Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 07:52 Um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Vísir/Anton Brink Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. Alls eru 36 andvíg inngöngu og tuttugu prósent hvorki hlynnt né andvíg. Í samantekt Gallup kemur fram að fyrir fimmtán árum hafi 26 prósent verið hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, 37 prósent fyrir ellefu árum og 47 prósent fyrir þremur árum. Stuðningur er svipaður og fyrir þremur árum en þó á sama tíma fleiri alfarið andvígir en fyrir þremur árum. Gallup Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir inngöngu en íbúar landsbyggðarinnar og fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt inngöngu en fólk með minni menntun. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kaus í síðustu alþingiskosningum eru þau sem kusu Viðreisn helst hlynnt inngöngu og þau sem kusu Samfylkinguna. Greining úr Þjóðarpúlsi Gallup eftir bakgrunnsbreytum. Gallup Þau sem kusu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg, eða 81 prósent, en kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð andvígir. 74 prósent kjósenda Miðflokksins eru andvíg og 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti hlynntur veru Íslands í NATO Í sömu könnun var einnig spurt um veru Íslands í NATO. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent landsmanna hlynnt veru Ísland í NATO en um tólf prósent andvíg. Þetta er svipað hlutfall og hefur áður mælst. Fólk yfir fimmtugu og undir þrítugu er almennt hlynntara veru Íslands í NATO en fólk milli þrítugs og fimmtugs, sem er aftur líklegra en yngra og eldra fólk til að segjast hvorki hlynnt né andvígt. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru síst hlynnt veru Íslands í NATO en þar á eftir koma þau sem kysu Pírata og Sósíalistaflokk Íslands. Fleiri sem kjósa þessa flokka eru þó hlynnt veru Íslands í NATO en þau sem kjósa þessa flokka og eru andvíg. Þau sem kysu stjórnarflokkana eða Framsóknarflokkinn eru helst hlynnt veru Íslands í NATO. Evrópusambandið NATO Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Alls eru 36 andvíg inngöngu og tuttugu prósent hvorki hlynnt né andvíg. Í samantekt Gallup kemur fram að fyrir fimmtán árum hafi 26 prósent verið hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, 37 prósent fyrir ellefu árum og 47 prósent fyrir þremur árum. Stuðningur er svipaður og fyrir þremur árum en þó á sama tíma fleiri alfarið andvígir en fyrir þremur árum. Gallup Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir inngöngu en íbúar landsbyggðarinnar og fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt inngöngu en fólk með minni menntun. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kaus í síðustu alþingiskosningum eru þau sem kusu Viðreisn helst hlynnt inngöngu og þau sem kusu Samfylkinguna. Greining úr Þjóðarpúlsi Gallup eftir bakgrunnsbreytum. Gallup Þau sem kusu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg, eða 81 prósent, en kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð andvígir. 74 prósent kjósenda Miðflokksins eru andvíg og 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti hlynntur veru Íslands í NATO Í sömu könnun var einnig spurt um veru Íslands í NATO. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent landsmanna hlynnt veru Ísland í NATO en um tólf prósent andvíg. Þetta er svipað hlutfall og hefur áður mælst. Fólk yfir fimmtugu og undir þrítugu er almennt hlynntara veru Íslands í NATO en fólk milli þrítugs og fimmtugs, sem er aftur líklegra en yngra og eldra fólk til að segjast hvorki hlynnt né andvígt. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru síst hlynnt veru Íslands í NATO en þar á eftir koma þau sem kysu Pírata og Sósíalistaflokk Íslands. Fleiri sem kjósa þessa flokka eru þó hlynnt veru Íslands í NATO en þau sem kjósa þessa flokka og eru andvíg. Þau sem kysu stjórnarflokkana eða Framsóknarflokkinn eru helst hlynnt veru Íslands í NATO.
Evrópusambandið NATO Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira