Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2025 22:40 Gamli Flugfélagsþristurinn Gunnfaxi hefur verið geymdur í flugskýli á Keflavíkurflugvelli frá árinu 2007. Flugvélin var áður í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og nýtt í varahluti fyrir Landgræðsluvélina Pál Sveinsson. Egill Aðalsteinsson Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp fréttin frá árinu 2016 þegar flugvélarflakið á Sólheimasandi varð einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands, landeigendum að óvörum. Flak Varnarliðsvélarinnar á Sólheimasandi sumarið 2016.Stöð 2 Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum, sagðist þá hafa búist við því að flakið yrði vinsælt um tíma en síðan myndi þetta ganga yfir. „En þetta er ekkert búið. Þetta er bara meira og meira," sagði Sólheimabóndinn í viðtalinu sem birtist þann 29. ágúst 2016. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum. Landeigendur selja aðgang að flugvélarflakinu í gegnum bílastæðagjöld.Stöð 2 Á ljósmyndum sem Þórir Kjartansson í Vík tók þann 22. nóvember árið 1973, daginn eftir að Varnarliðsvélin nauðlenti á sandinum, má sjá hvernig hún leit þá út. Hún var á leið frá Hornafirði til Keflavíkurflugvallar þegar báðir hreyflar hennar urðu aflvana, að því er talið er vegna ísingar í blöndungi. Eftir að ljóst varð að henni yrði ekki flogið af sandinum fjarlægði Varnarliðið verðmæti úr vélinni, þar á meðal hreyflana og báða vængina sem og tæki úr stjórnklefa. Skrokkurinn varð hins vegar eftir. Varnarliðsflugvéln nauðlenti á Sólheimasandi þann 21. nóvember árið 1973. Þessi mynd var tekin daginn eftir.Þórir Kjartansson Eftir að flakið varð frægt hafa landeigendur nýtt það til tekjuöflunar og rukka bílastæðagjöld en hafa þó haft áhyggjur af því að það væri að eyðast upp. Og það var einmitt þeirri spurningu sem varpað var fram í viðtalinu sumarið 2016, í ljósi þess að flakið væri að grotna niður, hvort það þyrfti nýtt flak. „Jú, við erum farnir að svipast um eftir nýju flaki,” svaraði Benedikt bóndi og hló. Já, þetta var sagt fyrir níu árum. Núna er arftakinn fundinn, í gömlu Varnarliðsflugskýli á Keflavíkurflugvelli. Landeigendafélag Ytri-Sólheima er búið að kaupa gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu fyrir fjórar milljónir króna, en vélina má sjá hér: Douglas Dakota-flugvélin var með skrásetningarstafina TF-ISB og hét Gunnfaxi. Gömlu Flugfélagslitirnir virtust enn nokkuð skýrir á skrokknum þegar við skoðuðum flugvélina í skýlinu í Keflavík. Gunnfaxi flaug síðast árið 1976 en var þá gefinn Landgræðslunni til að nota í varahluti fyrir Pál Sveinsson. Þegar svo Þristavinafélagið fékk Pál Sveinsson að gjöf árið 2005 fylgdi Gunnfaxi með. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Um ástæðu þess að Þristavinafélagið ákvað núna að selja Gunnfaxa segir formaðurinn Tómas Dagur Helgason að félagið hafi ekki lengur haft geymslupláss fyrir flugvélina og hvorki fjármagn né getu til að vera með tvo þrista í sýningarhæfu ástandi. Hinn þristurinn, Páll Sveinsson, áður Gljáfaxi, er varðveittur í Flugsafninu á Akureyri. Þristurinn Páll Sveinsson á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Flugvélin hefur eftir það ekki komið til Reykjavíkur heldur setið óflughæf á Akureyrarflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Benedikt Bragason á Ytri-Sólheimum segir hugmyndina að flytja Gunnfaxa sem fyrst austur á Sólheimasand og jafnvel að koma honum í upphaflegt útlit Varnarliðsvélarinnar. Hann segir þó ekki fullmótað hvað gert verður. Þristurinn sem brotlenti á sandinum var af gerðinni C 117D, endurbætt útgáfa af Douglas C-47, herútgáfu DC-3. Stélið er til dæmis öðruvísi.Þórir Kjartansson Benedikt kveðst vera félagi í Þristavinafélaginu. Segist hann vonast til að kaupverðið geti hjálpað félaginu að gera Pál Sveinsson flughæfan að nýju. Ljósmyndin af Gunnfaxa á Skógasandi vekur óneitanlega þá spurningu hvort ekki mætti varðveita flugvélina í Flugfélagslitum, og jafnvel á samgöngusafninu á Skógum. Benedikt kveðst þó fremur vilja hafa flugvélina sín megin Jökulsár. Fréttir af flugi Mýrdalshreppur Keflavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Rangárþing eystra Söfn Ferðaþjónusta Icelandair Tengdar fréttir Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15 Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp fréttin frá árinu 2016 þegar flugvélarflakið á Sólheimasandi varð einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands, landeigendum að óvörum. Flak Varnarliðsvélarinnar á Sólheimasandi sumarið 2016.Stöð 2 Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum, sagðist þá hafa búist við því að flakið yrði vinsælt um tíma en síðan myndi þetta ganga yfir. „En þetta er ekkert búið. Þetta er bara meira og meira," sagði Sólheimabóndinn í viðtalinu sem birtist þann 29. ágúst 2016. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum. Landeigendur selja aðgang að flugvélarflakinu í gegnum bílastæðagjöld.Stöð 2 Á ljósmyndum sem Þórir Kjartansson í Vík tók þann 22. nóvember árið 1973, daginn eftir að Varnarliðsvélin nauðlenti á sandinum, má sjá hvernig hún leit þá út. Hún var á leið frá Hornafirði til Keflavíkurflugvallar þegar báðir hreyflar hennar urðu aflvana, að því er talið er vegna ísingar í blöndungi. Eftir að ljóst varð að henni yrði ekki flogið af sandinum fjarlægði Varnarliðið verðmæti úr vélinni, þar á meðal hreyflana og báða vængina sem og tæki úr stjórnklefa. Skrokkurinn varð hins vegar eftir. Varnarliðsflugvéln nauðlenti á Sólheimasandi þann 21. nóvember árið 1973. Þessi mynd var tekin daginn eftir.Þórir Kjartansson Eftir að flakið varð frægt hafa landeigendur nýtt það til tekjuöflunar og rukka bílastæðagjöld en hafa þó haft áhyggjur af því að það væri að eyðast upp. Og það var einmitt þeirri spurningu sem varpað var fram í viðtalinu sumarið 2016, í ljósi þess að flakið væri að grotna niður, hvort það þyrfti nýtt flak. „Jú, við erum farnir að svipast um eftir nýju flaki,” svaraði Benedikt bóndi og hló. Já, þetta var sagt fyrir níu árum. Núna er arftakinn fundinn, í gömlu Varnarliðsflugskýli á Keflavíkurflugvelli. Landeigendafélag Ytri-Sólheima er búið að kaupa gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu fyrir fjórar milljónir króna, en vélina má sjá hér: Douglas Dakota-flugvélin var með skrásetningarstafina TF-ISB og hét Gunnfaxi. Gömlu Flugfélagslitirnir virtust enn nokkuð skýrir á skrokknum þegar við skoðuðum flugvélina í skýlinu í Keflavík. Gunnfaxi flaug síðast árið 1976 en var þá gefinn Landgræðslunni til að nota í varahluti fyrir Pál Sveinsson. Þegar svo Þristavinafélagið fékk Pál Sveinsson að gjöf árið 2005 fylgdi Gunnfaxi með. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Um ástæðu þess að Þristavinafélagið ákvað núna að selja Gunnfaxa segir formaðurinn Tómas Dagur Helgason að félagið hafi ekki lengur haft geymslupláss fyrir flugvélina og hvorki fjármagn né getu til að vera með tvo þrista í sýningarhæfu ástandi. Hinn þristurinn, Páll Sveinsson, áður Gljáfaxi, er varðveittur í Flugsafninu á Akureyri. Þristurinn Páll Sveinsson á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Flugvélin hefur eftir það ekki komið til Reykjavíkur heldur setið óflughæf á Akureyrarflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Benedikt Bragason á Ytri-Sólheimum segir hugmyndina að flytja Gunnfaxa sem fyrst austur á Sólheimasand og jafnvel að koma honum í upphaflegt útlit Varnarliðsvélarinnar. Hann segir þó ekki fullmótað hvað gert verður. Þristurinn sem brotlenti á sandinum var af gerðinni C 117D, endurbætt útgáfa af Douglas C-47, herútgáfu DC-3. Stélið er til dæmis öðruvísi.Þórir Kjartansson Benedikt kveðst vera félagi í Þristavinafélaginu. Segist hann vonast til að kaupverðið geti hjálpað félaginu að gera Pál Sveinsson flughæfan að nýju. Ljósmyndin af Gunnfaxa á Skógasandi vekur óneitanlega þá spurningu hvort ekki mætti varðveita flugvélina í Flugfélagslitum, og jafnvel á samgöngusafninu á Skógum. Benedikt kveðst þó fremur vilja hafa flugvélina sín megin Jökulsár.
Fréttir af flugi Mýrdalshreppur Keflavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Rangárþing eystra Söfn Ferðaþjónusta Icelandair Tengdar fréttir Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15 Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15
Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45