Fótbolti

Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunar­liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (til hægri) fær tækifæri í byrjunarliðinu gegn Noregi. Ingibjörg Sigurðardóttir (til vinstri) leiðir íslenska liðið út á AVIS-völlinn í Laugardalnum á eftir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (til hægri) fær tækifæri í byrjunarliðinu gegn Noregi. Ingibjörg Sigurðardóttir (til vinstri) leiðir íslenska liðið út á AVIS-völlinn í Laugardalnum á eftir. getty/Alex Nicodim

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Noregi í Þjóðadeildinni.

Ísland tapaði 3-2 fyrir Frakklandi í síðasta leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni 25. febrúar. Þorsteinn gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu frá þeim leik.

Sandra María Jessen, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir fara á bekkinn og þá er fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Í stað þeirra koma Guðrún Arnardóttir, Hildur Antonsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Hlín Eiríksdóttir inn í byrjunarliðið.

Ingibjörg Sigurðardóttir er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar og stendur vaktina í miðri vörninni ásamt Guðrúnu. Guðný Árnadóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir manna bakvarðastöðurnar. Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í markinu.

Hildur, Berglind og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru á miðjunni, Emilía og Hlín á köntunum og Sveindís Jane Jónsdóttir fremst.

Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×