Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 29. mars 2025 07:03 Nú hefur meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði fundið sig knúinn til að þrengja að réttindum fatlaðs fólk. Það gerðist þegar settar voru nýjar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði í bænum. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn nú í vikunni, þrátt fyrir mótmæli okkar jafnaðarmanna. Endurskoðun reglnanna hefur verið í undirbúningi síðan í febrúar 2024. Þegar málið hafði verið í vinnslu í tæpt á þá var skyndilega skotið inn nýju ákvæði um að einstaklingur með miklar fatlanir, sem óskar eftir víðtækri þjónustu bæjarins, þurfi að hafa samráð við sveitarfélagið um búsetuform þannig að hægt sé að samræma þjónustuþætti á vegum sveitarfélagsins. Ekki tekið tillit til umsagnar samráðshóps Samráðshópur um málefni fatlaðs fólk fékk reglurnar til umsagnar og telur að þetta ákvæði stangist á við 9. gr. laga um málefni fatlaðra. Sú grein fjallar um að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og á rétt á að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Sérhafnfirskt afbrigði Við í Samfylkingunni tókum undir þessa umsögn og bentum á að þarna sé verið að búa til flækjustig og þrengja að réttindum fatlaðra með því að þvinga fólkið til samráðs við sveitarfélagið og leggja meiri skyldur á fatlaða umfram aðra íbúa sem þurfa þjónustu frá sveitarfélaginu. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í regluverki annarra sveitarfélaga, heldur er þetta sérhafnfirskt afbrigði. Forræðishyggja meirihlutans Í þessu sérstaka ákvæði birtist gamaldags og úreltur hugsunarháttur sem vitnar ekki um virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og aðlögun fólks með fatlanir að samfélaginu. En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að hin opinberu kerfi hafi vit fyrir fólki, sérstaklega fólki með fötlun. Það heitir forræðishyggja. Breytingartillaga felld Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingartillögu um að fella burt og taka út þetta umdeilda ákvæði, en það var fellt, og reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar. Það segir ýmislegt um viðhorfið til réttinda og stöðu fatlaðs fólks. Á sama tíma og ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna undirbýr staðfestingu og innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá fara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði í allt aðra átt. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði fundið sig knúinn til að þrengja að réttindum fatlaðs fólk. Það gerðist þegar settar voru nýjar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði í bænum. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn nú í vikunni, þrátt fyrir mótmæli okkar jafnaðarmanna. Endurskoðun reglnanna hefur verið í undirbúningi síðan í febrúar 2024. Þegar málið hafði verið í vinnslu í tæpt á þá var skyndilega skotið inn nýju ákvæði um að einstaklingur með miklar fatlanir, sem óskar eftir víðtækri þjónustu bæjarins, þurfi að hafa samráð við sveitarfélagið um búsetuform þannig að hægt sé að samræma þjónustuþætti á vegum sveitarfélagsins. Ekki tekið tillit til umsagnar samráðshóps Samráðshópur um málefni fatlaðs fólk fékk reglurnar til umsagnar og telur að þetta ákvæði stangist á við 9. gr. laga um málefni fatlaðra. Sú grein fjallar um að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og á rétt á að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Sérhafnfirskt afbrigði Við í Samfylkingunni tókum undir þessa umsögn og bentum á að þarna sé verið að búa til flækjustig og þrengja að réttindum fatlaðra með því að þvinga fólkið til samráðs við sveitarfélagið og leggja meiri skyldur á fatlaða umfram aðra íbúa sem þurfa þjónustu frá sveitarfélaginu. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í regluverki annarra sveitarfélaga, heldur er þetta sérhafnfirskt afbrigði. Forræðishyggja meirihlutans Í þessu sérstaka ákvæði birtist gamaldags og úreltur hugsunarháttur sem vitnar ekki um virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og aðlögun fólks með fatlanir að samfélaginu. En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að hin opinberu kerfi hafi vit fyrir fólki, sérstaklega fólki með fötlun. Það heitir forræðishyggja. Breytingartillaga felld Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingartillögu um að fella burt og taka út þetta umdeilda ákvæði, en það var fellt, og reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar. Það segir ýmislegt um viðhorfið til réttinda og stöðu fatlaðs fólks. Á sama tíma og ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna undirbýr staðfestingu og innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá fara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði í allt aðra átt. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar