Erfitt að átta sig á áformum Trumps Bjarki Sigurðsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 30. mars 2025 20:19 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi. Vísir/Frikki Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla að taka og í gær sagði forseti landsins að Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka að það verði gert með valdi. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem má finna á eyjunni. „Síðan kemur að þeim yfirlýsingum forsetans, sem að þú varst að vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar að mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram að þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra. Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann að ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga. „Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig að kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best að tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem að hann er og sá, því miður verður maður að segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem að við blasir.“ Það sé ekki rétta leiðin að heimta að fá Grænland og að taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang að eyjunni. „Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt að kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en að Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap,“ segir Albert. Grænland Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Danmörk Tengdar fréttir „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla að taka og í gær sagði forseti landsins að Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka að það verði gert með valdi. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem má finna á eyjunni. „Síðan kemur að þeim yfirlýsingum forsetans, sem að þú varst að vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar að mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram að þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra. Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann að ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga. „Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig að kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best að tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem að hann er og sá, því miður verður maður að segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem að við blasir.“ Það sé ekki rétta leiðin að heimta að fá Grænland og að taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang að eyjunni. „Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt að kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en að Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap,“ segir Albert.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Danmörk Tengdar fréttir „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
„Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49