Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Bjarki Sigurðsson skrifar 25. mars 2025 19:29 Svona eru laun bæjarstjóranna í tíu stærstu sveitarfélögum landsins. vísir/hjalti Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur. Af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins er bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Skammt á eftir koma svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bæjarstjóri Akureyrar og borgarstjóri. Aðrir sem rjúfa tveggja milljón króna múrinn eru bæjarstjórar Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness og Fjarðabyggðar. Lestina rekur svo bæjarstjóri Árborgar. Ofan á þetta fá einhverjir þeirra greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Engin hófsemd Formaður Eflingar segir há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd,“ segir Sólveig. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Lýður Valberg Hún segir launin vanvirðing við alla sem greiða útsvar til sveitarfélaganna. „Ég held að ég geti sagt hér fyrir hönd allra Eflingarfélaga, að við fordæmum þetta. Við fordæmum framferði hinnar opinberu yfirstéttar og við teljum að það hljóti vera kominn tími á það að það myndist hér pólitísk samstaða í þessu samfélagi að setja þessu fólki einfaldlega stólinn fyrir dyrnar,“ segir Sólveig. Spilling á Íslandi Ýmsir bæjarstjórar fá launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári, sem þekkist almennt ekki á almennum markaði að sögn Sólveigar. „Ástæðan fyrir því að þetta fólk kemst upp með þetta er að því miður erum við að því miður erum við að takast á við mikla spillingu í þessu landi. Hún lýsir sér ekki bara með þessum hætti en þetta er kannski ljósasta og að sumu leyti ömurlegasta birtingarmyndin,“ segir Sólveig. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Reykjanesbær Akureyri Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Akranes Fjarðabyggð Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins er bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Skammt á eftir koma svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bæjarstjóri Akureyrar og borgarstjóri. Aðrir sem rjúfa tveggja milljón króna múrinn eru bæjarstjórar Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness og Fjarðabyggðar. Lestina rekur svo bæjarstjóri Árborgar. Ofan á þetta fá einhverjir þeirra greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Engin hófsemd Formaður Eflingar segir há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd,“ segir Sólveig. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Lýður Valberg Hún segir launin vanvirðing við alla sem greiða útsvar til sveitarfélaganna. „Ég held að ég geti sagt hér fyrir hönd allra Eflingarfélaga, að við fordæmum þetta. Við fordæmum framferði hinnar opinberu yfirstéttar og við teljum að það hljóti vera kominn tími á það að það myndist hér pólitísk samstaða í þessu samfélagi að setja þessu fólki einfaldlega stólinn fyrir dyrnar,“ segir Sólveig. Spilling á Íslandi Ýmsir bæjarstjórar fá launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári, sem þekkist almennt ekki á almennum markaði að sögn Sólveigar. „Ástæðan fyrir því að þetta fólk kemst upp með þetta er að því miður erum við að því miður erum við að takast á við mikla spillingu í þessu landi. Hún lýsir sér ekki bara með þessum hætti en þetta er kannski ljósasta og að sumu leyti ömurlegasta birtingarmyndin,“ segir Sólveig.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Reykjanesbær Akureyri Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Akranes Fjarðabyggð Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu