Innlent

Við­búnaður í Vestur­bæ vegna leitar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Mikill viðbúnaður er við Ægisíðuna í Vesturbæ Reykjavíkur.
Mikill viðbúnaður er við Ægisíðuna í Vesturbæ Reykjavíkur. Aðsend

Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í kvöld, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar til að leita að einstaklingi meðfram suðurströnd Vesturbæjar. Grunur leikur á að einstaklingurinn hafi farið í sjóinn.

„Það voru allar sveitir kallaðar út til að leita að einstaklingi,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann gat ekki sagt meira um einstaklinginn en að það væri verið að leita að honum.

Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum eru einnig bátar, sjúkrabílar og lögregla á vettvangi.

Fólki er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×