Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2025 17:00 Rósa Guðbjartsdótti oddviti Sjálfstæðisflokksins og Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Saman mynda þau meirihluta í bæjarstjórn Stöð 2/Sigurjón Ákvörðun um fyrirhugaða kolefnisförgunarstöð Carbfix í Straumsvík verður tekin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á allra næstu dögum eða vikum, að sögn bæjarstjóra. Hann segir óvissu enn uppi um áhrif starfseminnar sem valdi áhyggjum. Viðræður Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúa Carbfix um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal eru á lokametrunum. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, segir það sem út af standi í þeim sé að komast að niðurstöðu um gjöld sem Carbfix greiði af starfseminni. „Ég reikna með að við séum fara að vinna þetta á allra næstu dögum og vikum að klára framhaldið,“ segir bæjarstjórinn. Bæjarstjórn gæti tekið ákvörðun um verkefnið á næsta eða þarnæsta fundi sínum en bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittist á tveggja vikna fresti. Samþykki bæjarstjórnin það hefur hún þegar ákveðið að íbúakosning fari fram um málið. Ekki er þó víst að til hennar komi. „Ef bæjarstjórn hugnast það ekki, niðurstaðan sem verður úr samtalinu og ekki heldur álit Skipulagsstofnunar, þá náttúrulega stoppar málið áður en það fer í íbúakosningu,“ segir Valdimar. Samkvæmt upplýsingum Carbfix vinnur fyrirtækið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismatið og á nú í samtali við bæjaryfirvöld um gjöld og tekjur af starfseminni. „Óvissuþættir“ valdi enn áhyggjum Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um umhverfismat Coda-stöðvarinnar um miðjan febrúar. Hún telur hvorki hættu jarðskjálftavirkni né áhrifum á vatnsból sem er á meðal þess sem hópur íbúa sem er alfarið á móti verkefninu hafa lýst áhyggjum af. Lagði stofnunin til sautján skilyrði fyrir starfsleyfi fyrir stöðina sem varða flest vöktun og eftirlit með áhrifum af starfseminni, sérstaklega á sjávarfallatjarnir í Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Valdimar segir ennþá óvissuþætti í umhverfismatinu sem valdi ákveðnum áhyggjum. Nefnir hann Straumsvíkurtjarnirnar sem Skipulagsstofnun teldur að þurfi að vakta og áhrif á lífríki, þar á meðal dvergbleikju. Bæjarstjórn hafi leitað svara um þetta á undanförnum vikum. „Það eru svona ákveðnir þættir sem koma þarna fram sem menn hafa vissulega áhyggjur af. Svo líka er þetta nýtt verkefni svona nálægt byggð og auðvitað er alltaf óvissa í öllum slíkum verkefnum,“ segir hann. Bæjarstjórinn segir ólíkar skoðanir innan bæjarstjórnar á verkefninu. Ljóst sé að skoðanir séu skiptari en í upphafi. Ákveðin andstaða bæjarbúa hafi áhrif á það. „Við höfum alltaf sagt að það þurfi allt að liggja fyrir áður en maður tæki upplýsta ákvörðun,“ segir Valdimar. Rætt er um að stækka höfnina við Straumsvík, óháð því hvort að verkefni Carbfix verður að veruleika eða ekki.Vísir/Vilhelm Frestuðu að fjalla um framkvæmdir við höfnina í Straumsvík Bæjarfulltrúar meirihluta framsóknar- og sjálfstæðismanna auk Viðreisnar frestuðu afgreiðslu á umsögnum um framkvæmdir við stækkun hafnarinnar í Straumsvík í vikunni. Stækkunin er ein forsenda Coda-verkefnisins en er einnig talin nauðsynleg til lengri tíma. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn bókuðu á bæjarstjórnarfundinum að mikilvægt væri að halda áfram undirbúningi við nýja höfn í Straumsvík óháð niðurstöðunni varðandi verkefni Carbfix. Ný stórskiptahöfn væri nauðsynlegt verkefni til framtíðar og ástæðulaust væri að fresta undirbúningi hennar. Valdimar segir málin samofin í huga flestra Hafnfirðinga og því hafi bæjarstjórn ákveðið að fresta málinu þar til ákvörðun um Coda-stöðina hefur verið tekin. Stækkun hafnarinnar sé þó óhjákvæmileg á næstu tíu til fimmtán árum. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhem Ótti fengið að skjóta rótum Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, segir að sér hafi þótt Carbfix-verkefnið um margt spennandi og að Samfylkingin hafi reynt að nálgast það málefnalega og af skynsemi. „En það er augljóst mál að það hefur einhver ótti búið um sig á meðal hluta íbúanna. Það þyngir auðvitað róðurinn í málinu. Það verður ekki nýja bruminu troðið áfram gegn vilja fólks og við hlustum. Málið er auðvitað snúið en það er í höndum meirihlutans,“ segir Guðmundur Árni. Hann gagnrýnir framgöngu meirihlutans í Carbfix-málinu og segir að hann hafi að sumu leyti komið því í þann umdeilda farveg sem það er nú. „Þegar ótti fær að búa um sig og því er ekki mætt og umræðan er ekki tekin alla leið skýtur hann rótum,“ segir Guðmundur Árni. Fréttin hefur verið uppfærð. Coda Terminal Skipulag Hafnarfjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Viðræður Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúa Carbfix um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal eru á lokametrunum. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, segir það sem út af standi í þeim sé að komast að niðurstöðu um gjöld sem Carbfix greiði af starfseminni. „Ég reikna með að við séum fara að vinna þetta á allra næstu dögum og vikum að klára framhaldið,“ segir bæjarstjórinn. Bæjarstjórn gæti tekið ákvörðun um verkefnið á næsta eða þarnæsta fundi sínum en bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittist á tveggja vikna fresti. Samþykki bæjarstjórnin það hefur hún þegar ákveðið að íbúakosning fari fram um málið. Ekki er þó víst að til hennar komi. „Ef bæjarstjórn hugnast það ekki, niðurstaðan sem verður úr samtalinu og ekki heldur álit Skipulagsstofnunar, þá náttúrulega stoppar málið áður en það fer í íbúakosningu,“ segir Valdimar. Samkvæmt upplýsingum Carbfix vinnur fyrirtækið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismatið og á nú í samtali við bæjaryfirvöld um gjöld og tekjur af starfseminni. „Óvissuþættir“ valdi enn áhyggjum Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um umhverfismat Coda-stöðvarinnar um miðjan febrúar. Hún telur hvorki hættu jarðskjálftavirkni né áhrifum á vatnsból sem er á meðal þess sem hópur íbúa sem er alfarið á móti verkefninu hafa lýst áhyggjum af. Lagði stofnunin til sautján skilyrði fyrir starfsleyfi fyrir stöðina sem varða flest vöktun og eftirlit með áhrifum af starfseminni, sérstaklega á sjávarfallatjarnir í Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Valdimar segir ennþá óvissuþætti í umhverfismatinu sem valdi ákveðnum áhyggjum. Nefnir hann Straumsvíkurtjarnirnar sem Skipulagsstofnun teldur að þurfi að vakta og áhrif á lífríki, þar á meðal dvergbleikju. Bæjarstjórn hafi leitað svara um þetta á undanförnum vikum. „Það eru svona ákveðnir þættir sem koma þarna fram sem menn hafa vissulega áhyggjur af. Svo líka er þetta nýtt verkefni svona nálægt byggð og auðvitað er alltaf óvissa í öllum slíkum verkefnum,“ segir hann. Bæjarstjórinn segir ólíkar skoðanir innan bæjarstjórnar á verkefninu. Ljóst sé að skoðanir séu skiptari en í upphafi. Ákveðin andstaða bæjarbúa hafi áhrif á það. „Við höfum alltaf sagt að það þurfi allt að liggja fyrir áður en maður tæki upplýsta ákvörðun,“ segir Valdimar. Rætt er um að stækka höfnina við Straumsvík, óháð því hvort að verkefni Carbfix verður að veruleika eða ekki.Vísir/Vilhelm Frestuðu að fjalla um framkvæmdir við höfnina í Straumsvík Bæjarfulltrúar meirihluta framsóknar- og sjálfstæðismanna auk Viðreisnar frestuðu afgreiðslu á umsögnum um framkvæmdir við stækkun hafnarinnar í Straumsvík í vikunni. Stækkunin er ein forsenda Coda-verkefnisins en er einnig talin nauðsynleg til lengri tíma. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn bókuðu á bæjarstjórnarfundinum að mikilvægt væri að halda áfram undirbúningi við nýja höfn í Straumsvík óháð niðurstöðunni varðandi verkefni Carbfix. Ný stórskiptahöfn væri nauðsynlegt verkefni til framtíðar og ástæðulaust væri að fresta undirbúningi hennar. Valdimar segir málin samofin í huga flestra Hafnfirðinga og því hafi bæjarstjórn ákveðið að fresta málinu þar til ákvörðun um Coda-stöðina hefur verið tekin. Stækkun hafnarinnar sé þó óhjákvæmileg á næstu tíu til fimmtán árum. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhem Ótti fengið að skjóta rótum Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, segir að sér hafi þótt Carbfix-verkefnið um margt spennandi og að Samfylkingin hafi reynt að nálgast það málefnalega og af skynsemi. „En það er augljóst mál að það hefur einhver ótti búið um sig á meðal hluta íbúanna. Það þyngir auðvitað róðurinn í málinu. Það verður ekki nýja bruminu troðið áfram gegn vilja fólks og við hlustum. Málið er auðvitað snúið en það er í höndum meirihlutans,“ segir Guðmundur Árni. Hann gagnrýnir framgöngu meirihlutans í Carbfix-málinu og segir að hann hafi að sumu leyti komið því í þann umdeilda farveg sem það er nú. „Þegar ótti fær að búa um sig og því er ekki mætt og umræðan er ekki tekin alla leið skýtur hann rótum,“ segir Guðmundur Árni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Coda Terminal Skipulag Hafnarfjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26
Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05
Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent