Vilja breyta lögum um ökuskírteini Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2025 13:49 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins er frummælandi frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum þar sem lagt er til að gildistími ökuskírteina þeirra sem eru 65 ára og eldri verði lengri. Frummælandi frumvarpsins er Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, og aðrir flutningsmenn eru Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Karl Gauti Hjaltason. Tíu ára gildistími til 80 ára aldurs Núgildandi lög kveða á um að þeir sem hafi náð 60 ára aldri þurfi að endurnýja ökuskírteini sitt á tíu ára fresti, 65 ára og eldri á fimm ára fresti, 70 ára á fjögurra ára fresti, 71 árs á þriggja ára fresti, 72 á tveggja ára fresti og 80 ára og eldri á hverju ári. Breytingarnar sem lagðar eru til eru þær að skírteinið gildi í tíu ár fyrir þá sem eru 60 ára, fimm ár fyrir 80 ára, og tvö ár fyrir þá sem eru 90 ára og eldri. Hreysti fólks hafi aukist Í greinargerð segir að frumvarpið sé lagt fram í ljósi þess að lífaldur Íslendinga hafi undanfarna áratugi lengst ásamt því að hreysti fólks hafi almennt aukist og því sé eðlilegt að lögin taki tillit til þess, svo eldri borgarar þurfi ekki að endurnýja ökuskírteini sín jafn ört og samkvæmt núgildandi lögum. „Ökumenn 65 ára og eldri þurfa að endurnýja ökuskírteini sitt á eins til fimm ára fresti. Af því hlýst ómældur kostnaður fyrir einstaklingana og ríkið. Eldri ökumenn þurfa jafnframt að fara í læknisskoðun og afla vottorðs hjá heimilislækni á yfirfullum heilsugæslum með tilheyrandi flækjustigi.“ „Flutningsmenn telja að með þessu frumvarpi verði eldri borgurum sem hafa hæfni til að aka gert léttara fyrir, létt verði á heilsugæslum landsins, fjármunir einstaklinga og ríkis sparist ásamt því að umstang hins opinbera minnki.“ Samgöngur Miðflokkurinn Alþingi Bílpróf Eldri borgarar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Sjá meira
Frummælandi frumvarpsins er Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, og aðrir flutningsmenn eru Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Karl Gauti Hjaltason. Tíu ára gildistími til 80 ára aldurs Núgildandi lög kveða á um að þeir sem hafi náð 60 ára aldri þurfi að endurnýja ökuskírteini sitt á tíu ára fresti, 65 ára og eldri á fimm ára fresti, 70 ára á fjögurra ára fresti, 71 árs á þriggja ára fresti, 72 á tveggja ára fresti og 80 ára og eldri á hverju ári. Breytingarnar sem lagðar eru til eru þær að skírteinið gildi í tíu ár fyrir þá sem eru 60 ára, fimm ár fyrir 80 ára, og tvö ár fyrir þá sem eru 90 ára og eldri. Hreysti fólks hafi aukist Í greinargerð segir að frumvarpið sé lagt fram í ljósi þess að lífaldur Íslendinga hafi undanfarna áratugi lengst ásamt því að hreysti fólks hafi almennt aukist og því sé eðlilegt að lögin taki tillit til þess, svo eldri borgarar þurfi ekki að endurnýja ökuskírteini sín jafn ört og samkvæmt núgildandi lögum. „Ökumenn 65 ára og eldri þurfa að endurnýja ökuskírteini sitt á eins til fimm ára fresti. Af því hlýst ómældur kostnaður fyrir einstaklingana og ríkið. Eldri ökumenn þurfa jafnframt að fara í læknisskoðun og afla vottorðs hjá heimilislækni á yfirfullum heilsugæslum með tilheyrandi flækjustigi.“ „Flutningsmenn telja að með þessu frumvarpi verði eldri borgurum sem hafa hæfni til að aka gert léttara fyrir, létt verði á heilsugæslum landsins, fjármunir einstaklinga og ríkis sparist ásamt því að umstang hins opinbera minnki.“
Samgöngur Miðflokkurinn Alþingi Bílpróf Eldri borgarar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Sjá meira