10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar 27. mars 2025 13:17 Af hverju fá börn og unglingar ekki að njóta sannmælis? Af hverju er komið fram við þau með hætti sem enginn fullorðinn myndi nokkru sinni sætta sig við? Hugsið ykkur að í vinnu væru þið metin til launa með margskonar kvörðum. Það færi eftir vinnustað og deild hvernig þið væruð metin og þau um leið hvað þið fenguð borgað. Þannig að hver og einn vissi ekki alltaf hvaða mælikvarðar væru notaðir til að mæla vinnuframlag hans og mikið ósamræmi væri í launum starfsmanna, ekkert gegnsæi og ekkert jafnræði á milli starfsmanna. Þetta myndi fullorðið fólk ekki sætta sig við, ALDREI. Nemendur fá endurgjöf – sín „laun“ – í litum, bókstöfum, tölum og textum. En hvaða merkingu hefur þetta? Það fer eftir kennara, skóla og túlkun. Nýlegar rannsóknir og reynsla sýna að nemendur, foreldrar og jafnvel kennarar skilja oft ekki hvaða viðmið liggja að baki matsins – eða hvernig það tengist lögbundinni námskrá. Steininn tekur þó úr við lok grunnskóla þegar mat er lagt á 10 ára nám, hvernig hverjum og einum hefur tekist að tileinka sér lögbundin viðmið úr námskrá. Líklega þekkja allir, nemendur og foreldrar þeirra, síðustu ár þá óvissu og vanmáttartilfinningu sem fylgir útskriftareinkunnum grunnskólanna þar sem einkunnir er ráðgáta, samanburður við aðra ómögulegur og jafnræði ekkert. Nemendur kalla á að virðing sé borin fyrir vinnu þeirra, að þeir viti til hvers er ætlast til af þeim, að endurgjöf á nám þeirra sé skiljanleg og að þeir njóti jafnræðis. Innleiðum námsmat þar sem allir nemendur sitja við sama borð, vita til hvers er ætlast af þeim, skilja endurgjöfina og jafnræðis er gætt. Er til of mikils mælst? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju fá börn og unglingar ekki að njóta sannmælis? Af hverju er komið fram við þau með hætti sem enginn fullorðinn myndi nokkru sinni sætta sig við? Hugsið ykkur að í vinnu væru þið metin til launa með margskonar kvörðum. Það færi eftir vinnustað og deild hvernig þið væruð metin og þau um leið hvað þið fenguð borgað. Þannig að hver og einn vissi ekki alltaf hvaða mælikvarðar væru notaðir til að mæla vinnuframlag hans og mikið ósamræmi væri í launum starfsmanna, ekkert gegnsæi og ekkert jafnræði á milli starfsmanna. Þetta myndi fullorðið fólk ekki sætta sig við, ALDREI. Nemendur fá endurgjöf – sín „laun“ – í litum, bókstöfum, tölum og textum. En hvaða merkingu hefur þetta? Það fer eftir kennara, skóla og túlkun. Nýlegar rannsóknir og reynsla sýna að nemendur, foreldrar og jafnvel kennarar skilja oft ekki hvaða viðmið liggja að baki matsins – eða hvernig það tengist lögbundinni námskrá. Steininn tekur þó úr við lok grunnskóla þegar mat er lagt á 10 ára nám, hvernig hverjum og einum hefur tekist að tileinka sér lögbundin viðmið úr námskrá. Líklega þekkja allir, nemendur og foreldrar þeirra, síðustu ár þá óvissu og vanmáttartilfinningu sem fylgir útskriftareinkunnum grunnskólanna þar sem einkunnir er ráðgáta, samanburður við aðra ómögulegur og jafnræði ekkert. Nemendur kalla á að virðing sé borin fyrir vinnu þeirra, að þeir viti til hvers er ætlast til af þeim, að endurgjöf á nám þeirra sé skiljanleg og að þeir njóti jafnræðis. Innleiðum námsmat þar sem allir nemendur sitja við sama borð, vita til hvers er ætlast af þeim, skilja endurgjöfina og jafnræðis er gætt. Er til of mikils mælst? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar