Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 12:02 Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, var nokkuð léttur þegar íþróttadeild náði tali af honum í morgun. Keflavík er með bakið upp við vegg og tímabilið undir þegar liðið mætir Stjörnunni í kvöld. Allt er undir hjá Keflavík í leik kvöldsins sem fram fer í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Vinnist leikurinn ekki er draumurinn um sæti í úrslitakeppninni úti. Það yrði mikið reiðarslag enda Keflavík átt fast sæti í úrslitakeppninni árlega í 39 ár, frá árinu 1986. Sigurður er spenntur og vonast til að leikmenn liðsins séu það einnig. „Mér líður bara vel. Menn eiga að njóta þess að spila svona leiki sem skipta öllu máli og sjá úr hverju menn eru gerðir. Undirbúningurinn hefur verið nokkuð góður og beinst að þessum leik. Menn eru bara klárir í slaginn, svona flestir, svo við erum bara í toppmálum,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild. Menn séu þá ekki hugsa um að svara fyrir stórtap liðsins fyrir Tindastóli fyrir viku síðan. Keflvíkingar voru arfaslakir á Sauðárkróki og töpuðu stórt en sá leikur sé kominn í baksýnisspegilinn. „Menn eru nú ekkert að hugsa um það lengur. Það er bara búið. Það lenda öll lið stundum í lélegum leikjum og að vera jarðaðir. Við erum ekkert að spá í því, það er bara næsta og leikurinn í kvöld sem allir eru að einblína á,“ segir Sigurður. Andstæðingur kvöldsins er ekki af verri gerðinni. Stjarnan getur farið upp fyrir Tindastól á topp deildarinnar með sigri í kvöld og tekið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Sigurður vonast eftir stuðningi og að menn nýti aukna spennu á réttan hátt. „Það ætla ég rétt að vona, að það sé auka spenna og að menn geri extra mikið til að ná góðum úrslitum. Ég á von á því að Keflvíkingar fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið.“ Keflavík og Stjarnan mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Einnig fer fram leikur ÍR og Hattar klukkan 18:30 sem er á Stöð 2 Sport 5. Öll umferðin í deildinni verður gerð upp í Körfuboltakvöldi strax að leik Keflavíkur og Stjörnunnar loknum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Allt er undir hjá Keflavík í leik kvöldsins sem fram fer í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Vinnist leikurinn ekki er draumurinn um sæti í úrslitakeppninni úti. Það yrði mikið reiðarslag enda Keflavík átt fast sæti í úrslitakeppninni árlega í 39 ár, frá árinu 1986. Sigurður er spenntur og vonast til að leikmenn liðsins séu það einnig. „Mér líður bara vel. Menn eiga að njóta þess að spila svona leiki sem skipta öllu máli og sjá úr hverju menn eru gerðir. Undirbúningurinn hefur verið nokkuð góður og beinst að þessum leik. Menn eru bara klárir í slaginn, svona flestir, svo við erum bara í toppmálum,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild. Menn séu þá ekki hugsa um að svara fyrir stórtap liðsins fyrir Tindastóli fyrir viku síðan. Keflvíkingar voru arfaslakir á Sauðárkróki og töpuðu stórt en sá leikur sé kominn í baksýnisspegilinn. „Menn eru nú ekkert að hugsa um það lengur. Það er bara búið. Það lenda öll lið stundum í lélegum leikjum og að vera jarðaðir. Við erum ekkert að spá í því, það er bara næsta og leikurinn í kvöld sem allir eru að einblína á,“ segir Sigurður. Andstæðingur kvöldsins er ekki af verri gerðinni. Stjarnan getur farið upp fyrir Tindastól á topp deildarinnar með sigri í kvöld og tekið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Sigurður vonast eftir stuðningi og að menn nýti aukna spennu á réttan hátt. „Það ætla ég rétt að vona, að það sé auka spenna og að menn geri extra mikið til að ná góðum úrslitum. Ég á von á því að Keflvíkingar fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið.“ Keflavík og Stjarnan mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Einnig fer fram leikur ÍR og Hattar klukkan 18:30 sem er á Stöð 2 Sport 5. Öll umferðin í deildinni verður gerð upp í Körfuboltakvöldi strax að leik Keflavíkur og Stjörnunnar loknum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira