Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Hólmfríður Gísladóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2025 12:25 Inga sagði Flokk fólksins ekkert viðkvæman fyrir umfjöllun fjölmiðla, þau væru „grjóthörð“. Samfélagið þyrfti á fjölmiðlum að halda. Vísir/Vilhelm „Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. Inga var spurð á því eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvernig mál blöstu við henni nú þegar rykið væri að setjast eftir fjaðrafok síðustu daga, þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér ráðherraembætti eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með táningi þegar hún var á þrítugsaldri. „Ásta, þú ert hetja,“ sagði hún beint í myndavélina. Spurð að því hvort henni þætti Ásthildur Lóa raunverulega þurfa að hafa sagt af sér, svona eftir á að hyggja, svaraði Inga að það hefði nú ekkert upp úr sér að velta því fyrir sér „hvað ef“. Þetta hefði verið sú ákvörðun sem fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra hefði tekið sjálf, „af stórmennsku“. „Þetta var hennar ákvörðun og mér finnst hún hafa sýnt bara algjöran hetjuskap,“ sagði Inga. Hún virti ákvörðun Ásthildar Lóu, sem hún ítrekaði að væri „frábæra“ kona. „Ég tel að það hefði mátt vanda betur til verka þegar þessi frétt var sett í loftið með svona afgerandi hætti um rangindi sem greinilega voru ekki á rökum reist,“ svaraði Inga, innt eftir skoðun sinni á umfjöllun um málið og gagnrýni á fréttaflutning fjölmiðla. Sér hefði til að mynda þótt afskaplega leiðinlegt þegar talað hefði verið um það að Ásthildur Lóa hefði „átt barn með barni“, sem var meðal annars slegið upp í erlendum miðlum. „Þessi ungi maður var tæplega sautján ára gamall þegar hann eignast þennan son, hann átti einn mánuði í það, enda er það algjört aukaatriði í öllu þessu samhengi. Þessi aðför var ómakleg fannst mér, já og hefði viljað sjá hana vandaðri af okkar ríkisfjölmiðli.“ Málinu sé lokið en nú sé Ásthildur Lóa, sem hyggst halda áfram sem þingmaður, að reyna að ná áttum og taka utan um þá ágjöf sem hún hefði ómaklega fengið á sig. Þá ítrekaði Inga kærleikskveðjur til flokkssystur sinnar og lýsti henni aftur sem „hetju“. Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Inga var spurð á því eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvernig mál blöstu við henni nú þegar rykið væri að setjast eftir fjaðrafok síðustu daga, þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér ráðherraembætti eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með táningi þegar hún var á þrítugsaldri. „Ásta, þú ert hetja,“ sagði hún beint í myndavélina. Spurð að því hvort henni þætti Ásthildur Lóa raunverulega þurfa að hafa sagt af sér, svona eftir á að hyggja, svaraði Inga að það hefði nú ekkert upp úr sér að velta því fyrir sér „hvað ef“. Þetta hefði verið sú ákvörðun sem fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra hefði tekið sjálf, „af stórmennsku“. „Þetta var hennar ákvörðun og mér finnst hún hafa sýnt bara algjöran hetjuskap,“ sagði Inga. Hún virti ákvörðun Ásthildar Lóu, sem hún ítrekaði að væri „frábæra“ kona. „Ég tel að það hefði mátt vanda betur til verka þegar þessi frétt var sett í loftið með svona afgerandi hætti um rangindi sem greinilega voru ekki á rökum reist,“ svaraði Inga, innt eftir skoðun sinni á umfjöllun um málið og gagnrýni á fréttaflutning fjölmiðla. Sér hefði til að mynda þótt afskaplega leiðinlegt þegar talað hefði verið um það að Ásthildur Lóa hefði „átt barn með barni“, sem var meðal annars slegið upp í erlendum miðlum. „Þessi ungi maður var tæplega sautján ára gamall þegar hann eignast þennan son, hann átti einn mánuði í það, enda er það algjört aukaatriði í öllu þessu samhengi. Þessi aðför var ómakleg fannst mér, já og hefði viljað sjá hana vandaðri af okkar ríkisfjölmiðli.“ Málinu sé lokið en nú sé Ásthildur Lóa, sem hyggst halda áfram sem þingmaður, að reyna að ná áttum og taka utan um þá ágjöf sem hún hefði ómaklega fengið á sig. Þá ítrekaði Inga kærleikskveðjur til flokkssystur sinnar og lýsti henni aftur sem „hetju“.
Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira