Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2025 21:03 Hópurinn, nemendur og hljómsveit, sem verða allt í öllu í Hvolnum klukkan 18:00 og 21:00 föstudaginn 11. apríl. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna og eftirvænting er á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring því söngnemendur í Tónlistarskóla Rangæinga hafa æft söng kabarett síðustu vikurnar, sem sýndur verður í Hvolnum á Hvolsvelli. Átján ára aldurstakmark er á kabarettinn. Það iðar allt af lífi og fjöri í Hvolnum enda hafa æfingar fyrir kabarettinn, sem heitir „Lífið er kabarett“ staðið yfir linnulaust síðustu vikurnar. Hér erum við að tala um hljómsveit og söng, sem nemendur Tónlistarskóla Rangæinga, sjá alfarið um að syngja en allt eru þetta söngnemendur í skólanum hjá söngkennurunum Aðalheiði M. Gunnarsdóttur, Maríönnu Másdóttur og Unni Birni Björnsdóttur. „Þetta er samsöngshópur og alveg geggjaðar gellur hérna, fullorðni söngnemendur, sem eru í samsöng hjá mér og við ákváðum núna um áramótin af því að það var svo mikið „Women Power“ í þjóðfélaginu og gera smá kabarett,“ segir Aðalheiður Margrét, ein af söngkennurunum. Þetta er ótrúlega flott hjá ykkur. „Takk fyrir, það eru komnir búningar og það verður kannski fækkað fötum og allar græjur og svo verða tveir leynigestir, þannig að þetta verður alveg geggjað“, bætir hún við. Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söngkennara í Tónlistarskóla Rangæinga, sem er allt í öllu varðandi uppsetningu og skipulagningu Kabarettsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalheiður segir að það sé ekki bara söngurinn, sem skipti máli í svona verkefni, það sé líka sviðsframkoman, hvernig þú beitir röddinni og ekki síður skemmtilegur félagsskapur enda mikið búið að hlæja á æfingum og gera allskonar grín. Matur frá Midgard á Hvolsvelli verður líka á borðstólnum á sýningunum. „En það er svo dásamlegt að við erum alveg að fara út fyrir þægindarammann. Við erum alveg eins og táningsstelpur og þetta er alveg geðveikt skemmtilegt, ég mæli með að fólk fjölmenni í Hvolinn til að njóta dásamlegrar kvöldstundar og sjá þessar dásamlegu söngdýfur. Ég mæli með að flytja hingað, það er brjálað stuð í Rangárþingi,“ segir Aðalheiður Margrét. Kabarettinn verður sýndur í Hvolnum föstudagskvöldið 11. apríl þar sem hægt er að velja um tvær sýningar, annars vegar klukkan 18:00 eða 21:00. Mikil spenna og eftirvænting er fyrir kabarettinum í Hvolnum á Hvolsvelli föstudagskvöldið 11. apríl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Tónlistarskóla Rangæinga Rangárþing eystra Tónlistarnám Leikhús Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Það iðar allt af lífi og fjöri í Hvolnum enda hafa æfingar fyrir kabarettinn, sem heitir „Lífið er kabarett“ staðið yfir linnulaust síðustu vikurnar. Hér erum við að tala um hljómsveit og söng, sem nemendur Tónlistarskóla Rangæinga, sjá alfarið um að syngja en allt eru þetta söngnemendur í skólanum hjá söngkennurunum Aðalheiði M. Gunnarsdóttur, Maríönnu Másdóttur og Unni Birni Björnsdóttur. „Þetta er samsöngshópur og alveg geggjaðar gellur hérna, fullorðni söngnemendur, sem eru í samsöng hjá mér og við ákváðum núna um áramótin af því að það var svo mikið „Women Power“ í þjóðfélaginu og gera smá kabarett,“ segir Aðalheiður Margrét, ein af söngkennurunum. Þetta er ótrúlega flott hjá ykkur. „Takk fyrir, það eru komnir búningar og það verður kannski fækkað fötum og allar græjur og svo verða tveir leynigestir, þannig að þetta verður alveg geggjað“, bætir hún við. Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söngkennara í Tónlistarskóla Rangæinga, sem er allt í öllu varðandi uppsetningu og skipulagningu Kabarettsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalheiður segir að það sé ekki bara söngurinn, sem skipti máli í svona verkefni, það sé líka sviðsframkoman, hvernig þú beitir röddinni og ekki síður skemmtilegur félagsskapur enda mikið búið að hlæja á æfingum og gera allskonar grín. Matur frá Midgard á Hvolsvelli verður líka á borðstólnum á sýningunum. „En það er svo dásamlegt að við erum alveg að fara út fyrir þægindarammann. Við erum alveg eins og táningsstelpur og þetta er alveg geðveikt skemmtilegt, ég mæli með að fólk fjölmenni í Hvolinn til að njóta dásamlegrar kvöldstundar og sjá þessar dásamlegu söngdýfur. Ég mæli með að flytja hingað, það er brjálað stuð í Rangárþingi,“ segir Aðalheiður Margrét. Kabarettinn verður sýndur í Hvolnum föstudagskvöldið 11. apríl þar sem hægt er að velja um tvær sýningar, annars vegar klukkan 18:00 eða 21:00. Mikil spenna og eftirvænting er fyrir kabarettinum í Hvolnum á Hvolsvelli föstudagskvöldið 11. apríl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Tónlistarskóla Rangæinga
Rangárþing eystra Tónlistarnám Leikhús Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira