Annað Starship sprakk í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 10:35 Frá geimskoti Starship í Texas í gær. AFP/Brandon Bell Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili. Starship var skotið á loft frá höfuðstöðvum SpaceX í Texas. Geimskotið fór vel af stað en eftir nokkrar mínútur misstu starfsmenn fyrirtækisins samband við Starship og síðan slökknaði á einhverjum hreyflum þess. Geimskipið átti að falla til jarðar yfir Indlandshafi eftir um klukkustundar flug en eins og áður segir sprakk það í loft upp í um 150 kílómetra hæð, skömmu eftir flugtak. Ekki liggur fyrir hvort sjálfvirkt kerfi geimfarsins hafi sprengt það í loft upp eftir að sambandið slitnaði eða það hafi fyrst sprungið vegna einhvers galla eða mistaka. Þótt geimskip þetta hafi sprungið í loft upp, eins og það síðasta, tókst aftur að grípa Super Heavy eldflaugina, sem er á stærð við turn Hallgrímskirkju. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/JFeJSdnQ5x— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Á myndbandinu hér að neðan má fyrst sjá þegar Starship brotnar upp í háloftunum og síðan nokkur myndskeið sem tekin voru á jörðu niðri af braki brenna upp. Á að flytja menn og birgðir til tunglsins Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. With a test like this, success comes from what we learn, and today’s flight will help us improve Starship’s reliability. We will conduct a thorough investigation, in coordination with the FAA, and implement corrective actions to make improvements on future Starship flight tests… pic.twitter.com/3ThPm0Yzky— SpaceX (@SpaceX) March 7, 2025 Þetta var áttunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug. Sjá einnig: Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Eins og síðast bar Starship einnig Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að prófa að koma þeim á braut um jörðu með geimfarinu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship, sem á að geta borið miklu fleiri gervihnetti. Brakið úr Starship sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni. We saw the Starship 8 breakup in the upper atmosphere and fall back to earth from the ISS. pic.twitter.com/ZhDoGTCvS4— Don Pettit (@astro_Pettit) March 7, 2025 Bandaríkin SpaceX Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Starship var skotið á loft frá höfuðstöðvum SpaceX í Texas. Geimskotið fór vel af stað en eftir nokkrar mínútur misstu starfsmenn fyrirtækisins samband við Starship og síðan slökknaði á einhverjum hreyflum þess. Geimskipið átti að falla til jarðar yfir Indlandshafi eftir um klukkustundar flug en eins og áður segir sprakk það í loft upp í um 150 kílómetra hæð, skömmu eftir flugtak. Ekki liggur fyrir hvort sjálfvirkt kerfi geimfarsins hafi sprengt það í loft upp eftir að sambandið slitnaði eða það hafi fyrst sprungið vegna einhvers galla eða mistaka. Þótt geimskip þetta hafi sprungið í loft upp, eins og það síðasta, tókst aftur að grípa Super Heavy eldflaugina, sem er á stærð við turn Hallgrímskirkju. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/JFeJSdnQ5x— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Á myndbandinu hér að neðan má fyrst sjá þegar Starship brotnar upp í háloftunum og síðan nokkur myndskeið sem tekin voru á jörðu niðri af braki brenna upp. Á að flytja menn og birgðir til tunglsins Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. With a test like this, success comes from what we learn, and today’s flight will help us improve Starship’s reliability. We will conduct a thorough investigation, in coordination with the FAA, and implement corrective actions to make improvements on future Starship flight tests… pic.twitter.com/3ThPm0Yzky— SpaceX (@SpaceX) March 7, 2025 Þetta var áttunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug. Sjá einnig: Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Eins og síðast bar Starship einnig Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að prófa að koma þeim á braut um jörðu með geimfarinu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship, sem á að geta borið miklu fleiri gervihnetti. Brakið úr Starship sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni. We saw the Starship 8 breakup in the upper atmosphere and fall back to earth from the ISS. pic.twitter.com/ZhDoGTCvS4— Don Pettit (@astro_Pettit) March 7, 2025
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira