Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 13:50 Luigi Mangione í dómsal þann 21. febrúar vegna dómsmáls sem varðar morðið á Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare. Mangione er sakaður um að myrða forstjórann. Getty Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. Mynd af bréfi frá Mangione til hjúkrunarfræðinemans E. Genevieve hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndin birtist upphaflega á kínverska miðlinum Rednote en fjölmagir Bandaríkjamenn flúðu þangað eftir að TikTok var lokað. „Rútínan mín felur í sér lestur, át á fullt af ramen, líkamsrækt og samveru með sambræðrum mínum hér. Við erum með skákkvöld á miðvikudögum sem er góð leið til gera sér eitthvað til dægrastyttingar,“ segir Mangione í bréfinu. Bréfið sem Luigi á að hafa sent til Genevieve er merkt tölvukerfi bandarísku fangelsismálastofnuninarinnar, TRULINCS. Hann fagnar því að hjúkrunarfræðineminn sé bókaormur og mælir með því að hún lesi bókina Self-Compassion: The Proven Power of Being Kind to Yourself eftir Kristinu Neff. Sú bók hafi hjálpað honum á fyrsta ári í háskóla (e. college). Greinilegt er að konan hefur gengið í gegnum einhverja erfiðleika og opnað sig við Mangione um þá en búið er að afmá upplýsingar um þá. „Ég skil þá tilfinningu að vilja stundum gefast upp. Að þræða manndómsárin getur verið erfitt en ég trúi því að við getum öll fundið leið okkar í gegnum þau,“ segir hann svo í bréfinu og óskar henni góðs gengis við útskrift. Snortinn vegna bréfs einstæðrar móður Mangione hefur lýst yfir sakleysi sínu í tengslum við morðið á Brian Thompson, fyrrverandi forstjóra UnitedHealthcare. Frá því hann var fangelsaður hafa honum borist þúsundir bréfa frá stuðningsmönnum og öðru áhugasömum. Fyrr í vikunni birti blaðamaðurinn Ashley Shelby mynd á Substack-síðunni „Bartleby on Trial“ af öðru bréfi sem Mangione sendi í desember til einstæðu móðurinnar. Hin 66 ára Karen hafði frétt af máli Mangione og ákveðið að senda honum bréf til að greina frá persónulegum efiðleikum sínum í samskiptum við tryggingafyrirtækið UnitedHealthcare. Hún hafi í marga mánuði staðið í stappi við tryggingafyrirtækið vegna veikinda dóttur hennar. Tryggingafyrirtækið hafi neitað að greiða fyrir meðferð handa dótturinni við því sem Karen lýsir sem „sjaldgæfum lífshættulegum sjúkdómi sem krefst stöðugrar umönnunar og læknismeðferðar.“ Bréf Mangione til Karenar. Dóttirin hafi í janúar 2024 verið lögð inn á spítala í 60 daga en UnitedHealthcare hafi þrátt fyrir það neitað að greiða fyrir lyfin sem dótturinni voru ávísuð. Það hafi tekið Karen marga mánuði að fá lyfin loksins greidd. Með bréfinu hafi fylgt mynd af dótturinni sem Karen lýsir sem „Stríðsmanna-Jesú“. Bréf Karenar snerti greinilega við Mangione sem þakkaði henni fyrir að deila með honum gremjunni gagnvart UnitedHealthcare. Mangione glímdi við hryggjarliðsskrið vegna Lymesjúkdóms árið 2023 og rak sig þá á vankanta bandarísks heilbrigðiskerfis. „Bréfið þitt er það fyrsta sem fær mig til að tárast. Ég er svo ótrúlega leiður yfir því sem þú og dóttir þín hafið þurft að þola glórulaust,“ skrifaði Mangione í bréfinu. Hann hét því síðan að hengja upp myndina af dótturinni í fangaklefanum sínum. Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Fangelsismál Tengdar fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Mynd af bréfi frá Mangione til hjúkrunarfræðinemans E. Genevieve hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndin birtist upphaflega á kínverska miðlinum Rednote en fjölmagir Bandaríkjamenn flúðu þangað eftir að TikTok var lokað. „Rútínan mín felur í sér lestur, át á fullt af ramen, líkamsrækt og samveru með sambræðrum mínum hér. Við erum með skákkvöld á miðvikudögum sem er góð leið til gera sér eitthvað til dægrastyttingar,“ segir Mangione í bréfinu. Bréfið sem Luigi á að hafa sent til Genevieve er merkt tölvukerfi bandarísku fangelsismálastofnuninarinnar, TRULINCS. Hann fagnar því að hjúkrunarfræðineminn sé bókaormur og mælir með því að hún lesi bókina Self-Compassion: The Proven Power of Being Kind to Yourself eftir Kristinu Neff. Sú bók hafi hjálpað honum á fyrsta ári í háskóla (e. college). Greinilegt er að konan hefur gengið í gegnum einhverja erfiðleika og opnað sig við Mangione um þá en búið er að afmá upplýsingar um þá. „Ég skil þá tilfinningu að vilja stundum gefast upp. Að þræða manndómsárin getur verið erfitt en ég trúi því að við getum öll fundið leið okkar í gegnum þau,“ segir hann svo í bréfinu og óskar henni góðs gengis við útskrift. Snortinn vegna bréfs einstæðrar móður Mangione hefur lýst yfir sakleysi sínu í tengslum við morðið á Brian Thompson, fyrrverandi forstjóra UnitedHealthcare. Frá því hann var fangelsaður hafa honum borist þúsundir bréfa frá stuðningsmönnum og öðru áhugasömum. Fyrr í vikunni birti blaðamaðurinn Ashley Shelby mynd á Substack-síðunni „Bartleby on Trial“ af öðru bréfi sem Mangione sendi í desember til einstæðu móðurinnar. Hin 66 ára Karen hafði frétt af máli Mangione og ákveðið að senda honum bréf til að greina frá persónulegum efiðleikum sínum í samskiptum við tryggingafyrirtækið UnitedHealthcare. Hún hafi í marga mánuði staðið í stappi við tryggingafyrirtækið vegna veikinda dóttur hennar. Tryggingafyrirtækið hafi neitað að greiða fyrir meðferð handa dótturinni við því sem Karen lýsir sem „sjaldgæfum lífshættulegum sjúkdómi sem krefst stöðugrar umönnunar og læknismeðferðar.“ Bréf Mangione til Karenar. Dóttirin hafi í janúar 2024 verið lögð inn á spítala í 60 daga en UnitedHealthcare hafi þrátt fyrir það neitað að greiða fyrir lyfin sem dótturinni voru ávísuð. Það hafi tekið Karen marga mánuði að fá lyfin loksins greidd. Með bréfinu hafi fylgt mynd af dótturinni sem Karen lýsir sem „Stríðsmanna-Jesú“. Bréf Karenar snerti greinilega við Mangione sem þakkaði henni fyrir að deila með honum gremjunni gagnvart UnitedHealthcare. Mangione glímdi við hryggjarliðsskrið vegna Lymesjúkdóms árið 2023 og rak sig þá á vankanta bandarísks heilbrigðiskerfis. „Bréfið þitt er það fyrsta sem fær mig til að tárast. Ég er svo ótrúlega leiður yfir því sem þú og dóttir þín hafið þurft að þola glórulaust,“ skrifaði Mangione í bréfinu. Hann hét því síðan að hengja upp myndina af dótturinni í fangaklefanum sínum.
Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Fangelsismál Tengdar fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. 11. desember 2024 14:23
Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10
„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent