Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 23:19 Tollastríð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sett kanadíska pólitík í uppnám. Frjálslyndi flokkurinn hefur hagnast mjög á yfirlýsingum Bandaríkjaforseta á kostnað Íhaldsmanna. Getty Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, boðaði til kosninganna á blaðamannafundi síðdegis. Carney tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau 9. mars og við embætti forsætisráðherra þann 14. mars. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Í ræðu Carney á blaðamannafundinum fór mikið fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hótunum hans og tollahækkunum á hendur Kanada. „Við stöndum frammi fyrir stærstu krísu á líftíma okkar vegna tilhæfulausra tollahækkana Trump Bandaríkjaforseta og hótana hans gegn fullveldi okkar,“ sagði Carney. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði hann einnig. Tollastríð Trump sett allt úr skorðum Allt stefndi í að Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur Kanada og farið með stjórn landsins frá 2015, myndi gjalda afhroð í kosningum seinna í ár þar til Trump lýsti yfir tollastríði. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að Kanada ættu að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Yfirlýsingarnar hafa ekki mælst vel hjá Kanadabúum og hafa þær leitt til bæði aukinnar þjóðerniskenndar meðal landsmanna og aukins stuðnings við Frjálslynda flokkinn. Framundan er 37 daga kosningabarátta þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsmenn munu fyrst og fremst berjast um sigurinn. Annar hvor þeirra flokka mun mynda nýja ríkisstjórn hvort sem hann mun gera það einn eða með stuðningi minni flokks. Íhaldsmenn höfðu framan af kjörtímabilinu einblínt á óvinsældir Trudeau, sem hrapaði í vinsældum eftir að matarkostnaður og húsnæðiskostur rauk upp. Eftir afsögn Trudeau og innkomu Carney er búið að slá það spil úr höndum þeirra. Búist er við því að yfirvofandi tollahækkanir Bandaríkjanna á kanadískt stál, ál og aðrar vörur og hvernig kanadískir stjórnmálamenn ætli að bregðast við því muni ráða atkvæðum kjósenda. Carney hefur lýst því yfir að Kanadabúar hafi val á milli „kanadísks Trump eða ríkisstjórnar sem sameinar þjóðina.“ Ætlar að standa í hárinu á Trump Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, er helsti keppinautur Carney en hann er reyndur pólitíkus og hefur setið á kanadíska þinginu frá 2004. Öfugt við Frjálslynda stefndi í stórsigur þeirra í næstu kosningum þar til hótanir Trump settu allt úr skoðrum. Polievre hefur lýst því yfir að hann ætli að standa gegn Trump fyrir fullveldi landsins. Pierre Polievre hefur verið lýst sem popúlista en hann ætlar að setja Kanada í fyrsta sæti.Getty „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylki og flokkssystir Poilievre, lýsti því hins vegar yfir í nýlegu viðtali að Poilievre væri „mjög í takt“ við nýja pólitíska strauma í Bandaríkjunum. „Innihald viðtalsins er mjög slæmt fyrir Íhaldsmenn því það styrkir frásögn Frjálslyndra um Pierre Poilievre og meinta hugmyndafræðilega nánd hans við Donald Trump,” sagði Daniel Béland, stjórnmálafræðiprófessor við McGill-háskóla í Montreal um yfirlýsingar Smith. Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, boðaði til kosninganna á blaðamannafundi síðdegis. Carney tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau 9. mars og við embætti forsætisráðherra þann 14. mars. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Í ræðu Carney á blaðamannafundinum fór mikið fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hótunum hans og tollahækkunum á hendur Kanada. „Við stöndum frammi fyrir stærstu krísu á líftíma okkar vegna tilhæfulausra tollahækkana Trump Bandaríkjaforseta og hótana hans gegn fullveldi okkar,“ sagði Carney. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði hann einnig. Tollastríð Trump sett allt úr skorðum Allt stefndi í að Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur Kanada og farið með stjórn landsins frá 2015, myndi gjalda afhroð í kosningum seinna í ár þar til Trump lýsti yfir tollastríði. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að Kanada ættu að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Yfirlýsingarnar hafa ekki mælst vel hjá Kanadabúum og hafa þær leitt til bæði aukinnar þjóðerniskenndar meðal landsmanna og aukins stuðnings við Frjálslynda flokkinn. Framundan er 37 daga kosningabarátta þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsmenn munu fyrst og fremst berjast um sigurinn. Annar hvor þeirra flokka mun mynda nýja ríkisstjórn hvort sem hann mun gera það einn eða með stuðningi minni flokks. Íhaldsmenn höfðu framan af kjörtímabilinu einblínt á óvinsældir Trudeau, sem hrapaði í vinsældum eftir að matarkostnaður og húsnæðiskostur rauk upp. Eftir afsögn Trudeau og innkomu Carney er búið að slá það spil úr höndum þeirra. Búist er við því að yfirvofandi tollahækkanir Bandaríkjanna á kanadískt stál, ál og aðrar vörur og hvernig kanadískir stjórnmálamenn ætli að bregðast við því muni ráða atkvæðum kjósenda. Carney hefur lýst því yfir að Kanadabúar hafi val á milli „kanadísks Trump eða ríkisstjórnar sem sameinar þjóðina.“ Ætlar að standa í hárinu á Trump Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, er helsti keppinautur Carney en hann er reyndur pólitíkus og hefur setið á kanadíska þinginu frá 2004. Öfugt við Frjálslynda stefndi í stórsigur þeirra í næstu kosningum þar til hótanir Trump settu allt úr skoðrum. Polievre hefur lýst því yfir að hann ætli að standa gegn Trump fyrir fullveldi landsins. Pierre Polievre hefur verið lýst sem popúlista en hann ætlar að setja Kanada í fyrsta sæti.Getty „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylki og flokkssystir Poilievre, lýsti því hins vegar yfir í nýlegu viðtali að Poilievre væri „mjög í takt“ við nýja pólitíska strauma í Bandaríkjunum. „Innihald viðtalsins er mjög slæmt fyrir Íhaldsmenn því það styrkir frásögn Frjálslyndra um Pierre Poilievre og meinta hugmyndafræðilega nánd hans við Donald Trump,” sagði Daniel Béland, stjórnmálafræðiprófessor við McGill-háskóla í Montreal um yfirlýsingar Smith.
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira