Handbolti

Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoð­sendingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir er að búa til 13,3 mörk í leik fyrir Haukakonur.
Elín Klara Þorkelsdóttir er að búa til 13,3 mörk í leik fyrir Haukakonur. Vísir/Anton

Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir varð markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta á þessu tímabili en lokaumferð deildarinnar fór fram í gærkvöldi.

Elín Klara skoraði 167 mörk í 21 leik í vetur eða 8,0 mörk að meðaltali í leik. Elín skoraði tólf mörkum meira en Valskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir sem varð næstmarkahæst með 155 mörk. Þórey Anna var með 7,4 mörk í leik.

Eyjakonan Birna Berg Haraldsdóttir var síðan í þriðja sætinu með 135 mörk í 21 leik eða 6,4 mörk í leik.

Hin unga og efnilega Embla Steindórsdóttir hjá Stjörnunni varð fjórða markahæst með 123 mörk í 21 leik sem gera 5,9 mörk í leik.

Í fimmta sætinu var síðan Framarinn Alfa Brá Hagalín með 114 mörk í 21 leik en það eru 5,4 mörk að meðaltali.

Elín Klara var ekki aðeins markadrottning því hún gaf flestar stoðsendingar í deildinni eða 111 sem gera 5,3 stoðsendingar í leik. Elín bjó því til 13,3 mörk að meðaltali í leik eða samtals 278 mörk í 21 leik.

Í öðru sæti í stoðsendingum varð fyrrnefnd Embla Steindórsdóttir með 83 en Valskonan Elín Rósa Magnúsdóttir gaf 81 stoðsendingu. Elín Rósa lék einum leik færra og var því með fleiri stoðsendingar að meðaltali.

  • Markahæstar í Olís deild kvenna:
  • (Tölur frá HB Statz)
  • 1. Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum 167
  • 2. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val 155
  • 3. Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV 135
  • 4. Embla Steindórsdóttir, Stjörnunni 123
  • 5. Alfa Brá Hagalín, Fram 114
  • 6. Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi 112
  • 7. Ída Margrét Stefánsdóttir, Gróttu 110
  • 8. Sara Dögg Hjaltadóttir, ÍR 106
  • 9. Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni 96
  • 10. Steinunn Björnsdóttir, Fram 92
  • -
  • Flestar stoðsendingar í Olís deild kvenna:
  • (Tölur frá HB Statz)
  • 1. Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum 111
  • 2. Embla Steindórsdóttir, Stjörnunni 83
  • 3. Elín Rósa Magnúsdóttir, Val 81
  • 4. Lena Margrét Valdimarsdóttir, Fram 78
  • 5. Rut Jónsdóttir, Haukum 74
  • 6. Sara Dögg Hjaltadóttir, ÍR 71
  • 7. Katla María Magnúsdóttir, Selfossi 68
  • 8. Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV 64
  • 9. Lovísa Thompson, Val 60
  • 10. Harpa Valey Gylfadóttir, Selfossi 59



Fleiri fréttir

Sjá meira


×