FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 15:01 Lionel Messi með HM-styttuna eftir að Argentína vann síðasta 32 þjóða mótið, í Katar 2022. Getty/Marc Atkins Möguleikar Íslands á að komast aftur á HM í fótbolta gætu aukist ef hugmyndir um enn frekari stækkun mótsins ganga eftir. Til greina kemur að fjölga þátttökuþjóðum í 64 fyrir HM 2030. Frá þessu greinir New York Times og segist hafa heimildir fyrir því að FIFA hafi borist fyrirspurn þessa efnis frá einum af gestgjöfum HM 2030. Tilefnið er hundrað ára afmæli HM og gengur hugmyndin út á að fagna því með því að 64 af 211 aðildarþjóðum FIFA verði með á mótinu í þetta eina sinn. Samkvæmt New York Times tók Gianni Infantino, forseti FIFA, vel í hugmyndina. Á HM í Katar 2022 tóku 32 þjóðir þátt en mótið hefur nú verið stækkað og verða 48 þjóðir með á HM á næsta ári, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. HM 2030 fer svo fram í Marokkó, Portúgal og Spáni, auk þess sem stakir leikir fara fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þetta verður því fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í þremur heimsálfum, og nú mögulega það langfjölmennasta hingað til. Sætt hefur gagnrýni að mótinu sé dreift svo víða, með tilheyrandi löngum ferðalögum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hefur FIFA verið sakað um að dreifa mótinu í þrjár heimsálfur til að tryggja að Sádi-Arabía gæti fengið HM 2034 því aðeins Asía og Eyjaálfa komu þá til greina sem gestgjafar og voru Sádar þeir einu sem sóttu um að halda mótið. Það að halda HM í Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnt vegna mannréttindabrota þar í landi. Eins og fyrr segir fer næsta heimsmeistaramót fram í Norður-Ameríku, 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Vegna fjölgunar liða í 48 þá verða leikirnir á mótinu 104 talsins í stað 64 áður. Íslenska landsliðið, sem mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars, byrjar undankeppni HM 5. september með leik við Aserbaídsjan. Liðin eru einnig í riðli með Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu núna í mars. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM og liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2034 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og segist hafa heimildir fyrir því að FIFA hafi borist fyrirspurn þessa efnis frá einum af gestgjöfum HM 2030. Tilefnið er hundrað ára afmæli HM og gengur hugmyndin út á að fagna því með því að 64 af 211 aðildarþjóðum FIFA verði með á mótinu í þetta eina sinn. Samkvæmt New York Times tók Gianni Infantino, forseti FIFA, vel í hugmyndina. Á HM í Katar 2022 tóku 32 þjóðir þátt en mótið hefur nú verið stækkað og verða 48 þjóðir með á HM á næsta ári, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. HM 2030 fer svo fram í Marokkó, Portúgal og Spáni, auk þess sem stakir leikir fara fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þetta verður því fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í þremur heimsálfum, og nú mögulega það langfjölmennasta hingað til. Sætt hefur gagnrýni að mótinu sé dreift svo víða, með tilheyrandi löngum ferðalögum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hefur FIFA verið sakað um að dreifa mótinu í þrjár heimsálfur til að tryggja að Sádi-Arabía gæti fengið HM 2034 því aðeins Asía og Eyjaálfa komu þá til greina sem gestgjafar og voru Sádar þeir einu sem sóttu um að halda mótið. Það að halda HM í Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnt vegna mannréttindabrota þar í landi. Eins og fyrr segir fer næsta heimsmeistaramót fram í Norður-Ameríku, 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Vegna fjölgunar liða í 48 þá verða leikirnir á mótinu 104 talsins í stað 64 áður. Íslenska landsliðið, sem mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars, byrjar undankeppni HM 5. september með leik við Aserbaídsjan. Liðin eru einnig í riðli með Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu núna í mars. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM og liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2034 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira