Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2025 13:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum. Vísir/Ívar Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim. Vitundarvakningin ber heitið #ÉGLOFA. Henni var ýtt úr vör í morgun með vinnustofu í Tónabæ. Þar ræddu ungmenni í tíunda bekk og úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hvað þau telja að fullorðnir geti gert betur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum segir of mörg börn hér á landi verða fyrir kynferðisofbeldi. „Og alltof fá börn segja frá. Við viljum að fullorðnir taki ábyrgðina og við erum að biðja fólk um að lakka litlu nöglina græna og gefa litla putta loforð um að gera eitthvað, allir geta gert eitthvað, hlusta, styðja, bregðast við, tilkynna grun, fræða um hætturnar á netinu og svo framvegis.“ Vandinn mikill Kolbrún segir að markmiðið með vinnustofunni í dag vera þá að móta tillögur til úrbóta. Tölur íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni að vandinn sé mikill. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni árið 2024 sögðu um 700 börn í 8. til 10 bekk að annar unglingur hefði haft við þau samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra, 250 á sama aldri sögðu að einhver fullorðinn, að minnsta kosti fimm árum eldri, hefði haft samfarir eða munnmök við þau einhvern tíma á lífsleiðinni. Innan við helmingur þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa sagt einhverjum frá ofbeldinu. „Þá vildum við heyra raddir barna og ungmenna, hvað þurfa þau frá fullorðnum til þess að við getum varið þau betur og þess vegna boðuðum við hingað nemendur hingað úr tíunda bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum til þess að koma saman, ræða þessi mál og hvað getum við gert betur, bæði sem samfélag, sem foreldrar, skólakerfið, dómskerfið. Hvað er það sem þau þurfa frá okkur fullorðna fólkinu.“ Tillögurnar sem krakkarnir leggja til á vinnustofunni í dag verða svo afhentar stjórnvöldum. „Þær verða dregnar saman í ákall til stjórnvalda og til fullorðinna í samfélaginu um það hvað unga fólkið vill að við gerum betur.“ Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Vitundarvakningin ber heitið #ÉGLOFA. Henni var ýtt úr vör í morgun með vinnustofu í Tónabæ. Þar ræddu ungmenni í tíunda bekk og úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hvað þau telja að fullorðnir geti gert betur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum segir of mörg börn hér á landi verða fyrir kynferðisofbeldi. „Og alltof fá börn segja frá. Við viljum að fullorðnir taki ábyrgðina og við erum að biðja fólk um að lakka litlu nöglina græna og gefa litla putta loforð um að gera eitthvað, allir geta gert eitthvað, hlusta, styðja, bregðast við, tilkynna grun, fræða um hætturnar á netinu og svo framvegis.“ Vandinn mikill Kolbrún segir að markmiðið með vinnustofunni í dag vera þá að móta tillögur til úrbóta. Tölur íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni að vandinn sé mikill. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni árið 2024 sögðu um 700 börn í 8. til 10 bekk að annar unglingur hefði haft við þau samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra, 250 á sama aldri sögðu að einhver fullorðinn, að minnsta kosti fimm árum eldri, hefði haft samfarir eða munnmök við þau einhvern tíma á lífsleiðinni. Innan við helmingur þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa sagt einhverjum frá ofbeldinu. „Þá vildum við heyra raddir barna og ungmenna, hvað þurfa þau frá fullorðnum til þess að við getum varið þau betur og þess vegna boðuðum við hingað nemendur hingað úr tíunda bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum til þess að koma saman, ræða þessi mál og hvað getum við gert betur, bæði sem samfélag, sem foreldrar, skólakerfið, dómskerfið. Hvað er það sem þau þurfa frá okkur fullorðna fólkinu.“ Tillögurnar sem krakkarnir leggja til á vinnustofunni í dag verða svo afhentar stjórnvöldum. „Þær verða dregnar saman í ákall til stjórnvalda og til fullorðinna í samfélaginu um það hvað unga fólkið vill að við gerum betur.“
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira