Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 10:22 Giorgi Mamardashvili ræðir við Real Madrid stjörnuna Vinicius Junior áður en Brasilíumaðurinn tók vítið. Mamardashvili varði síðan vítið. Getty/Alberto Gardi Georgíski markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var í aðalhlutverki þegar Valencia vann mjög óvæntan sigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu í gær. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir heimamenn í toppbaráttu spænsku deildarinnar. Liverpool er búið að kaupa Mamardashvili en hann er í láni hjá Valencia á þessu tímabili. Hann sýndi það í gærkvöldi af hverju enska toppliðið vildi fá hann. Mamardashvili hélt Valencia inn í leiknum með því að verja vítaspyrnu frá Vinícius Júnior eftir þrettán mínútna leik. Tveimur mínútum síðar komst Valencia síðan í 1-0. Vinícius jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en þrátt fyrir stórsókn þá tókst Real mönnum ekki að skora aftur hjá Mamardashvili og það var síðan Valencia sem stal sigrinum með sigurmarki í uppbótatíma. Mamardashvili sagði síðan frá því eftir leik að hann hefði veðjað við Vinícius og unnið það veðmál. 😅💸 Mamardashvili: “I bet €50 with Vinicius that the penalty will be stopped...…he hasn't given it to me”, told El Chiringuito. pic.twitter.com/jEOJIXX7lz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 5, 2025 „Ég átti samtal við Vinicius fyrir vítið og græddi síðan fimmtíu evrur,“ sagði Giorgi Mamardashvili við blaðamenn eftir leik. ESPN segir frá. „Ég spurði hann hvort hann vildi setja fimmtíu evrur undir í vítinu. Hann sagði já og ég vann,“ sagði Mamardashvili. „Hann ætti að borga mér en hann hefur ekki enn gert það,“ sagði Mamardashvili. Mamardashvili átti stórleik í markinu og varði hvað eftir annað frá stórstjörnum Real Madrid. Hann varði alls átta skot í leiknum en þrátt fyrir eitt mark þá var xG, áætluð mörk 3,47 hjá Real. Úrslitin voru mikið áfall fyrir Real Madrid í baráttunni um spænska titilinn við Barcelona. 🌟 | PLAYER OF THE MATCHGiorgi Mamardashvili v Real Madrid:🧤 8 saves📥 5 saved shots from inside the box🛑 1 penalty save✋ 2.28 Goals prevented📈 8.5 Sofascore RatingA huge goalkeeping display ensures Valencia leave Santiago Bernabéu with all three points! 👏👏… pic.twitter.com/BDYbfx6Hwr— Sofascore Football (@SofascoreINT) April 5, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Liverpool er búið að kaupa Mamardashvili en hann er í láni hjá Valencia á þessu tímabili. Hann sýndi það í gærkvöldi af hverju enska toppliðið vildi fá hann. Mamardashvili hélt Valencia inn í leiknum með því að verja vítaspyrnu frá Vinícius Júnior eftir þrettán mínútna leik. Tveimur mínútum síðar komst Valencia síðan í 1-0. Vinícius jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en þrátt fyrir stórsókn þá tókst Real mönnum ekki að skora aftur hjá Mamardashvili og það var síðan Valencia sem stal sigrinum með sigurmarki í uppbótatíma. Mamardashvili sagði síðan frá því eftir leik að hann hefði veðjað við Vinícius og unnið það veðmál. 😅💸 Mamardashvili: “I bet €50 with Vinicius that the penalty will be stopped...…he hasn't given it to me”, told El Chiringuito. pic.twitter.com/jEOJIXX7lz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 5, 2025 „Ég átti samtal við Vinicius fyrir vítið og græddi síðan fimmtíu evrur,“ sagði Giorgi Mamardashvili við blaðamenn eftir leik. ESPN segir frá. „Ég spurði hann hvort hann vildi setja fimmtíu evrur undir í vítinu. Hann sagði já og ég vann,“ sagði Mamardashvili. „Hann ætti að borga mér en hann hefur ekki enn gert það,“ sagði Mamardashvili. Mamardashvili átti stórleik í markinu og varði hvað eftir annað frá stórstjörnum Real Madrid. Hann varði alls átta skot í leiknum en þrátt fyrir eitt mark þá var xG, áætluð mörk 3,47 hjá Real. Úrslitin voru mikið áfall fyrir Real Madrid í baráttunni um spænska titilinn við Barcelona. 🌟 | PLAYER OF THE MATCHGiorgi Mamardashvili v Real Madrid:🧤 8 saves📥 5 saved shots from inside the box🛑 1 penalty save✋ 2.28 Goals prevented📈 8.5 Sofascore RatingA huge goalkeeping display ensures Valencia leave Santiago Bernabéu with all three points! 👏👏… pic.twitter.com/BDYbfx6Hwr— Sofascore Football (@SofascoreINT) April 5, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira