Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2025 13:07 Ciara segist ekki lengur geta setið á sér. Instagram/EPA Breska leikkonan Ciara Zelmerlöw sem er nýorðin fyrrverandi eiginkona sænsku poppstjörnunnar Måns Zelmerlow segist hafa þagað og haldið hlífisskildi yfir poppstjörnunni of lengi. Hún segist ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á að lifa í fjandsamlegum aðstæðum sem einkennist af fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og framhjáhöldum lengur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ciara birtir á Instagram. Þar segist hún hafa sótt um skilnað í Bretlandi svo hægt yrði að halda skilnaðinum leyndum. Það virðist ekki lengur vera í boði og því finnist henni mikilvægt að segja frá sinni hlið og standa með sjálfri sér. Måns hefur áður rætt sambandserfiðleika þeirra opinberlega við Aftonbladet en þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. Börnin í forgangi „Börnin mín eru og munu alltaf verða í forgangi hjá mér og ég mun gera allt sem ég get til þess að vernda þau og vera sú móðir sem þau eiga skilið,“ skrifar Ciara á Instagram. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifar hún. Hún segist hvetja alla sem séu í sömu aðstæðum til þess að leita sér aðstoðar og stuðnings þannig að þau geti fundið hjá sér styrk til þess að ná tökum aftur á þeirra lífi. Allir eigi skilið hamingju og frelsi. „Ég óska Måns alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni og ég vona að hann leiti sér þeirrar aðstoðar sem hann þarf svo mikið á að halda. Á meðan þessum kafla lýkur óska ég honum einskis nema betri framtíðar.“ Måns hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Eftir að hafa sigrað Eurovision 2015 varð hann að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Ciara Janson (@ciarajzelmerlow) Eurovision Svíþjóð Bretland Hollywood Tengdar fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. 10. mars 2025 10:04 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ciara birtir á Instagram. Þar segist hún hafa sótt um skilnað í Bretlandi svo hægt yrði að halda skilnaðinum leyndum. Það virðist ekki lengur vera í boði og því finnist henni mikilvægt að segja frá sinni hlið og standa með sjálfri sér. Måns hefur áður rætt sambandserfiðleika þeirra opinberlega við Aftonbladet en þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. Börnin í forgangi „Börnin mín eru og munu alltaf verða í forgangi hjá mér og ég mun gera allt sem ég get til þess að vernda þau og vera sú móðir sem þau eiga skilið,“ skrifar Ciara á Instagram. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifar hún. Hún segist hvetja alla sem séu í sömu aðstæðum til þess að leita sér aðstoðar og stuðnings þannig að þau geti fundið hjá sér styrk til þess að ná tökum aftur á þeirra lífi. Allir eigi skilið hamingju og frelsi. „Ég óska Måns alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni og ég vona að hann leiti sér þeirrar aðstoðar sem hann þarf svo mikið á að halda. Á meðan þessum kafla lýkur óska ég honum einskis nema betri framtíðar.“ Måns hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Eftir að hafa sigrað Eurovision 2015 varð hann að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Ciara Janson (@ciarajzelmerlow)
Eurovision Svíþjóð Bretland Hollywood Tengdar fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. 10. mars 2025 10:04 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. 10. mars 2025 10:04
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“