„Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2025 21:22 Hús við Nátthaga sem er umlukið sjó sem flætt hefur upp á land. Vísir/Bjarki Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda. Aftakaveður hefur gengið yfir Suðurnesin síðustu daga. Í gær losnuðu bátar sem lágu við Sandgerðishöfn og einn kastaðist upp á bryggjuna. Þá var þak við það að fjúka af húsi í Sandgerði og þurfti björgunarsveit að taka þakjárnið af húsinu og koma því inn. Við Nátthaga, rétt utan við Sandgerði, var allt á floti þegar fréttastofu bar að garði í dag. Vatn hafði flætt langt upp á land en Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir mikið hafa gengið þar á. „Það voru mjög krefjandi aðstæður hérna um helgina. Það var mikill vindur og læti. Mikill áhlaðandi samfara stórstreymi og háflæði. Allt er þetta eitruð blanda. Það flæddi víða hérna í Suðurnesjabæ með ströndinni, óvenju mikið,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Bæjaryfirvöld hafi lengi reynt að vekja athygli á því að það þurfi að stórefla sjóflóðavarnir á svæðinu. „Því miður hefur okkur ekki orðið nógu ágengt í því. Við höfum sýnt fram á með alls konar gögnum ákveðna hættu á ákveðnum stöðum. Það liggur allt fyrir og er að raungerast þessa dagana sem við höfum óttast og verið að benda á. Það er alveg klárt mál að það þarf að ráðast í miklu meiri sjóflóðavarnir. Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir, ein tegund af náttúruhamförum sem áttu sér stað hér um helgina,“ segir Magnús. Sjórinn var til vandræða á fleiri stöðum um helgina. Í Reykjavík náði flóð langt upp á land úti á Granda og varð þar mikið tjón. Í Vogum á Vatnsleysuströnd er búið að loka bryggjunni vegna tjóns. „Við könnumst við ofanflóð, snjóflóð og aurflóð. Í raun og veru mætti skilgreina þetta á sama hátt,“ segir Magnús. Veður Náttúruhamfarir Vogar Suðurnesjabær Hafnarmál Tengdar fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11 Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43 Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Aftakaveður hefur gengið yfir Suðurnesin síðustu daga. Í gær losnuðu bátar sem lágu við Sandgerðishöfn og einn kastaðist upp á bryggjuna. Þá var þak við það að fjúka af húsi í Sandgerði og þurfti björgunarsveit að taka þakjárnið af húsinu og koma því inn. Við Nátthaga, rétt utan við Sandgerði, var allt á floti þegar fréttastofu bar að garði í dag. Vatn hafði flætt langt upp á land en Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir mikið hafa gengið þar á. „Það voru mjög krefjandi aðstæður hérna um helgina. Það var mikill vindur og læti. Mikill áhlaðandi samfara stórstreymi og háflæði. Allt er þetta eitruð blanda. Það flæddi víða hérna í Suðurnesjabæ með ströndinni, óvenju mikið,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Bæjaryfirvöld hafi lengi reynt að vekja athygli á því að það þurfi að stórefla sjóflóðavarnir á svæðinu. „Því miður hefur okkur ekki orðið nógu ágengt í því. Við höfum sýnt fram á með alls konar gögnum ákveðna hættu á ákveðnum stöðum. Það liggur allt fyrir og er að raungerast þessa dagana sem við höfum óttast og verið að benda á. Það er alveg klárt mál að það þarf að ráðast í miklu meiri sjóflóðavarnir. Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir, ein tegund af náttúruhamförum sem áttu sér stað hér um helgina,“ segir Magnús. Sjórinn var til vandræða á fleiri stöðum um helgina. Í Reykjavík náði flóð langt upp á land úti á Granda og varð þar mikið tjón. Í Vogum á Vatnsleysuströnd er búið að loka bryggjunni vegna tjóns. „Við könnumst við ofanflóð, snjóflóð og aurflóð. Í raun og veru mætti skilgreina þetta á sama hátt,“ segir Magnús.
Veður Náttúruhamfarir Vogar Suðurnesjabær Hafnarmál Tengdar fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11 Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43 Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11
Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28