Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 09:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Viktor Freyr Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra. Davíð sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann gerði ráð fyrir að veðmál væru töluvert algengari á meðal leikmanna í íslenskum fótbolta en komið hefur í ljós. Veðmál séu orðin svo samofin flestallri fótboltatengdri umræðu að það komi vart annað til greina. „Ég held það viti allir að það eru einhverjir í þessu að veðja á leiki. Auðvitað er þetta bannað en því miður er þetta eitthvað sem fylgir íþróttinni. Það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ sagði Davíð við Vísi fyrr í vikunni. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var dæmdur í tveggja mánaða bann vegna brota á veðmálareglum og mun hann missa af sjö deildarleikjum vestanliðsins í upphafi móts. Áður hafa Sigurður Gísli Bond Snorrason og Steinþór Freyr Þorsteinsson sætt lengri bönnum vegna brota á veðmálareglum. Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, lauk nýlega tíu mánaða banni vegna veðmálabrota og Ivan Toney, fyrrum framherji Brentford, fór í átta mánaða bann vegna samskonar konar. Daniel Sturridge, Joey Barton og Kieran Trippier eru dæmi um aðra leikmenn sem hafa sætt bönnum. Fengi aðstoð í almennu réttarkerfi Davíð Smári segir skjóta skökku við að KSÍ og önnur íþróttasambönd beiti leikbönnum sem viðurlögum við brotum á reglunum. „Ég velti því fyrir mér hvort það væri meiri lausn, fremur en að setja menn í bönn fyrir svona hluti, hvort það væri ekki hægt að skikka þá til að sitja einhverskonar meðferð við þessu. Að það sé verið að reyna að hjálpa leikmönnum fremur en að refsa þeim,“ segir Davíð í samtali við íþróttadeild. „Við lítil og væg brot í almennu réttarkerfi þá fá menn einhversskonar sekt, samfélagsþjónustu eða slíkt til að reyna að hjálpa mönnum. Mér fyndist það miklu eðlilegra,“ „Svo má ekki gleyma því að það er ekki aðeins verið að refsa honum, heldur einnig verið að refsa félaginu. Það finnst mér ótrúlega skakkt. Það er auðvitað gríðarlegur missir fyrir okkur að missa fyrirliðann okkar. Fremur en að hann sitji einhverja fundi, fái upplýsingar og einhver verkfæri til nýta sér gegn þeirri fíkn sem þetta virðist nú vera í okkar íþróttaumhverfi,“ segir Davíð Smári jafnframt. Líkt fram kemur í fyrri frétt Vísis hafa íþróttayfirvöld víða um Evrópu lagt sig fram við að takmarka veðmálaauglýsingar. Ákall hefur heyrst um að slaka á reglum um slíkar auglýsingar hér en sem stendur mega Íslenskar getraunir (Lengjan, Lottó, 1X2) einar auglýsa slíka starfsemi hérlendis. Lesa má nánar um það hér. Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34 Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Davíð sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann gerði ráð fyrir að veðmál væru töluvert algengari á meðal leikmanna í íslenskum fótbolta en komið hefur í ljós. Veðmál séu orðin svo samofin flestallri fótboltatengdri umræðu að það komi vart annað til greina. „Ég held það viti allir að það eru einhverjir í þessu að veðja á leiki. Auðvitað er þetta bannað en því miður er þetta eitthvað sem fylgir íþróttinni. Það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ sagði Davíð við Vísi fyrr í vikunni. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var dæmdur í tveggja mánaða bann vegna brota á veðmálareglum og mun hann missa af sjö deildarleikjum vestanliðsins í upphafi móts. Áður hafa Sigurður Gísli Bond Snorrason og Steinþór Freyr Þorsteinsson sætt lengri bönnum vegna brota á veðmálareglum. Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, lauk nýlega tíu mánaða banni vegna veðmálabrota og Ivan Toney, fyrrum framherji Brentford, fór í átta mánaða bann vegna samskonar konar. Daniel Sturridge, Joey Barton og Kieran Trippier eru dæmi um aðra leikmenn sem hafa sætt bönnum. Fengi aðstoð í almennu réttarkerfi Davíð Smári segir skjóta skökku við að KSÍ og önnur íþróttasambönd beiti leikbönnum sem viðurlögum við brotum á reglunum. „Ég velti því fyrir mér hvort það væri meiri lausn, fremur en að setja menn í bönn fyrir svona hluti, hvort það væri ekki hægt að skikka þá til að sitja einhverskonar meðferð við þessu. Að það sé verið að reyna að hjálpa leikmönnum fremur en að refsa þeim,“ segir Davíð í samtali við íþróttadeild. „Við lítil og væg brot í almennu réttarkerfi þá fá menn einhversskonar sekt, samfélagsþjónustu eða slíkt til að reyna að hjálpa mönnum. Mér fyndist það miklu eðlilegra,“ „Svo má ekki gleyma því að það er ekki aðeins verið að refsa honum, heldur einnig verið að refsa félaginu. Það finnst mér ótrúlega skakkt. Það er auðvitað gríðarlegur missir fyrir okkur að missa fyrirliðann okkar. Fremur en að hann sitji einhverja fundi, fái upplýsingar og einhver verkfæri til nýta sér gegn þeirri fíkn sem þetta virðist nú vera í okkar íþróttaumhverfi,“ segir Davíð Smári jafnframt. Líkt fram kemur í fyrri frétt Vísis hafa íþróttayfirvöld víða um Evrópu lagt sig fram við að takmarka veðmálaauglýsingar. Ákall hefur heyrst um að slaka á reglum um slíkar auglýsingar hér en sem stendur mega Íslenskar getraunir (Lengjan, Lottó, 1X2) einar auglýsa slíka starfsemi hérlendis. Lesa má nánar um það hér.
Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34 Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34
Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45
Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04