Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2025 11:40 Maðurinn keypti lánið af Símanum en sló lánið hjá Símanum Pay. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðs Apple-úrs, sem hann keypti á raðgreiðslum af Símanum aðfaranótt fimmtudags í desember árið 2023. Maðurinn kvaðst ekkert kannast við að hafa keypt úrið og hafa greitt af láninu fyrir misskilning. Maðurinn situr uppi með rúma milljón króna í málskostnað. Þetta var niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 1. apríl. Þar segir að Síminn Pay ehf. hafi höfðað málið til heimtu skuldar að fjárhæð 69.218 krónur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Í dóminum segir að samkvæmt málatilbúnaði Símans Pay hafi lánið verið tekið í gegnum smáforrit félagsins vegna kaupa mannsins á úri úr vefverslun Símans hf., sem maðurinn hafi ekki kannast við að hafa keypt. Maðurinn hafi kosið að gefa ekki skýrslu fyrir dómi og því hefði ekki gefist tækifæri til að spyrja hann út í meint kaup hans eða lántöku. Lögmaður hans hafi sagt við munnlegan málflutning að maðurinn kannaðist hvorki við að hafa keypt úrið né tekið umrætt lán hjá Símanum Pay. Greiddi án athugasemd til að byrja með Því hafi hins vegar hvorki verið haldið fram af manninum í málinu, né hafi verið lögð fram gögn um það, að maðurinn hafi haft samband við Símann Pay í framhaldi af umræddum kaupum og lántöku, eins og eðlilegt hefði verið, til að gera athugasemd við reikninga félagsins, eftir atvikum til að tilkynna að hann hefði hvorki staðið að kaupum á Apple-úrinu hjá Símanum hf., né að lántökunni hjá Símanum Pay. Verði því að ætla að maðuinn hafi hvorki haft samband við félagið né Símann hf. í þessu samhengi. Á sama hátt bendi ekkert til þess að maðurinn hafi haft samband við lögreglu í framhaldi af kaupunum og lántökunni til að láta vita af því að rafræn skilríki hans hafi verið misnotuð, hvað þá að hann hafi lagt fram kæru. Þvert á móti hafi maðurinn greitt fyrstu fimm afborganir umrædds láns, á tímabilinu 1. janúar til 1. maí 2024, án nokkurra athugasemda. Hann hafi hins vegar hætt að greiða af láninu, að því er virðist án þess að útskýra það frekar fyrir Símanum Pay. Eitt lán af fimm Síminn Pay hafi, ólíkt manninum, lagt fram ýmis gögn máli sínu til stuðnings, þar á meðal reikning Símans hf., þar sem nafn mannsins er skráð sem viðtakanda vöru og kennitala hans tilgreind. Kaupverð Apple-úrsins, sem maðurinn er sagður hafa keypt, sé tilgreint á reikningnum sem 71.990 krónur. Þá megi sjá upp-hafsstafi á botni reikningsins, sem Síminn Pay heldi fram að staðfesti að maðurinn hafi móttekið vöruna frá Símanum hf. Meðal gagna málsins séu einnig gögn frá Auðkenni og Símanum Pay, sem staðfesti að rafræn skilríki mannsins hafi verið notuð til að fá aðgang að smáforriti Símans Pay 6. desember 2023, annars vegar klukkan 02:24 og hins vegar klukkan 02:33. Gögnin sýni einnigað maðurinn hafi í fimm skipti tekið lán hjá Símanum Pay á tímabilinu 21. mars 2023 til og með 6. desember sama ár, eftir að hafa skráð sig inn í smáforritið með rafrænu auðkenni sínu. Á meðal þeirra lána sé það lán sem er málsins og sagt er að hafi verið tekið klukkan 02:45 hinn 6. desember 2023. Hafi talið sig vera að greiða fyrir fjarskiptaþjónustu Samkvæmt greinargerð mannsins hafi hann ekki gert sér grein fyrir því fyrir hvað hann væri að greiða þegar hann í fimm tilvikum greiddi af umræddu láni hjá Símanum Pay. Staðhæft sé í greinargerðinni að hann hafi talið sig vera að greiða fyrir fjarskiptaþjónustu Símans hf., en hann hafi verið í viðskiptum við það fyrirtæki. Sú staðhæfing sé þó ekki studd neinum gögnum, svo sem um að maðurinn hafi raunverulega verið í viðskiptum við Símann hf. eða hvers eðlis þau viðskipti hafi verið, hver hafi verið fjárhæð greiðslu fyrir þau og svo framvegis. Þá hafi fyrirsvarsmaður Símans Pay upplýst fyrir dómi að greiðsluseðlar Símans hf. væru sendir út í nafni þess fyrirtækis en greiðsluseðlar Símans Pay í nafni félagins og á kennitölu þess, en ekki í nafni og á kennitölu Símans hf., sem dragi enn frekar úr möguleikum á því að stefndi hafi getað ruglast á reikningum vegna fjarskiptaþjónustu Símans hf. og endurgreiðslu láns frá Símanum Pay í fimm mánuði. Loks segir um þetta að að mati dómsins sé afar ótrúverðugt að maðurinn hafi greitt fyrri greiðsluseðlana fyrir mistök. Hundruð þúsunda í málskostnað Í dóminum segir að samkvæmt því sem reifað er í dómnum sannað að maðurinn skuldi Símanum Pay eftirstöðvar lánsins sem þrætt var um í málinu. Sömuleiðis verði að telja að gjaldagi eftirstöðva lánsins sé kominn, þar sem höfuðstóll þess hafi verið gjaldfelldur. Maðurinn væri því dæmdur til að greiða stefnanda hina umkröfðu fjárhæð með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá segir að að virtum úrslitum málsins verði maðurinn að bera allan kostnað málsins, þar á meðal málskostnað Símans Pay í málinu. Samkvæmt tímaskýrslum lögmanna hafi þeir, hvor um sig, varið 18,75 vinnustundum í málið. Ekki þyki ástæða til að vefengja það. Að því virtu þyki hæfilegt að maðurinn greiði Símanum Pay 585.925 krónur í málskostnað. Þá sé miðað við tímagjald lögmanns mannsins, en ekki lögmanns Símans Pay, manninum til hagsbóta. Því má reikna með að lögmaður mannsins rukki hann um aðra eins upphæð fyrir vinnu hans í málinu. Þá myndi heildarmálskostnaður mannsins nema 1.171.850 krónum. Það er sautján sinnum hærri upphæð en maðurinn var krafinn um í málinu, ef vextir eru teknir út fyrir sviga. Síminn Dómsmál Neytendur Apple Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þetta var niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 1. apríl. Þar segir að Síminn Pay ehf. hafi höfðað málið til heimtu skuldar að fjárhæð 69.218 krónur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Í dóminum segir að samkvæmt málatilbúnaði Símans Pay hafi lánið verið tekið í gegnum smáforrit félagsins vegna kaupa mannsins á úri úr vefverslun Símans hf., sem maðurinn hafi ekki kannast við að hafa keypt. Maðurinn hafi kosið að gefa ekki skýrslu fyrir dómi og því hefði ekki gefist tækifæri til að spyrja hann út í meint kaup hans eða lántöku. Lögmaður hans hafi sagt við munnlegan málflutning að maðurinn kannaðist hvorki við að hafa keypt úrið né tekið umrætt lán hjá Símanum Pay. Greiddi án athugasemd til að byrja með Því hafi hins vegar hvorki verið haldið fram af manninum í málinu, né hafi verið lögð fram gögn um það, að maðurinn hafi haft samband við Símann Pay í framhaldi af umræddum kaupum og lántöku, eins og eðlilegt hefði verið, til að gera athugasemd við reikninga félagsins, eftir atvikum til að tilkynna að hann hefði hvorki staðið að kaupum á Apple-úrinu hjá Símanum hf., né að lántökunni hjá Símanum Pay. Verði því að ætla að maðuinn hafi hvorki haft samband við félagið né Símann hf. í þessu samhengi. Á sama hátt bendi ekkert til þess að maðurinn hafi haft samband við lögreglu í framhaldi af kaupunum og lántökunni til að láta vita af því að rafræn skilríki hans hafi verið misnotuð, hvað þá að hann hafi lagt fram kæru. Þvert á móti hafi maðurinn greitt fyrstu fimm afborganir umrædds láns, á tímabilinu 1. janúar til 1. maí 2024, án nokkurra athugasemda. Hann hafi hins vegar hætt að greiða af láninu, að því er virðist án þess að útskýra það frekar fyrir Símanum Pay. Eitt lán af fimm Síminn Pay hafi, ólíkt manninum, lagt fram ýmis gögn máli sínu til stuðnings, þar á meðal reikning Símans hf., þar sem nafn mannsins er skráð sem viðtakanda vöru og kennitala hans tilgreind. Kaupverð Apple-úrsins, sem maðurinn er sagður hafa keypt, sé tilgreint á reikningnum sem 71.990 krónur. Þá megi sjá upp-hafsstafi á botni reikningsins, sem Síminn Pay heldi fram að staðfesti að maðurinn hafi móttekið vöruna frá Símanum hf. Meðal gagna málsins séu einnig gögn frá Auðkenni og Símanum Pay, sem staðfesti að rafræn skilríki mannsins hafi verið notuð til að fá aðgang að smáforriti Símans Pay 6. desember 2023, annars vegar klukkan 02:24 og hins vegar klukkan 02:33. Gögnin sýni einnigað maðurinn hafi í fimm skipti tekið lán hjá Símanum Pay á tímabilinu 21. mars 2023 til og með 6. desember sama ár, eftir að hafa skráð sig inn í smáforritið með rafrænu auðkenni sínu. Á meðal þeirra lána sé það lán sem er málsins og sagt er að hafi verið tekið klukkan 02:45 hinn 6. desember 2023. Hafi talið sig vera að greiða fyrir fjarskiptaþjónustu Samkvæmt greinargerð mannsins hafi hann ekki gert sér grein fyrir því fyrir hvað hann væri að greiða þegar hann í fimm tilvikum greiddi af umræddu láni hjá Símanum Pay. Staðhæft sé í greinargerðinni að hann hafi talið sig vera að greiða fyrir fjarskiptaþjónustu Símans hf., en hann hafi verið í viðskiptum við það fyrirtæki. Sú staðhæfing sé þó ekki studd neinum gögnum, svo sem um að maðurinn hafi raunverulega verið í viðskiptum við Símann hf. eða hvers eðlis þau viðskipti hafi verið, hver hafi verið fjárhæð greiðslu fyrir þau og svo framvegis. Þá hafi fyrirsvarsmaður Símans Pay upplýst fyrir dómi að greiðsluseðlar Símans hf. væru sendir út í nafni þess fyrirtækis en greiðsluseðlar Símans Pay í nafni félagins og á kennitölu þess, en ekki í nafni og á kennitölu Símans hf., sem dragi enn frekar úr möguleikum á því að stefndi hafi getað ruglast á reikningum vegna fjarskiptaþjónustu Símans hf. og endurgreiðslu láns frá Símanum Pay í fimm mánuði. Loks segir um þetta að að mati dómsins sé afar ótrúverðugt að maðurinn hafi greitt fyrri greiðsluseðlana fyrir mistök. Hundruð þúsunda í málskostnað Í dóminum segir að samkvæmt því sem reifað er í dómnum sannað að maðurinn skuldi Símanum Pay eftirstöðvar lánsins sem þrætt var um í málinu. Sömuleiðis verði að telja að gjaldagi eftirstöðva lánsins sé kominn, þar sem höfuðstóll þess hafi verið gjaldfelldur. Maðurinn væri því dæmdur til að greiða stefnanda hina umkröfðu fjárhæð með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá segir að að virtum úrslitum málsins verði maðurinn að bera allan kostnað málsins, þar á meðal málskostnað Símans Pay í málinu. Samkvæmt tímaskýrslum lögmanna hafi þeir, hvor um sig, varið 18,75 vinnustundum í málið. Ekki þyki ástæða til að vefengja það. Að því virtu þyki hæfilegt að maðurinn greiði Símanum Pay 585.925 krónur í málskostnað. Þá sé miðað við tímagjald lögmanns mannsins, en ekki lögmanns Símans Pay, manninum til hagsbóta. Því má reikna með að lögmaður mannsins rukki hann um aðra eins upphæð fyrir vinnu hans í málinu. Þá myndi heildarmálskostnaður mannsins nema 1.171.850 krónum. Það er sautján sinnum hærri upphæð en maðurinn var krafinn um í málinu, ef vextir eru teknir út fyrir sviga.
Síminn Dómsmál Neytendur Apple Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira