„Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 08:00 Kári Kristján var hress á spítalanum þrátt fyrir allt. Aðsend Óvíst er hvort Kári Kristján Kristjánsson geti haldið áfram handboltaiðkun eftir að slæm veikindi skiluðu honum á hjartadeild Landsspítalans. Kári er þó á batavegi. „Heilsan er bara nokkuð fín, þakka þér fyrir. Við erum bara í slipp til 1. maí og á meðan reynir maður bara að vera rólegur,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður ÍBV, sem lenti í miklu áfalli í febrúar síðastliðnum. Klippa: Ofurmennið sem finnur til í pumpunni Hann fékk þá sýkingu sem leiddi til hjartavandamála. Flytja þurfti hann með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og lá hann inni á hjartadeild í tæpa viku. „Ég fæ einhverja sýkingu eða eitthvað drasl. Eitthvað vesen. Ég fæ sviða í bringubeinið og daginn eftir er ég ekki nægilega harður að standa það af mér. Þá hendi ég mér upp á deild, þá er maður látinn gista á spítalanum heima. Ég gisti eina nótt og þá er allt komið í kex í blóðinu og bara sjúkraflug og næs,“ segir Kári og bætir við: „Þau kyrrsetja mig og ég þarf að fara í hjartaþræðingu, fertugur maðurinn, og ég er á í tæpa viku á hjartadeildinni hjá yndislegu fólki og verið að passa að ég væri ekki að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall á staðnum. En þetta endar svo eftir myndatöku á pumpunni að það eru hjartavöðvabólgur og gollurshúsbólgur. Það er heila helvítis vesenið.“ Ofurmenni sem finnur full mikið til í pumpunni Erfiðast á spítalanum hafi verið að fá nýjar upplýsingar úr rannsóknum. Kári Kristján Kristjánsson er á batavegi eftir að hafa legið á hjartadeild í tæpa viku.Vísir/Lýður „Það var ekkert þægilegast í heimi þegar þetta var að gerast. Svo þegar koma alltaf nýjar upplýsingar, þá er það alltaf mjög óþægilegt. Ég sé mögulega að fá þetta sem getur verið vísir að hjartaáfalli eða einhverju slíku. Þá er það svona: „Bíddu ertu að grínast? Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig.“ Þannig að þetta var ekkert spes,“ segir Kári. Síðan þá hefur Kári verið að jafna sig. Hann er á réttri leið en hefur heldur mikið fundið til í brjóstinu síðustu vikur. Hann segir því fylgja ákveðin óþægindi, andlega, að finna svo mikið fyrir hjartanu, eða pumpunni, eins og hann orðar það. Spítalavistin sló Kára Kristján ekki út af laginu.Aðsend „Svæðið svona í kringum hjartað er svolítið lifandi, ef svo má að orði komast. Af því að hjartað bólgnar upp og í kring þá koma upp litlar blæðingar í kringum millirifin og bla, bla, bla. Þannig að svæðið er svolítið lifandi. En það er ekkert alltaf toppmál að vita svona mikið af helvítis pumpunni. En þetta lítur nú bara allt saman ljómandi vel út,“ segir Kári Kristján. Óvitinn skilinn eftir útundan Líkt og segir að ofan hefur Kári verið skikkaður í hvíld, er „í slipp“ til 1. maí. Hann eigi auðveldara með margt annað en að fylgjast með á hliðarlínunni. „Það er eiginlega alveg glatað. Ég er búinn að vera að mæta á æfingar og horfa á. Maður er eins og óviti að fá að hlaupa aðeins af sér hornin og fá að vera með. Núna er maður svolítið skilinn eftir útundan. En maður verður bara að sætta sig við það,“ segir Kári. Kári verður 41 árs í október og óljóst um framhaldið á leikmannaferli hans. „Það er von þú spyrjir. Stutta svarið er að það væri helvíti leiðinlegt að fara út svona ,ekki á sínum forsendum. Svo veit maður ekkert hvað gerist þannig lagað. Ég á eftir að klára þetta bataferli, sjá hvernig það kemur út. Vonandi kemur það vel út og þá máttu bara heyra í mér aftur,“ segir Kári Kristján sem segir framhaldið því óljóst. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í greininni. ÍBV Vestmannaeyjar Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Heilsan er bara nokkuð fín, þakka þér fyrir. Við erum bara í slipp til 1. maí og á meðan reynir maður bara að vera rólegur,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður ÍBV, sem lenti í miklu áfalli í febrúar síðastliðnum. Klippa: Ofurmennið sem finnur til í pumpunni Hann fékk þá sýkingu sem leiddi til hjartavandamála. Flytja þurfti hann með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og lá hann inni á hjartadeild í tæpa viku. „Ég fæ einhverja sýkingu eða eitthvað drasl. Eitthvað vesen. Ég fæ sviða í bringubeinið og daginn eftir er ég ekki nægilega harður að standa það af mér. Þá hendi ég mér upp á deild, þá er maður látinn gista á spítalanum heima. Ég gisti eina nótt og þá er allt komið í kex í blóðinu og bara sjúkraflug og næs,“ segir Kári og bætir við: „Þau kyrrsetja mig og ég þarf að fara í hjartaþræðingu, fertugur maðurinn, og ég er á í tæpa viku á hjartadeildinni hjá yndislegu fólki og verið að passa að ég væri ekki að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall á staðnum. En þetta endar svo eftir myndatöku á pumpunni að það eru hjartavöðvabólgur og gollurshúsbólgur. Það er heila helvítis vesenið.“ Ofurmenni sem finnur full mikið til í pumpunni Erfiðast á spítalanum hafi verið að fá nýjar upplýsingar úr rannsóknum. Kári Kristján Kristjánsson er á batavegi eftir að hafa legið á hjartadeild í tæpa viku.Vísir/Lýður „Það var ekkert þægilegast í heimi þegar þetta var að gerast. Svo þegar koma alltaf nýjar upplýsingar, þá er það alltaf mjög óþægilegt. Ég sé mögulega að fá þetta sem getur verið vísir að hjartaáfalli eða einhverju slíku. Þá er það svona: „Bíddu ertu að grínast? Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig.“ Þannig að þetta var ekkert spes,“ segir Kári. Síðan þá hefur Kári verið að jafna sig. Hann er á réttri leið en hefur heldur mikið fundið til í brjóstinu síðustu vikur. Hann segir því fylgja ákveðin óþægindi, andlega, að finna svo mikið fyrir hjartanu, eða pumpunni, eins og hann orðar það. Spítalavistin sló Kára Kristján ekki út af laginu.Aðsend „Svæðið svona í kringum hjartað er svolítið lifandi, ef svo má að orði komast. Af því að hjartað bólgnar upp og í kring þá koma upp litlar blæðingar í kringum millirifin og bla, bla, bla. Þannig að svæðið er svolítið lifandi. En það er ekkert alltaf toppmál að vita svona mikið af helvítis pumpunni. En þetta lítur nú bara allt saman ljómandi vel út,“ segir Kári Kristján. Óvitinn skilinn eftir útundan Líkt og segir að ofan hefur Kári verið skikkaður í hvíld, er „í slipp“ til 1. maí. Hann eigi auðveldara með margt annað en að fylgjast með á hliðarlínunni. „Það er eiginlega alveg glatað. Ég er búinn að vera að mæta á æfingar og horfa á. Maður er eins og óviti að fá að hlaupa aðeins af sér hornin og fá að vera með. Núna er maður svolítið skilinn eftir útundan. En maður verður bara að sætta sig við það,“ segir Kári. Kári verður 41 árs í október og óljóst um framhaldið á leikmannaferli hans. „Það er von þú spyrjir. Stutta svarið er að það væri helvíti leiðinlegt að fara út svona ,ekki á sínum forsendum. Svo veit maður ekkert hvað gerist þannig lagað. Ég á eftir að klára þetta bataferli, sjá hvernig það kemur út. Vonandi kemur það vel út og þá máttu bara heyra í mér aftur,“ segir Kári Kristján sem segir framhaldið því óljóst. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í greininni.
ÍBV Vestmannaeyjar Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira