Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2025 13:10 Arndís Kjartansdóttir, íbúi á völlunum í Hafnarfirði, segist hafa upplifað mikinn létti þegar fregnir bárust af því að Carbfix væri hætt við uppbyggingu í Hafnarfirði. Vísir/Einar Íbúi í Hafnarfirði segist hafa fellt tár þegar fregnir bárust af því í gær að Carbfix væri hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík. Léttirinn hafi verið gríðarlegur. „Það var gríðarlegur léttir í gær, ég ætla bara ekki að lýsa því. Tár streymdu, það var svo mikill léttir. Þetta er búin að vera tíu mánaða löng barátta og loksins, hættu þeir við verkefnið og léttirinn var gríðarlegur,“ segir Arndís Kjartansdóttir, íbúi á Völlunum. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars llýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á völlunum. Í áliti Skipulagsstofnunar um verkefnið kemur fram að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkna eða skaða vatnsból, en það sefaði ekki áhyggjur íbúa. Formaður Loftslagsráðs lýsti því í haust að hann teldi að umræða um verkefnið hafi farið út af sporinu og að Carbfix-tæknin sé eitt merkasta framlag Íslands til loftslagsbaráttunnar. Gagnrýni á hvernig staðið var að verkinu „Það var farið af stað í þetta verkefni án samráðs við íbúa í bænum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef ekki er talað við íbúa sem búa á svæðinu og mjög nálægt þessu stóra verkefni,“ segir Arndís. „Það er ekkert skrítið að íbúar séu uggandi þegar svona stórt verkefni á ferðinni. Þetta snýst ekki um gagnrýni á loftslagsmál eða að fólk vilji ekki taka þátt í því að hafa góð áhrif á loftslagið og breyta því. Þetta snýr miklu meira að því hvernig staðið var að verkefninu og staðsetningu verkefnisins.“ Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýsti efasemdum um verkefnið á dögunum og sagði framkvæmdastýra Carfix í gær að minnkandi stuðningur bæjarbúa hafi verið eina ástæða þess að hætt var við verkefnið. „Við vorum farin að fá bara kvíða yfir því að þurfa að standa í kosningabaráttu á móti stórfyriræki og Reykjavík með milljónir í vösunum. Við erum bara venjulegt fólk. Það er rosa gott að vita að páskarnir og sumarið fari ekki í kosningabaráttu,“ segir Arndís. Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Það var gríðarlegur léttir í gær, ég ætla bara ekki að lýsa því. Tár streymdu, það var svo mikill léttir. Þetta er búin að vera tíu mánaða löng barátta og loksins, hættu þeir við verkefnið og léttirinn var gríðarlegur,“ segir Arndís Kjartansdóttir, íbúi á Völlunum. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars llýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á völlunum. Í áliti Skipulagsstofnunar um verkefnið kemur fram að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkna eða skaða vatnsból, en það sefaði ekki áhyggjur íbúa. Formaður Loftslagsráðs lýsti því í haust að hann teldi að umræða um verkefnið hafi farið út af sporinu og að Carbfix-tæknin sé eitt merkasta framlag Íslands til loftslagsbaráttunnar. Gagnrýni á hvernig staðið var að verkinu „Það var farið af stað í þetta verkefni án samráðs við íbúa í bænum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef ekki er talað við íbúa sem búa á svæðinu og mjög nálægt þessu stóra verkefni,“ segir Arndís. „Það er ekkert skrítið að íbúar séu uggandi þegar svona stórt verkefni á ferðinni. Þetta snýst ekki um gagnrýni á loftslagsmál eða að fólk vilji ekki taka þátt í því að hafa góð áhrif á loftslagið og breyta því. Þetta snýr miklu meira að því hvernig staðið var að verkefninu og staðsetningu verkefnisins.“ Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýsti efasemdum um verkefnið á dögunum og sagði framkvæmdastýra Carfix í gær að minnkandi stuðningur bæjarbúa hafi verið eina ástæða þess að hætt var við verkefnið. „Við vorum farin að fá bara kvíða yfir því að þurfa að standa í kosningabaráttu á móti stórfyriræki og Reykjavík með milljónir í vösunum. Við erum bara venjulegt fólk. Það er rosa gott að vita að páskarnir og sumarið fari ekki í kosningabaráttu,“ segir Arndís.
Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21
Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01
Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13