Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar 10. mars 2025 14:31 Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi. Hann var í því samhengi að tala um laun borgarstjórans, Heiðu Hilmisdóttur, og fleiri nýleg mál sem hafa verið að koma upp í samfélaginu. En er þetta nýtt á nálinni hér á landi? Nei, það er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki sama hvort þú ert séra Jón eða Jón nú eða Inga eða Inga „kvartmilljarður“, það gilda ekki sömu lögin um þau. Ég er ekki að nenna að fara langt aftur í tímann að finna dæmi en ég verð að taka hattinn að ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að afnema handahafalaun forsetans sem geta numið 8 milljónum á ári. En færum okkur nær og skoðum fyrirrennara Heiðu borgarstjóra sem hún tók fyrsta sætið af Dag B. Eggerts, manninum sem fékk orlofsgreiðslur 10 ár aftur í tímann, hvar á byggðu bóli yrði svona samþykkt? Og núna situr sá maður á Alþingi Íslendinga. Eða verkalýðsforingjar hvort heldur hjá Rafiðnaðarsambandinu eða Ragnar Þór hjá VR. Ég nenni nú ekki heldur að fara út í þá sálma, við þekkjum þá horror-sögu, kannski ágætt að klingja út með því að segja það glymur hæst í tómri tunnu. En þetta er ekki búið þegar fólk í stjórnunarstöðum á vegum hins opinbera, og tala nú ekki um á höfuðborgarsvæðinu, er að fá að auki aksturspeninga ofan á launin. Eins og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur keyrði ég á mínum lúsarlaunum á milli Selfoss og Reykjavíkur í 5 ár og fékk ekki krónu fyrir að sækja vinnu. En þegar ég heyrði á sínum tíma hafi bæjarstjóri Kópavogs verið á aksturstyrk fyrir nokkrum árum sem þá var eitthvað nálægt 150 kallinum á mánuði sem ég veit ekki hver er í dag datt andlitið að mér. Þetta er sami bæjarstjórinn sem ætlar að fara að skera niður hjá bænum vegna nýgerðra kjarasamninga kennara. Eins ef það er rétt ef fólk sest á þing sem vann hjá því opinbera í háum stjórnunarstöðum getur gengið að því vísu að fara í sitt gamla starf að lokinni þingmennsku getur það talist eðlilegt? Ég er ekki viss að þetta myndi líðast á hinum frjálsa vinnumarkaði, er ekki eitthvað bogið hérna? Kannski ekki skrýtið að á Alþingi Íslendinga sitji aðallega miðaldra lögfræðingar og „fyrrum opinberir starfsmenn“ Hvernig væri það, þyrftum við ekki að fá Elon Musk lánaðan í svona viku til að fara í tiltekt hjá því opinbera? Ætli hann myndi ekki byrja á því að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Síðan hugsa ég að hann myndi afnema alls konar rugl og sukk á vegum hins opinbera. Hvar er okkar Elon Musk sem hikar ekki við að fara í tiltekt? Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða á alþingi, væri ekki ágæt byrjun að byrja á ykkur sjálfum og sýna alvöru fordæmi áður en þið farið að skera niður hjá okkur hinum aumingjunum á hamstrahjólinu. Fyrr verðið þið ekki marktækir og traustið mun ekki koma af sjálfu sér heldur ávinnur maður það sér inn með verkum sínum en ekki bara með orðum rétt fyrir kosningar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi. Hann var í því samhengi að tala um laun borgarstjórans, Heiðu Hilmisdóttur, og fleiri nýleg mál sem hafa verið að koma upp í samfélaginu. En er þetta nýtt á nálinni hér á landi? Nei, það er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki sama hvort þú ert séra Jón eða Jón nú eða Inga eða Inga „kvartmilljarður“, það gilda ekki sömu lögin um þau. Ég er ekki að nenna að fara langt aftur í tímann að finna dæmi en ég verð að taka hattinn að ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að afnema handahafalaun forsetans sem geta numið 8 milljónum á ári. En færum okkur nær og skoðum fyrirrennara Heiðu borgarstjóra sem hún tók fyrsta sætið af Dag B. Eggerts, manninum sem fékk orlofsgreiðslur 10 ár aftur í tímann, hvar á byggðu bóli yrði svona samþykkt? Og núna situr sá maður á Alþingi Íslendinga. Eða verkalýðsforingjar hvort heldur hjá Rafiðnaðarsambandinu eða Ragnar Þór hjá VR. Ég nenni nú ekki heldur að fara út í þá sálma, við þekkjum þá horror-sögu, kannski ágætt að klingja út með því að segja það glymur hæst í tómri tunnu. En þetta er ekki búið þegar fólk í stjórnunarstöðum á vegum hins opinbera, og tala nú ekki um á höfuðborgarsvæðinu, er að fá að auki aksturspeninga ofan á launin. Eins og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur keyrði ég á mínum lúsarlaunum á milli Selfoss og Reykjavíkur í 5 ár og fékk ekki krónu fyrir að sækja vinnu. En þegar ég heyrði á sínum tíma hafi bæjarstjóri Kópavogs verið á aksturstyrk fyrir nokkrum árum sem þá var eitthvað nálægt 150 kallinum á mánuði sem ég veit ekki hver er í dag datt andlitið að mér. Þetta er sami bæjarstjórinn sem ætlar að fara að skera niður hjá bænum vegna nýgerðra kjarasamninga kennara. Eins ef það er rétt ef fólk sest á þing sem vann hjá því opinbera í háum stjórnunarstöðum getur gengið að því vísu að fara í sitt gamla starf að lokinni þingmennsku getur það talist eðlilegt? Ég er ekki viss að þetta myndi líðast á hinum frjálsa vinnumarkaði, er ekki eitthvað bogið hérna? Kannski ekki skrýtið að á Alþingi Íslendinga sitji aðallega miðaldra lögfræðingar og „fyrrum opinberir starfsmenn“ Hvernig væri það, þyrftum við ekki að fá Elon Musk lánaðan í svona viku til að fara í tiltekt hjá því opinbera? Ætli hann myndi ekki byrja á því að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Síðan hugsa ég að hann myndi afnema alls konar rugl og sukk á vegum hins opinbera. Hvar er okkar Elon Musk sem hikar ekki við að fara í tiltekt? Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða á alþingi, væri ekki ágæt byrjun að byrja á ykkur sjálfum og sýna alvöru fordæmi áður en þið farið að skera niður hjá okkur hinum aumingjunum á hamstrahjólinu. Fyrr verðið þið ekki marktækir og traustið mun ekki koma af sjálfu sér heldur ávinnur maður það sér inn með verkum sínum en ekki bara með orðum rétt fyrir kosningar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar