Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 5. mars 2025 08:30 Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki. Fréttir um að Icelandair ætli að hætta flugi til Ísafjarðar á næsta ári komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ríki og sveitarfélög verða að bregaðst strax við og það er fagnaðarefni að samgönguráðherra hefur nú þegar lýst yfir að flugsamgöngur við Ísafjörð verði tryggðar. Innanlandsflugið skiptir miklu máli fyrir byggðir fjarri höfðuðborgarsvæðinu. Íbúar þurfa að sækja ýmsa grundvallarþjónustu til höfuðborgarinnar eins og heilbrigðisþjónustu,stjórnsýslu og verslun og þar eru helstu menntastofnanir landsins. Þá er flugið mikilvæg stoð í allri menningarstarfsemi fyrir vestan og tryggir íbúum á norðanverðum Vestfjörðum eðilegan aðgang þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og tengsl við millilandaflugið. Atvinnulífið kallar á flugsamgöngur. Atvinnulíf hefur verið að byggjast hratt upp undanfarin ár á Vestfjörðum með öflugu fiskeldi og ferðaþjónustu þar sem flugið gegnir lykilhlutverki. Fjölmörg afleidd störf hafa skapast í kringum þessar atvinnugreinar. Öruggar flugsamgöngur er mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu, nauðsynlegur valkostur fyrir íbúa svæðisins og hluti af almenningssamgöngum í nútímasamfélagi. Flugfar er dýrt og efla þarf Loftbrúna Það er vissulega orðið dýrt að fljúga innanlands en niðurgreiðslur í gegnum Loftbrúna til íbúa þessara staða hafa skipt miklu máli. Þar er í raun um ríkisstyrk að ræða til flugfélaga. Isavia hefur hins vegar lagt á bílastæðagjöld á Reykjarvíkurflugvelli sem eru of mikil og ósanngjörn og þau þarf að endurskoða strax. Bættar vegasamgöngur koma ekki í stað Innanlandsflugs Þótt vegasamgöngur fari hægt og bítandi batnandi koma þær ekki í staðinn fyrir flug til og frá þeim byggðum sem eru fjærst höfuðborgarsvæðinu. Það tekur þrátt fyrir allt fimm til sex klukkustundir að aka þessa vegalengd. Fólk sem þarf að komast til læknis eða sinna öðrum erindum á sem skemmstum tíma vinnu sinnar vegna eða eldra fólk sem hætt er að keyra treystir á flugið. Áætlanaflug er líka nýtt til sjúkraflugs í mörgum tilfellum. Icelandair hefur fengið mikinn stuðning frá stjórnvöldum Icelandair réttlætir ákvörðun sína með skipulagsbreytingum. Flugvélarnar sem nýttar hafi verið fyrir flug til Ísafjarðar hafi einnig verið notaðar í flug til Grænlands. Nú sé búið að leggja stærri flugbrautir á Grænlandi og því geti félagið flogið stærri flugvélum þangað. Þar af leiðandi verði óhagkvæmt fyrir félagið að halda áfram rekstri minni flugvélategundarinnar í flota félagsins. Alls kyns flugvélar og jafnvel minni þotur hafa lent á Ísafjarðarflugvelli í gegnum árin. Það er erfitt að trúa því að stærri flugvélar Icelandair í innanlandsflugi geti ekki lent á Ísafirði og tekið á loft þaðan. En kannski snýst þetta um sætanýtingu, að Icelandair treysti sér ekki til að selja fleiri sæti til og frá Ísafirði. Þetta þarf að skoða betur. Icelandair hefu fengið mikinn stuðning í gegnum árin frá ríkinu sem meðal annars hefur verið rökstutt með þjóðaröryggi varðandi samgöngur við landið. Félagið fékk einnig milljarða stuðning frá ríkinu í Covid faraldrinum til að tryggja launagreiðslur til starfsmanna. Þess vegna er eðilegt að gera vissar kröfur til þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð og vilja til að halda áfram flugi til Ísafjarðar við breyttar aðstæður hjá félaginu. Önnur flugfélög geta sinnt flugi til Ísafjarðar Þegar upp er staðið mun þetta snúast um samninga við þau flugfélög sem koma til greina og geta sinnt flugi til Ísafjarðar. Í því samhengi þarf að skoða allt innanlandsflug í heildarsamhengi og í samhengi við mögulega niðurgreiðslu ríkisins í innanlandsflugi eins og gert hefur verið með Loftbrúnni . Ég treysti því að samgönguráðherra og stjórnvöld í heild vinni hratt að því að tryggja flugsamgöngur til Ísafjarðar til framtíðar, hvort sem það verður gert með útboði eða beinum samningum við þau flugfélög sem sinnt hafa innanlandsflugi á landinu undanfarin ár. Óvissa má ekki ríkja í þessum mikilvægu samgöngumálum Vestfirðinga. Framtíð og fyrirsjáanleiki varðandi áætlunarflug til Ísafjarðar er stórt öryggis- og byggðamál fyrir fólk og fyrirtæki á Vestfjörðum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Flokkur fólksins Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki. Fréttir um að Icelandair ætli að hætta flugi til Ísafjarðar á næsta ári komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ríki og sveitarfélög verða að bregaðst strax við og það er fagnaðarefni að samgönguráðherra hefur nú þegar lýst yfir að flugsamgöngur við Ísafjörð verði tryggðar. Innanlandsflugið skiptir miklu máli fyrir byggðir fjarri höfðuðborgarsvæðinu. Íbúar þurfa að sækja ýmsa grundvallarþjónustu til höfuðborgarinnar eins og heilbrigðisþjónustu,stjórnsýslu og verslun og þar eru helstu menntastofnanir landsins. Þá er flugið mikilvæg stoð í allri menningarstarfsemi fyrir vestan og tryggir íbúum á norðanverðum Vestfjörðum eðilegan aðgang þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og tengsl við millilandaflugið. Atvinnulífið kallar á flugsamgöngur. Atvinnulíf hefur verið að byggjast hratt upp undanfarin ár á Vestfjörðum með öflugu fiskeldi og ferðaþjónustu þar sem flugið gegnir lykilhlutverki. Fjölmörg afleidd störf hafa skapast í kringum þessar atvinnugreinar. Öruggar flugsamgöngur er mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu, nauðsynlegur valkostur fyrir íbúa svæðisins og hluti af almenningssamgöngum í nútímasamfélagi. Flugfar er dýrt og efla þarf Loftbrúna Það er vissulega orðið dýrt að fljúga innanlands en niðurgreiðslur í gegnum Loftbrúna til íbúa þessara staða hafa skipt miklu máli. Þar er í raun um ríkisstyrk að ræða til flugfélaga. Isavia hefur hins vegar lagt á bílastæðagjöld á Reykjarvíkurflugvelli sem eru of mikil og ósanngjörn og þau þarf að endurskoða strax. Bættar vegasamgöngur koma ekki í stað Innanlandsflugs Þótt vegasamgöngur fari hægt og bítandi batnandi koma þær ekki í staðinn fyrir flug til og frá þeim byggðum sem eru fjærst höfuðborgarsvæðinu. Það tekur þrátt fyrir allt fimm til sex klukkustundir að aka þessa vegalengd. Fólk sem þarf að komast til læknis eða sinna öðrum erindum á sem skemmstum tíma vinnu sinnar vegna eða eldra fólk sem hætt er að keyra treystir á flugið. Áætlanaflug er líka nýtt til sjúkraflugs í mörgum tilfellum. Icelandair hefur fengið mikinn stuðning frá stjórnvöldum Icelandair réttlætir ákvörðun sína með skipulagsbreytingum. Flugvélarnar sem nýttar hafi verið fyrir flug til Ísafjarðar hafi einnig verið notaðar í flug til Grænlands. Nú sé búið að leggja stærri flugbrautir á Grænlandi og því geti félagið flogið stærri flugvélum þangað. Þar af leiðandi verði óhagkvæmt fyrir félagið að halda áfram rekstri minni flugvélategundarinnar í flota félagsins. Alls kyns flugvélar og jafnvel minni þotur hafa lent á Ísafjarðarflugvelli í gegnum árin. Það er erfitt að trúa því að stærri flugvélar Icelandair í innanlandsflugi geti ekki lent á Ísafirði og tekið á loft þaðan. En kannski snýst þetta um sætanýtingu, að Icelandair treysti sér ekki til að selja fleiri sæti til og frá Ísafirði. Þetta þarf að skoða betur. Icelandair hefu fengið mikinn stuðning í gegnum árin frá ríkinu sem meðal annars hefur verið rökstutt með þjóðaröryggi varðandi samgöngur við landið. Félagið fékk einnig milljarða stuðning frá ríkinu í Covid faraldrinum til að tryggja launagreiðslur til starfsmanna. Þess vegna er eðilegt að gera vissar kröfur til þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð og vilja til að halda áfram flugi til Ísafjarðar við breyttar aðstæður hjá félaginu. Önnur flugfélög geta sinnt flugi til Ísafjarðar Þegar upp er staðið mun þetta snúast um samninga við þau flugfélög sem koma til greina og geta sinnt flugi til Ísafjarðar. Í því samhengi þarf að skoða allt innanlandsflug í heildarsamhengi og í samhengi við mögulega niðurgreiðslu ríkisins í innanlandsflugi eins og gert hefur verið með Loftbrúnni . Ég treysti því að samgönguráðherra og stjórnvöld í heild vinni hratt að því að tryggja flugsamgöngur til Ísafjarðar til framtíðar, hvort sem það verður gert með útboði eða beinum samningum við þau flugfélög sem sinnt hafa innanlandsflugi á landinu undanfarin ár. Óvissa má ekki ríkja í þessum mikilvægu samgöngumálum Vestfirðinga. Framtíð og fyrirsjáanleiki varðandi áætlunarflug til Ísafjarðar er stórt öryggis- og byggðamál fyrir fólk og fyrirtæki á Vestfjörðum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun