Björn hvergi af baki dottinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 14:24 Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar ásamt félögum sínum í borgarstjórnarflokknum að kalla eftir úrskurði innviðaráðuneytisins um hvort það haldi vatni að hann geti sem formaður Fylkis ekki tekið sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2023 kom fram að Björn væri vanhæfur til setu í ráðinu sem formaður. Björn segir í samtali við Vísi alltaf hafa ætlað að gera eitthvað í málinu en ekkert orðið úr. En nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þannig lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til á dögunum að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í ráðinu. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur enga ástæðu til að uppfæra minnisblaðið frá 2023. Björn sé enn vanhæfur jafnvel þótt hann víki af fundum þegar málefni Fylkis komi til umræðu. Vanhæfið sé líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Björn segir mikilvægt að fá úrskurð úr innviðaráðuneytinu vegna málsins en sveitarstjórnarmál heyra undir ráðuneytið. Í fjölmörgum sveitarfélögum um landið súpi menn kveljur enda algengt að þar sé fólk með marga hatta; virkt í íþróttafélögunum en pólitíkinni um leið. „Þetta fólk sér fyrir sér að detta út úr öllu,“ segir Björn. Hann áréttar að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða. „Maður hefur engar tekjur af þessu.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa þétt við bak sér og flokksins að kalla eftir úrskurðinum. Hann vonast eftir hagstæðri niðurstöðu til að reynsla hans hvað íþróttamál varðar geti nýst í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2023 kom fram að Björn væri vanhæfur til setu í ráðinu sem formaður. Björn segir í samtali við Vísi alltaf hafa ætlað að gera eitthvað í málinu en ekkert orðið úr. En nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þannig lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til á dögunum að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í ráðinu. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur enga ástæðu til að uppfæra minnisblaðið frá 2023. Björn sé enn vanhæfur jafnvel þótt hann víki af fundum þegar málefni Fylkis komi til umræðu. Vanhæfið sé líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Björn segir mikilvægt að fá úrskurð úr innviðaráðuneytinu vegna málsins en sveitarstjórnarmál heyra undir ráðuneytið. Í fjölmörgum sveitarfélögum um landið súpi menn kveljur enda algengt að þar sé fólk með marga hatta; virkt í íþróttafélögunum en pólitíkinni um leið. „Þetta fólk sér fyrir sér að detta út úr öllu,“ segir Björn. Hann áréttar að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða. „Maður hefur engar tekjur af þessu.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa þétt við bak sér og flokksins að kalla eftir úrskurðinum. Hann vonast eftir hagstæðri niðurstöðu til að reynsla hans hvað íþróttamál varðar geti nýst í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25