„Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2025 22:15 Einar Jónsson, þjálfari Fram, getur leyft sér að fagna í kvöld. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hann var enn að ná sér niður eftir dramatískan leik þegar hann var gripinn í viðtal. „Þetta var dramatík en þetta hafðist. Við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður. Þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Leikurinn var skrautlegur á kafla í seinni hálfleik, þar sem aragrúi brottvísana leit dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Þrátt fyrir að Einar hafi fagnað sigri og að rauðu spjöldin hafi farið á leikmenn Hauka, furðaði hann sig samt á sumum dómum. „Það var bara ekkert annað hægt, ég verð bara að segja. Margar af þessum tveimur mínútum voru ósanngjarnar og fannst ekkert samræmi í þessu. Það er búið að vera svona í allan vetur, það er verið að henda rauðum spjöldum á okkur en ekki andstæðingana,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ég sé bara hlutina í þessu ljósi og flest allir í hreyfingunni ósammála mér. Mér fannst þetta algjört rugl á kafla og rauninni var þetta eina leið Hauka að hanga inn í þessum leik. Það var með þessum hætti, svo sem Aron Rafn [Eðvarðsson] líka. Hann var náttúrulega bara stórkostlegur í kvöld,“ bætti þjálfarinn við. Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, fékk að líta rautt spjald eftir að hann rak höndina í andlit Dags Fannar Möller en virtist þó vera algjört óviljaverk. Einar segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá þetta ekki, þetta var alveg upp við línu. Ég á ekki möguleika að sjá það. Getur vel verið að það hafi ekkert verið rautt spjald, hef ekki hugmynd um það. Ég sé dómana mun betur mín megin.“ Stórkostleg frammistaða Leikmenn Fram náðu að halda haus út leikinn og kláruðu leikinn fagmannlega. Einar var skiljanlega hæstánægður með frammistöðu leikmanna í kvöld og sér í lagi baráttu þeirra í seinni hálfleik. „Aðalatriðið í þessu er frammistaðan hjá strákunum, hún var stórkostleg. Þegar Ívar [Logi Styrmisson] hendir sér á boltann, það var enginn í marki og hann veiðir hann einhvern veginn.“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það [Alexander] Petersson í Austurríki og þá fékk maður góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Einar og minntist á eftirminnilega varnartilburði Alexanders á EM 2010 í Austurríki. Ívar Logi Styrmisson gaf ekki tommu eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Framarar urðu bikarmeistarar fyrr á árinu og er nú eitt af fjórum liðum sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið hjá liðinu er skýrt segir Einar, það er að bæta í bikarsafnið. „Við ætlum okkar það, við ætlum að verða bikarmeistarar og ætlum okkar að verða Íslandsmeistarar. Það er langur vegur í það en munum gera allt til þess að ná þeim bikar,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Hann var enn að ná sér niður eftir dramatískan leik þegar hann var gripinn í viðtal. „Þetta var dramatík en þetta hafðist. Við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður. Þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Leikurinn var skrautlegur á kafla í seinni hálfleik, þar sem aragrúi brottvísana leit dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Þrátt fyrir að Einar hafi fagnað sigri og að rauðu spjöldin hafi farið á leikmenn Hauka, furðaði hann sig samt á sumum dómum. „Það var bara ekkert annað hægt, ég verð bara að segja. Margar af þessum tveimur mínútum voru ósanngjarnar og fannst ekkert samræmi í þessu. Það er búið að vera svona í allan vetur, það er verið að henda rauðum spjöldum á okkur en ekki andstæðingana,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ég sé bara hlutina í þessu ljósi og flest allir í hreyfingunni ósammála mér. Mér fannst þetta algjört rugl á kafla og rauninni var þetta eina leið Hauka að hanga inn í þessum leik. Það var með þessum hætti, svo sem Aron Rafn [Eðvarðsson] líka. Hann var náttúrulega bara stórkostlegur í kvöld,“ bætti þjálfarinn við. Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, fékk að líta rautt spjald eftir að hann rak höndina í andlit Dags Fannar Möller en virtist þó vera algjört óviljaverk. Einar segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá þetta ekki, þetta var alveg upp við línu. Ég á ekki möguleika að sjá það. Getur vel verið að það hafi ekkert verið rautt spjald, hef ekki hugmynd um það. Ég sé dómana mun betur mín megin.“ Stórkostleg frammistaða Leikmenn Fram náðu að halda haus út leikinn og kláruðu leikinn fagmannlega. Einar var skiljanlega hæstánægður með frammistöðu leikmanna í kvöld og sér í lagi baráttu þeirra í seinni hálfleik. „Aðalatriðið í þessu er frammistaðan hjá strákunum, hún var stórkostleg. Þegar Ívar [Logi Styrmisson] hendir sér á boltann, það var enginn í marki og hann veiðir hann einhvern veginn.“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það [Alexander] Petersson í Austurríki og þá fékk maður góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Einar og minntist á eftirminnilega varnartilburði Alexanders á EM 2010 í Austurríki. Ívar Logi Styrmisson gaf ekki tommu eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Framarar urðu bikarmeistarar fyrr á árinu og er nú eitt af fjórum liðum sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið hjá liðinu er skýrt segir Einar, það er að bæta í bikarsafnið. „Við ætlum okkar það, við ætlum að verða bikarmeistarar og ætlum okkar að verða Íslandsmeistarar. Það er langur vegur í það en munum gera allt til þess að ná þeim bikar,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira