þó ekki að fullu framkvæmdur – og 15 ár frá stofnun UN Women. Einnig eru liðin 25 ár frá samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi. Þessi tímamót kalla á aðgerðir án þess að endurtaka fyrri aðferðir. Þess í stað er þörf á nýrri nálgun sem eflir samstöðu og eykur áhrif jafnréttishreyfinga á alþjóðavettvangi,“ útskýrir Stella. Samstaða á heimsvísu – hvað getum við gert? Við getum öll gert eitthvað hvort sem við erum stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar. Efla samstöðu með því að kalla saman stjórnvöld, fyrirtæki og grasrótarhreyfingar. Ná til ungs fólks í gegnum samfélagsmiðlaherferðir og fræðsluverkefni. Halda viðburði 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna til að hvetja til aðgerða. Hvetja alla til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda og krefjast raunverulegra aðgerða. Láta í okkur heyra ef við upplifum eða sjáum ójafnrétti í orðum eða gjörðum Styðja við grasrót kvennasamtaka svo við getum haldið baráttunni áfram Af hverju kemur mér þetta við? Sumir spyrja: „Ég hef það fínt, af hverju ætti ég að taka þátt?“ Svarið er einfalt: Þú stendur á öxlum þeirra sem börðust fyrir þeim réttindum sem þú nýtur í dag. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér – það þarf stöðuga baráttu til að viðhalda því. Því verðum við að ná til allra hópa, þá sérstaklega þeirra sem eru jaðarsettir í samfélaginu, svo sem erlendra kvenna, hinsegin fólks og fatlaðra,“ útskýrir Stella. „Jafnrétti hefur aldrei fallið af himnum ofan heldur hefur þurft að berjast fyrir því kynslóð eftir kynslóð. Það sem hefur áunnist er hægt að taka til baka með einu pennastriki – eins og við höfum séð í Afganistan, Bandaríkjunum og víðar. Þess vegna er samstaða mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Snorri Sturluson Ísland er einn besti staður í heimi til að vera kona – en það gerðist ekki af sjálfu sér. Það gerðist vegna baráttu kynslóða sem komu á undan okkur. Við eigum ekki að líta á jafnréttisbaráttuna sem eitthvað sem kemur í veg fyrir velmegun, heldur sem forsendu hennar. Þar sem jafnrétti ríkir, ríkir einnig friður og stöðugleiki. Þar sem jafnrétti er afnumið, þar vex kúgun og óréttlæti. Við á Íslandi erum vonarglæta í myrkrinu og með sameinuðum kröftum getum við snúið þróuninni við áfram veginn.“ Öll velkomin á laugardaginn „Við viljum hvetja öll til að mæta á viðburð UN Women á Íslandi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, laugardaginn 8. mars á gamla NASA við Austurvöll (Sjálfstæðissalurinn). Húsið opnar kl. 14.30 og dagskrá hefst kl. 15.00. Dagskráin verður einstaklega glæsileg og fjölbreytt og mun einkennast af samstöðu og baráttuanda. Viðburðurinn er opinn öllum og verður einnig streymt á Vísi. Við viljum sérstaklega þakka stjórnvöldum og þeim fyrirtækjum sem hafa gert okkur kleift að fara af stað með þessa herferð, ásamt öllu því magnaða listafólki sem hefur tekið þátt með okkur, án þeirra væri þetta ekki hægt. Við vitum öll að því fylgir ábyrgð að vera fremst í flokki, en á sama tíma viljum við líka að Ísland verði fyrsta landið í heiminum þar sem ríkir jafnrétti." Jafnréttismál Mannréttindi Kvennaverkfall Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira
March Forward, heimsherferð UN Women var því ýtt úr vör nú á mánudaginn 3. mars undir forystu UN Women á Íslandi. Allar þrettán landsnefndir UN Women og höfuðstöðvar UN Women taka þátt. Hulunni verður formlega svipt af herferðinni með viðburði í gamla NASA við Austurvöll, Sjálfstæðissalurinn, laugardaginn 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Florian Hofer Photo Aukið bakslag og þörf á nýrri sýn „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að standa öll saman, líka karlmenn, og tala um réttindi allra því þrátt fyrir sögulegar framfarir í réttindum kvenna og hinsegin fólks, sjáum við alvarlegt bakslag víða um heim. Áunnin réttindi eru tekin af, raddir kvenna eru þaggaðar niður og ofbeldi gegn konum eykst. Í sumum löndum mega konur ekki tjá sig opinberlega, og víða dregur úr stuðningi við konur í leiðtogastöðum, sérstaklega meðal ungra karlmanna. Á Íslandi hefur þátttaka kvenna í stjórnmálum aukist og í fyrsta sinn í sögu Íslands eru konur leiðandi í öllum helstu embættum landsins, en samtímis sjáum við einnig merki hér um alþjóðlega þróun sem ógnar jafnrétti. Þá hefur umræðan um jafnrétti oft verið afvegaleidd þar sem upplýsingaóreiða og rangfærslur eru notaðar til að veikja baráttuna,“ útskýrir Stella. UN Women hafi bent á þessi teikn á lofti árum saman og nú horfum við upp á að þau hafi raungerst á síðustu vikum og mánuðum. Hún segir dæmin blasa við okkur. „Í Afganistan voru konur orðnar þátttakendur í öllu samfélaginu, menntuðu sig, tóku þátt í atvinnulífinu, störfuðu í stjórnmálum en á einu augabragði er það búið og nú má ekki heyrast í röddum þeirra. Við getum ekki hugsað „þetta getur ekki gerst hér!“ Við bjuggumst ekki við þróuninni sem er að eiga sér stað í Bandaríkjunum, ríki í nálægð við okkur og okkar hugmyndafræði en við sjáum þar þessa öfgahyggju sem er að breiðast út um heiminn, þar sem réttindi kvenna og hinsegin fólks eiga ekki upp á pallborðið og er litið á sem ógn við heimsmyndi ákveðinna hópa.“ Tími kominn á alþjóðlega samstöðu og Ísland leiðir Kvennaverkfallið á Íslandi árið 2023 þar sem konur og kvár sameinuðust á Arnarhóli, vakti mikla athygli um heim allan. Stella segir skilaboðin hafa verið skýr: jafnrétti er ekki sjálfsagt og baráttan fyrir því heldur áfram. UN Women Ísland var í framkvæmdastjórn Kvennaverkfallsins og í kjölfarið bárust fyrirspurnir víða að og ljóst var að Ísland, sem eitt framsæknasta land heims í jafnréttismálum, gæti haft forystu í alþjóðlegri samstöðu. Spurningin sem brann á vörum margra var: Er ekki kominn tími til að sameinast í baráttunni á heimsvísu? Táknrænt sé að blása til sóknar nú í ár þar sem 2025 er stórt jafnréttisár. Snorri Sturluson „Það eru 50 ár frá fyrsta kvennaverkfallinu á Íslandi, 30 ár síðan Peking-sáttmálinn var undirritaður – en þó ekki að fullu framkvæmdur – og 15 ár frá stofnun UN Women. Einnig eru liðin 25 ár frá samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi. Þessi tímamót kalla á aðgerðir án þess að endurtaka fyrri aðferðir. Þess í stað er þörf á nýrri nálgun sem eflir samstöðu og eykur áhrif jafnréttishreyfinga á alþjóðavettvangi,“ útskýrir Stella. Samstaða á heimsvísu – hvað getum við gert? Við getum öll gert eitthvað hvort sem við erum stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar. Efla samstöðu með því að kalla saman stjórnvöld, fyrirtæki og grasrótarhreyfingar. Ná til ungs fólks í gegnum samfélagsmiðlaherferðir og fræðsluverkefni. Halda viðburði 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna til að hvetja til aðgerða. Hvetja alla til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda og krefjast raunverulegra aðgerða. Láta í okkur heyra ef við upplifum eða sjáum ójafnrétti í orðum eða gjörðum Styðja við grasrót kvennasamtaka svo við getum haldið baráttunni áfram Af hverju kemur mér þetta við? Sumir spyrja: „Ég hef það fínt, af hverju ætti ég að taka þátt?“ Svarið er einfalt: Þú stendur á öxlum þeirra sem börðust fyrir þeim réttindum sem þú nýtur í dag. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér – það þarf stöðuga baráttu til að viðhalda því. Því verðum við að ná til allra hópa, þá sérstaklega þeirra sem eru jaðarsettir í samfélaginu, svo sem erlendra kvenna, hinsegin fólks og fatlaðra,“ útskýrir Stella. „Jafnrétti hefur aldrei fallið af himnum ofan heldur hefur þurft að berjast fyrir því kynslóð eftir kynslóð. Það sem hefur áunnist er hægt að taka til baka með einu pennastriki – eins og við höfum séð í Afganistan, Bandaríkjunum og víðar. Þess vegna er samstaða mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Snorri Sturluson Ísland er einn besti staður í heimi til að vera kona – en það gerðist ekki af sjálfu sér. Það gerðist vegna baráttu kynslóða sem komu á undan okkur. Við eigum ekki að líta á jafnréttisbaráttuna sem eitthvað sem kemur í veg fyrir velmegun, heldur sem forsendu hennar. Þar sem jafnrétti ríkir, ríkir einnig friður og stöðugleiki. Þar sem jafnrétti er afnumið, þar vex kúgun og óréttlæti. Við á Íslandi erum vonarglæta í myrkrinu og með sameinuðum kröftum getum við snúið þróuninni við áfram veginn.“ Öll velkomin á laugardaginn „Við viljum hvetja öll til að mæta á viðburð UN Women á Íslandi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, laugardaginn 8. mars á gamla NASA við Austurvöll (Sjálfstæðissalurinn). Húsið opnar kl. 14.30 og dagskrá hefst kl. 15.00. Dagskráin verður einstaklega glæsileg og fjölbreytt og mun einkennast af samstöðu og baráttuanda. Viðburðurinn er opinn öllum og verður einnig streymt á Vísi. Við viljum sérstaklega þakka stjórnvöldum og þeim fyrirtækjum sem hafa gert okkur kleift að fara af stað með þessa herferð, ásamt öllu því magnaða listafólki sem hefur tekið þátt með okkur, án þeirra væri þetta ekki hægt. Við vitum öll að því fylgir ábyrgð að vera fremst í flokki, en á sama tíma viljum við líka að Ísland verði fyrsta landið í heiminum þar sem ríkir jafnrétti."
Jafnréttismál Mannréttindi Kvennaverkfall Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira