Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Árni Sæberg skrifar 14. mars 2025 09:21 Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, fór þess á leit við Vilhjálm Árnason að rannsóknarnefnd Alþingis yrði skipuð vegna byrlunarmálsins svokallaða. Vísir Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Vilhjálmur segir að Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, hafi afhent honum öll gögn málsins, þar á meðal ítarlega greinargerð og minnisblað um þau gögn sem lögregla hafði undir höndum við rannsókn málsins. Rannsókn sem Vilhjálmur segir ekki hafa verið lokað vegna skorts á líkum á sakfellingu heldur vegna þess að lögreglu hafi ekki tekist að upplýsa málið. Fá starfsmann til að gera útdrátt Vilhjálmur segir þessi gögn innihalda mikið magn viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga og því hafi hann tekið það upp við nefndina hvort hún vildi fá þessi gögn og rannsaka málið nánar eftir atvikum. Nefndin hafi ákveðið að fá starfsmann nefndarinnar til þess að útbúa útdrátt úr gögnunum sem nefndin muni síðan kynna sér. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun hvort og þá hvernig nefndin taki málið fyrir. „Hvort við þyrftum að kalla ráðherra Ríkisútvarpsins til okkar og spyrja út þetta hlutverk [Rúv] og hvort það sé eitthvað í löggjöfinni sem passar ekki upp á réttindi borgarans. Er opinber stofnun að fara út fyrir hlutverk sitt og taka einhverjar ákvarðanir sem þarf að skoða? Það er eitthvað sem við ætlum að ræða en við erum ekki búin að ákveða neitt nákvæmlega. Við getum gert þetta á margan hátt, við getum fengið einhverja gesti og pælt í þessu.“ Langstærsta inngripið að stofna nefnd Vilhjálmur segir að fari svo að nefndin ákveði að taka málið fyrir gæti niðurstaða nefndarinnar orðið ýmiss konar. Niðurstaðan gæti orðið að það sé gloppa í íslenskum lögum og lagt verði til við viðkomandi ráðherra að lögunum yrði breytt. Það sem beiðni Evu sé um sé hins vegar að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé „svo tengd ráðherrunum og ráðherrunum sjálfum.“ Hann segir að sú staðreynd að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag takmarki verulega valdheimildir nefndarinnar og þannig sé „auðvelda leiðin“ til að stíga inn í málið þyrnum stráð. „Þetta er náttúrulega langstærsta inngripið, að skipa rannsóknarnefnd, sem er eiginlega bara mjög sjaldan gert.“ Þar hefur Vilhjálmur lög að mæla enda hafa, samkvæmt vef Alþingis, aðeins fjórar rannsóknarnefndir Alþingis verið stofnaðar síðan lög um þær voru sett árið 2011. Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Tengdar fréttir Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Vilhjálmur segir að Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, hafi afhent honum öll gögn málsins, þar á meðal ítarlega greinargerð og minnisblað um þau gögn sem lögregla hafði undir höndum við rannsókn málsins. Rannsókn sem Vilhjálmur segir ekki hafa verið lokað vegna skorts á líkum á sakfellingu heldur vegna þess að lögreglu hafi ekki tekist að upplýsa málið. Fá starfsmann til að gera útdrátt Vilhjálmur segir þessi gögn innihalda mikið magn viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga og því hafi hann tekið það upp við nefndina hvort hún vildi fá þessi gögn og rannsaka málið nánar eftir atvikum. Nefndin hafi ákveðið að fá starfsmann nefndarinnar til þess að útbúa útdrátt úr gögnunum sem nefndin muni síðan kynna sér. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun hvort og þá hvernig nefndin taki málið fyrir. „Hvort við þyrftum að kalla ráðherra Ríkisútvarpsins til okkar og spyrja út þetta hlutverk [Rúv] og hvort það sé eitthvað í löggjöfinni sem passar ekki upp á réttindi borgarans. Er opinber stofnun að fara út fyrir hlutverk sitt og taka einhverjar ákvarðanir sem þarf að skoða? Það er eitthvað sem við ætlum að ræða en við erum ekki búin að ákveða neitt nákvæmlega. Við getum gert þetta á margan hátt, við getum fengið einhverja gesti og pælt í þessu.“ Langstærsta inngripið að stofna nefnd Vilhjálmur segir að fari svo að nefndin ákveði að taka málið fyrir gæti niðurstaða nefndarinnar orðið ýmiss konar. Niðurstaðan gæti orðið að það sé gloppa í íslenskum lögum og lagt verði til við viðkomandi ráðherra að lögunum yrði breytt. Það sem beiðni Evu sé um sé hins vegar að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé „svo tengd ráðherrunum og ráðherrunum sjálfum.“ Hann segir að sú staðreynd að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag takmarki verulega valdheimildir nefndarinnar og þannig sé „auðvelda leiðin“ til að stíga inn í málið þyrnum stráð. „Þetta er náttúrulega langstærsta inngripið, að skipa rannsóknarnefnd, sem er eiginlega bara mjög sjaldan gert.“ Þar hefur Vilhjálmur lög að mæla enda hafa, samkvæmt vef Alþingis, aðeins fjórar rannsóknarnefndir Alþingis verið stofnaðar síðan lög um þær voru sett árið 2011.
Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Tengdar fréttir Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48