Franska liðið vann 2-0 útisigur á Sviss í kvöld og hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína.
Frakkar eru með fimm stiga forskot á Noreg sem gerði markalaust jafntefli í Laugardalnum í dag. Noregur situr í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en íslenska liðið er með tvö stig.
Íslenska liðið tapaði 3-2 á móti Frakklandi en hefur gert markalaust jafntefli í hinum tveimur leikjum sínum.
Frakkar komust í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Fyrra markið skoraði Sandy Baltimore á 15. mínútu eftir sendingu frá Delphine Cascarino.
Selma Bacha bætti síðan við öðru marki franska liðsins tveimur mínútum fyrir hálfleik.
Frakkar náðu ekki að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum en lönduðu öruggum sigri.