Innlent

Ís­lendingur á átt­ræðis­aldri lést í slysinu í Berufirði

Árni Sæberg skrifar
Áreksturinn varð á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur.
Áreksturinn varð á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Vísir/Vilhelm

Sá sem lést í árekstri tveggja bíla á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur í gær var íslendingur á áttræðisaldri. Aðrir sem lentu í slysinu eru ekki í lífshættu.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi segir að klukkan 11:45 í gær hafi lögreglunni á Austurlandi borist tilkynning um umferðarslys á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Allt tiltækt lið lögreglu hafi verið sent á staðinn, sjúkralið í Fjarðabyggð auk tækjabifreiða frá Djúpavogi og úr Fjarðabyggð.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafi komið á vettvang og flutt slasaða undir læknishendur. Enginn þeirra þriggja sem fluttir voru á Landsspítalann sé í lífshættu.

Sá sem var úrskurðaður látinn á vettvangi hafi verið íslendingur á áttræðisaldri. Rannsókn málsins sé í fullum gangi og frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Einn látinn eftir árekstur í Berufirði

Einn hefur verið úrskurðaður látinn eftir árekstur tveggja bíla á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Hinir þrír um borð í bílunum voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×