Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 11:38 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Getty/Kayla Bartkowsk Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum. „Svo það sé á hreinu er frumvarp Repúblikana hræðilegur kostur,“ sagði Schumer. „En ég tel það enn verri kost að leyfa Donald Trump að taka sér enn meiri völd með því að stöðva rekstur ríkisins.“ Til að samþykkja fjárlagafrumvarp þeirra munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá átta Demókrötum í öldungadeildinni. Schumer er einungis annar tveggja sem hafa sagst ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu en samkvæmt Washington Post sagði hann fyrr í vikunni að ólíklegt væri að þessi átta atkvæði væru til staðar. Færa Trump vald þingsins á silfurfati Umrætt fjárlagafrumvarp er mjög umdeilt en orðlag í því er mjög loðið og myndi veita Trump umboð varðandi það hvernig fjármunum ríkisins yrði varið. Þingið á að stýra fjárútlátum úr ríkisbuddunni en þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lúffað mjög fyrir Trump á því sviði frá því hann tók við embætti forseta. Demókratar hafa lýst frumvarpinu sem óútfylltri ávísun sem Repúblikanar vilji gefa Trump. Það er að segja að Trump og ríkisstjórn hans myndu geta flutt peninga sem þingið vilji vera til sérstakra verkefna, í allt önnur verkefni sem Trump hefur meiri áhuga á. Gagnrýnendur segja að Repúblikanar séu í raun að færa Trump vald þingsins á silfurfati. Verði frumvarpið samþykkt yrði það í þriðja sinn á þessu fjárlagaári sem þingmenn samþykkja tímabundið fjárlagafrumvarp, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekkert hefur gengið í að gera frumvarp til langs tíma vegna naums meirihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni og deilna innan flokksins. Þetta nýja frumvarp myndi tryggja fjármagn til ríkisreksturs út september. Undir miklum þrýstingi Þó Repúblikanar séu í meirihluta í báðum deildum þingsins og Repúblikani sitji í Hvíta húsinu, hafa þingmenn flokksins og málpípur varið miklu púðri undanfarna daga í að kenna Demókrötum um, komi til þess að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Schumher segir öldungadeildarþingmenn undir miklum þrýstingi frá Demókrötum í fulltrúadeildinni og kjósendum um að styðja ekki frumvarpið. Einungis einn þingmaður Demókrataflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu þegar það fór gegnum fulltrúadeildina. Þessi þrýstingur er meðal annars til kominn vegna aðgerða Trumps og Elons Musk þegar kemur að því að leggja niður opinberar stofnanir og segja opinberu starfsfólki upp í þúsunda tali. Schumer segir þó að komi til stöðvunar ríkisreksturs muni Trump geta farð í enn meira niðurrif stofnana og sagt upp enn fleira fólki. Schumer hefur varað Demókrata við því að Repúblikanar vilji stöðva rekstur ríkisins og telji sig geta kennt Demókrötum um það. Stöðvunin gæti staðið yfir í marga mánuði og gert Trump-liðum mun auðveldar að segja fólki upp og loka stofnunum. Í frétt Punchbowl News segir að líklegt sé að Demókratar muni að endingu hjálpa Repúblikönum að koma frumvarpinu gegnum þingið en umfangsmiklar deilur eigi sér stað innan flokksins. Demókratar höfðu krafist þess að þingið setti hömlur á Musk, Doge og Trump en svo virðist sem þeir hafi alfarið gefist upp. Nú eru þeir sagðir munnhöggvast sín á milli. Blaðamenn PN, sem sérhæfa sig í fréttaflutningi af þinginu vestanhafs, segja Demókrata hafa klúðrað málinu algerlega. Þeir hafi ekki beitt þeim vopnum sem þeir höfðu nægjanlega vel og á engum tímapunkti hafi þeim tekist að setja pressu á Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
„Svo það sé á hreinu er frumvarp Repúblikana hræðilegur kostur,“ sagði Schumer. „En ég tel það enn verri kost að leyfa Donald Trump að taka sér enn meiri völd með því að stöðva rekstur ríkisins.“ Til að samþykkja fjárlagafrumvarp þeirra munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá átta Demókrötum í öldungadeildinni. Schumer er einungis annar tveggja sem hafa sagst ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu en samkvæmt Washington Post sagði hann fyrr í vikunni að ólíklegt væri að þessi átta atkvæði væru til staðar. Færa Trump vald þingsins á silfurfati Umrætt fjárlagafrumvarp er mjög umdeilt en orðlag í því er mjög loðið og myndi veita Trump umboð varðandi það hvernig fjármunum ríkisins yrði varið. Þingið á að stýra fjárútlátum úr ríkisbuddunni en þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lúffað mjög fyrir Trump á því sviði frá því hann tók við embætti forseta. Demókratar hafa lýst frumvarpinu sem óútfylltri ávísun sem Repúblikanar vilji gefa Trump. Það er að segja að Trump og ríkisstjórn hans myndu geta flutt peninga sem þingið vilji vera til sérstakra verkefna, í allt önnur verkefni sem Trump hefur meiri áhuga á. Gagnrýnendur segja að Repúblikanar séu í raun að færa Trump vald þingsins á silfurfati. Verði frumvarpið samþykkt yrði það í þriðja sinn á þessu fjárlagaári sem þingmenn samþykkja tímabundið fjárlagafrumvarp, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekkert hefur gengið í að gera frumvarp til langs tíma vegna naums meirihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni og deilna innan flokksins. Þetta nýja frumvarp myndi tryggja fjármagn til ríkisreksturs út september. Undir miklum þrýstingi Þó Repúblikanar séu í meirihluta í báðum deildum þingsins og Repúblikani sitji í Hvíta húsinu, hafa þingmenn flokksins og málpípur varið miklu púðri undanfarna daga í að kenna Demókrötum um, komi til þess að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Schumher segir öldungadeildarþingmenn undir miklum þrýstingi frá Demókrötum í fulltrúadeildinni og kjósendum um að styðja ekki frumvarpið. Einungis einn þingmaður Demókrataflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu þegar það fór gegnum fulltrúadeildina. Þessi þrýstingur er meðal annars til kominn vegna aðgerða Trumps og Elons Musk þegar kemur að því að leggja niður opinberar stofnanir og segja opinberu starfsfólki upp í þúsunda tali. Schumer segir þó að komi til stöðvunar ríkisreksturs muni Trump geta farð í enn meira niðurrif stofnana og sagt upp enn fleira fólki. Schumer hefur varað Demókrata við því að Repúblikanar vilji stöðva rekstur ríkisins og telji sig geta kennt Demókrötum um það. Stöðvunin gæti staðið yfir í marga mánuði og gert Trump-liðum mun auðveldar að segja fólki upp og loka stofnunum. Í frétt Punchbowl News segir að líklegt sé að Demókratar muni að endingu hjálpa Repúblikönum að koma frumvarpinu gegnum þingið en umfangsmiklar deilur eigi sér stað innan flokksins. Demókratar höfðu krafist þess að þingið setti hömlur á Musk, Doge og Trump en svo virðist sem þeir hafi alfarið gefist upp. Nú eru þeir sagðir munnhöggvast sín á milli. Blaðamenn PN, sem sérhæfa sig í fréttaflutningi af þinginu vestanhafs, segja Demókrata hafa klúðrað málinu algerlega. Þeir hafi ekki beitt þeim vopnum sem þeir höfðu nægjanlega vel og á engum tímapunkti hafi þeim tekist að setja pressu á Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira