Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar 19. mars 2025 14:30 Fyrir margt löngu hætti að vera fyndið hve ákaft formaður Blaðamannafélags Íslands ber höfðinu við steininn. Það er í raun orðið frekar þreytt og meiðandi. Reynir hún enn einu sinni að afvegaleiða umræðuna um mín mál og í þetta sinn gerir hún tilraun til að slá ryki í augu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Formaðurinn skrifar bréf sem er svo langt að ætla mætti að þar haldi Þórður Snær Júlíusson á penna. Formaðurinn talar aldrei um staðreyndir málsins og forðast raunar þær eins og heitan grautinn. Höfum staðreyndir á hreinu: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur vel tekið mál þetta fyrir gagnvart blaðamönnum, enda er það mat lögreglu og ríkissaksóknara að þeir gætu hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs. Þar með eigi ástæður til refsileysis ekki við. Ætlaður gerandi í málinu var ríkisstofnun og starfsmenn hennar. Menn geta ekki haldið að opinber stofnun sem fær 6-7 milljarða á ári af skattfé almennings sé stikkfrí. Landsréttur úrskurðaði að lögreglunni var heimilt að kalla blaðamenn til skýrslutöku. Hæstiréttur sá ekki ástæðu til að skipta sér af og vísaði frá kærubeiðni. Það er því ekkert sem heitir „óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna“. Dómstólar eru búnir að afgreiða það. Rannsókn lögreglu var ekki tilhæfulaus enda liggur nú fyrir að refsileysisástæður 228. og 229. gr. almennra hegningarlaga, sem blaðamenn báru fyrir sig, áttu ekki við. Það sem þeir gerðu var ekki refsilaust. Hvorki einkahagsmunir annarra né hagsmunir almennings vógu þyngra til að réttlæta brot á minni friðhelgi og þeirra sem ég átti í samskiptum við. Ekki tókst hins vegar að sanna hvaða blaðamaður framkvæmdi hvern og einn tiltekinn lið í brotinu, m.a. vegna gjörða þeirra sjálfra við að torvelda rannsókn. Þar að auki fyrndist málið, einkum og sér í lagi vegna þess hversu ósamvinnuþýðir blaðamenn voru við rannsókn málsins. Lögreglurannsókninni lauk EKKI með niðurfellingu heldur var henni hætt. Þetta er algjörlega sitthvor hluturinn. Ef hún hefði verið felld niður þá væri það á þeim grundvelli að málið væri ólíklegt til sakfellis. En rannsókninni var hætt, sem er vegna annarra ástæðna. Þarna er formaðurinn á hálum ís að ljúga og afvegaleiða. Það er einfaldlega rangt að ég eða vinir mínir „hafi lagt á ráðin um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna“. Ég hef ætíð verið gagnrýnin á slæleg vinnubrögð sumra, ekki allra, blaðamanna og er í fullum rétti að vera þeirrar skoðunar og viðra þá gagnrýni mína. Ef blaðamenn viðhafa slæleg vinnubrögð og ég bendi á það þá eru það þeirra eigin vinnubrögð sem grafa undan trúverðugleika þeirra. Ekki sú staðreynd að ég bendi á að keisarinn er án klæða. Hvað veit formaður BÍ um markmið mitt eða hvert ég stefni? Hún hefur aldrei nokkurn tímann rætt við mig, hvað þá leyft mér að segja mína hlið. Hún þvert á móti synjaði mér að gera það þegar ég óskaði eftir því á vettvangi Blaðamannafélagsins. Hún stundar þöggun og áróður gegn einstaklingi út í bæ sem vill svo til að fílar ekki vinnubrögð hennar og vina hennar. Þetta er kæling í sinni tærustu mynd – borin á borð af sjálfum formanni Blaðamannafélagsins. Þetta þvaður um vernd heimildarmanns er orðið ansi þreytt. Í eitt skipti fyrir öll: Blaðamenn geta ekki búið til millilið og kallað hann heimildarmann til að hylja slóð sína. Ríkisútvarpið og starfsmenn þess eru ekki heimildarmenn annarra fjölmiðla. Formaðurinn er svo óforskammaður að halda því fram að einkasamtöl starfsmanna séu orðin að stefnu og aðgerðum fyrirtækisins. Þannig að skattaundanskot formannsins voru gjörðir Ríkisútvarpsins? Þetta er eins fjarstæðukennt og heimskulegt og hugsast getur að halda þessu fram. Að lokum, formaðurinn segir lögreglurannsóknina óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna. Þessu voru Landsréttur og Hæstiréttur ósammála þegar látið var reyna á það. En hvað með hina hliðina? Óréttmætt og ólöglegt inngrip blaðamanna í mín einkasamtöl, er það ekki óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi mitt og friðhelgi til einkalífs? Formaðurinn er komin út í skurð því í hennar veruleika eru ekki allir jafnir heldur eru sumir (blaðamenn) jafnari en aðrir. Ég myndi gjarnan vilja sjá efnisleg svör formanns við ofangreindu en ekki innihaldslaust upphróp og fyrirslátt. Höfundur er skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu hætti að vera fyndið hve ákaft formaður Blaðamannafélags Íslands ber höfðinu við steininn. Það er í raun orðið frekar þreytt og meiðandi. Reynir hún enn einu sinni að afvegaleiða umræðuna um mín mál og í þetta sinn gerir hún tilraun til að slá ryki í augu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Formaðurinn skrifar bréf sem er svo langt að ætla mætti að þar haldi Þórður Snær Júlíusson á penna. Formaðurinn talar aldrei um staðreyndir málsins og forðast raunar þær eins og heitan grautinn. Höfum staðreyndir á hreinu: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur vel tekið mál þetta fyrir gagnvart blaðamönnum, enda er það mat lögreglu og ríkissaksóknara að þeir gætu hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs. Þar með eigi ástæður til refsileysis ekki við. Ætlaður gerandi í málinu var ríkisstofnun og starfsmenn hennar. Menn geta ekki haldið að opinber stofnun sem fær 6-7 milljarða á ári af skattfé almennings sé stikkfrí. Landsréttur úrskurðaði að lögreglunni var heimilt að kalla blaðamenn til skýrslutöku. Hæstiréttur sá ekki ástæðu til að skipta sér af og vísaði frá kærubeiðni. Það er því ekkert sem heitir „óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna“. Dómstólar eru búnir að afgreiða það. Rannsókn lögreglu var ekki tilhæfulaus enda liggur nú fyrir að refsileysisástæður 228. og 229. gr. almennra hegningarlaga, sem blaðamenn báru fyrir sig, áttu ekki við. Það sem þeir gerðu var ekki refsilaust. Hvorki einkahagsmunir annarra né hagsmunir almennings vógu þyngra til að réttlæta brot á minni friðhelgi og þeirra sem ég átti í samskiptum við. Ekki tókst hins vegar að sanna hvaða blaðamaður framkvæmdi hvern og einn tiltekinn lið í brotinu, m.a. vegna gjörða þeirra sjálfra við að torvelda rannsókn. Þar að auki fyrndist málið, einkum og sér í lagi vegna þess hversu ósamvinnuþýðir blaðamenn voru við rannsókn málsins. Lögreglurannsókninni lauk EKKI með niðurfellingu heldur var henni hætt. Þetta er algjörlega sitthvor hluturinn. Ef hún hefði verið felld niður þá væri það á þeim grundvelli að málið væri ólíklegt til sakfellis. En rannsókninni var hætt, sem er vegna annarra ástæðna. Þarna er formaðurinn á hálum ís að ljúga og afvegaleiða. Það er einfaldlega rangt að ég eða vinir mínir „hafi lagt á ráðin um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna“. Ég hef ætíð verið gagnrýnin á slæleg vinnubrögð sumra, ekki allra, blaðamanna og er í fullum rétti að vera þeirrar skoðunar og viðra þá gagnrýni mína. Ef blaðamenn viðhafa slæleg vinnubrögð og ég bendi á það þá eru það þeirra eigin vinnubrögð sem grafa undan trúverðugleika þeirra. Ekki sú staðreynd að ég bendi á að keisarinn er án klæða. Hvað veit formaður BÍ um markmið mitt eða hvert ég stefni? Hún hefur aldrei nokkurn tímann rætt við mig, hvað þá leyft mér að segja mína hlið. Hún þvert á móti synjaði mér að gera það þegar ég óskaði eftir því á vettvangi Blaðamannafélagsins. Hún stundar þöggun og áróður gegn einstaklingi út í bæ sem vill svo til að fílar ekki vinnubrögð hennar og vina hennar. Þetta er kæling í sinni tærustu mynd – borin á borð af sjálfum formanni Blaðamannafélagsins. Þetta þvaður um vernd heimildarmanns er orðið ansi þreytt. Í eitt skipti fyrir öll: Blaðamenn geta ekki búið til millilið og kallað hann heimildarmann til að hylja slóð sína. Ríkisútvarpið og starfsmenn þess eru ekki heimildarmenn annarra fjölmiðla. Formaðurinn er svo óforskammaður að halda því fram að einkasamtöl starfsmanna séu orðin að stefnu og aðgerðum fyrirtækisins. Þannig að skattaundanskot formannsins voru gjörðir Ríkisútvarpsins? Þetta er eins fjarstæðukennt og heimskulegt og hugsast getur að halda þessu fram. Að lokum, formaðurinn segir lögreglurannsóknina óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna. Þessu voru Landsréttur og Hæstiréttur ósammála þegar látið var reyna á það. En hvað með hina hliðina? Óréttmætt og ólöglegt inngrip blaðamanna í mín einkasamtöl, er það ekki óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi mitt og friðhelgi til einkalífs? Formaðurinn er komin út í skurð því í hennar veruleika eru ekki allir jafnir heldur eru sumir (blaðamenn) jafnari en aðrir. Ég myndi gjarnan vilja sjá efnisleg svör formanns við ofangreindu en ekki innihaldslaust upphróp og fyrirslátt. Höfundur er skipstjóri.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun