Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2025 13:52 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Arnar Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar frétta af uppsögnum 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent bréf til bæði Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska þar sem minnt á að stöðva skuli aðgerðir sem tengist samruna kjötvinnslustöðva. Bent er á að uppsagnir á starfsfólki geti verið liður í framkvæmd samruna. Greint er frá þessu á vef Samkeppniseftirlitsins í dag. Í bréfunum til KS og KN er jafnframt áréttað að til skoðunar geti komið hvort kaup KS á KN hafi samræmst gildandi lögum í ljósi nýlegs dóms héraðsdóms. Fréttir bárust af því á mánudainnn að Kjarnafæði Norðlenska hefði sagt upp 23 af 28 starfsmönnum í hagræðingarskyni. Ákvörðun hefði verið tekin um að sauðfé yrði ekki slátrað á Blönduósi haustið 2025. Samkeppniseftirlitið bendir á heimasíðu sinni á að með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í nóvember síðastliðinn, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum frá vorinu 2024, sem heimili kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi. „Vegna dómsins ritaði Samkeppniseftirlitið kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf, dags. 19. nóvember 2024, þar sem því var m.a. beint til þeirra að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið gætu gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli umræddra undanþáguheimilda,“ segir á heimasíðunni. Stöðvi aðgerðir Fram kemur að þegar héraðsdómur hafi fallið hafi samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á eignarhlutum í Kjarnafæði Norðlenska (KN) þegar átt sér stað, en starfsemi SAH afurða á Blönduósi sé í eigu síðarnefnda félagsins. „Í tilefni af nýlegum fréttaflutningi af uppsögnum á starfsmönnum sláturhúss SAH Afurða hefur Samkeppniseftirlitið ritað KS og KN bréf, dags. 4. mars sl., þar sem minnt er á efni fyrra bréfs frá 19. nóvember sl. Sérstaklega er minnt á að eftirlitið hafi beint því til afurðastöðva að stöðva aðgerðir sem tengdust m.a. samrunum afurðastöðva. Möguleg samkeppnislagabrot gætu komið til skoðunar Jafnframt er í bréfinu áréttað að til skoðunar geti komið hvort kaup KS á KN hafi samræmst gildandi lögum, í ljósi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Af sömu ástæðum geti á síðari stigum komið til athugunar hvort ráðstafanir í rekstri félaganna feli í sér brot á samkeppnislögum eða ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Uppsagnir á starfsfólki geta verið liður í framkvæmd samruna.“ Ennfremur segir að Hæstiréttur Íslands hefði orðið við beiðni Samkeppniseftirlitsins um áfrýjunarleyfi og hafi eftirlitið áfrýjað dómi héraðsdóms til réttarins. „Ákvörðun um frekari athuganir vegna framangreinds ráðast m.a. af niðurstöðu Hæstaréttar. Fjallað er nánar um ákvörðun um áfrýjun dómsins í frétt eftirlitsins, dags. 2. desember 2024, sem aðgengileg er hér. Með tilkynningu þessari eru athygli kjötafurðastöðva og annarra hagsmunaaðila vakin á framangreindu,“ segir á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnismál Húnabyggð Kaup og sala fyrirtækja Búvörusamningar Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhúss SAH afurða á Blönduósi sagt upp á föstudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum Norðlenska Kjarnafæðis. Sveitarstjóri segir uppsagnirnar mikið högg fyrir allt samfélagið. 3. mars 2025 15:20 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Samkeppniseftirlitsins í dag. Í bréfunum til KS og KN er jafnframt áréttað að til skoðunar geti komið hvort kaup KS á KN hafi samræmst gildandi lögum í ljósi nýlegs dóms héraðsdóms. Fréttir bárust af því á mánudainnn að Kjarnafæði Norðlenska hefði sagt upp 23 af 28 starfsmönnum í hagræðingarskyni. Ákvörðun hefði verið tekin um að sauðfé yrði ekki slátrað á Blönduósi haustið 2025. Samkeppniseftirlitið bendir á heimasíðu sinni á að með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í nóvember síðastliðinn, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum frá vorinu 2024, sem heimili kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi. „Vegna dómsins ritaði Samkeppniseftirlitið kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf, dags. 19. nóvember 2024, þar sem því var m.a. beint til þeirra að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið gætu gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli umræddra undanþáguheimilda,“ segir á heimasíðunni. Stöðvi aðgerðir Fram kemur að þegar héraðsdómur hafi fallið hafi samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á eignarhlutum í Kjarnafæði Norðlenska (KN) þegar átt sér stað, en starfsemi SAH afurða á Blönduósi sé í eigu síðarnefnda félagsins. „Í tilefni af nýlegum fréttaflutningi af uppsögnum á starfsmönnum sláturhúss SAH Afurða hefur Samkeppniseftirlitið ritað KS og KN bréf, dags. 4. mars sl., þar sem minnt er á efni fyrra bréfs frá 19. nóvember sl. Sérstaklega er minnt á að eftirlitið hafi beint því til afurðastöðva að stöðva aðgerðir sem tengdust m.a. samrunum afurðastöðva. Möguleg samkeppnislagabrot gætu komið til skoðunar Jafnframt er í bréfinu áréttað að til skoðunar geti komið hvort kaup KS á KN hafi samræmst gildandi lögum, í ljósi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Af sömu ástæðum geti á síðari stigum komið til athugunar hvort ráðstafanir í rekstri félaganna feli í sér brot á samkeppnislögum eða ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Uppsagnir á starfsfólki geta verið liður í framkvæmd samruna.“ Ennfremur segir að Hæstiréttur Íslands hefði orðið við beiðni Samkeppniseftirlitsins um áfrýjunarleyfi og hafi eftirlitið áfrýjað dómi héraðsdóms til réttarins. „Ákvörðun um frekari athuganir vegna framangreinds ráðast m.a. af niðurstöðu Hæstaréttar. Fjallað er nánar um ákvörðun um áfrýjun dómsins í frétt eftirlitsins, dags. 2. desember 2024, sem aðgengileg er hér. Með tilkynningu þessari eru athygli kjötafurðastöðva og annarra hagsmunaaðila vakin á framangreindu,“ segir á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppnismál Húnabyggð Kaup og sala fyrirtækja Búvörusamningar Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhúss SAH afurða á Blönduósi sagt upp á föstudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum Norðlenska Kjarnafæðis. Sveitarstjóri segir uppsagnirnar mikið högg fyrir allt samfélagið. 3. mars 2025 15:20 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06
Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhúss SAH afurða á Blönduósi sagt upp á föstudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum Norðlenska Kjarnafæðis. Sveitarstjóri segir uppsagnirnar mikið högg fyrir allt samfélagið. 3. mars 2025 15:20