„Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 22:08 Arnar Pétursson er á leiðinni með íslenska liðið á lokakeppni HM. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í handbolta inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi seinna á þessu ári. Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM með því að leggja Ísrael að velli en Arnar segir leikmenn sína hafa setið undir svívirðrilegum og einkar ósanngjörnum ásökunum í aðdraganda leiksins. „Fyrst og fremst líður mér bara svakalega vel að hafa geirneglt það að tryggja okkur þátttökurétt í lokakeppni HM. Það er merkilegur áfangi að vera á leiðinni á stórmót í þriðja skiptið í röð og því ber að fagna vel og innilega,“ sagði Arnar Pétursson hrærður að leik loknum en hann stýrði liðinu á lokakeppni HM og EM og fær nú annað tækifæri til þess að vera á hliðarlínunni á heimsmeistaramóti. „Við höfum gefið það út að við viljum komast á þann stað að vera reglulega á stórmótum og nú erum við að nálgast það markmið okkar. Það er gleðilegt að íslenskur kvennahandbolti sé að færast framar á alþjóðlegum vettvangi. Með því að spila á móti bestu þjóðum heims aukum við möguleikann á því að geta tekið annað skref í átt að því að færast nær sterkustu liðum heimsins sem við viljum bera okkur saman við og geta mætt á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Arnar enn fremur. Leikurinn í gær litaðist tölvuert af því að fyrir utan Ásvelli létu mótmælendur sem veittu Palestínu stuðning í striði þeirra við Ísrael vel í sér heyra. Arnar segir leikmenn sína hafa þurft að þola margt í vikunni fyrir leikina tvo og kveðst stoltur af því hvernig þær höndluðu málin bæði innan vallar sem utan. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar um vikuna sem leið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði hann og var augljóslega mikið niðri fyrir. Arnar Pétursson sáttur við sína leikmenn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „En að ætlast til þess að leikmenn mínir mæti ekki til leiks sem myndi verða til þess að Ísrael myndi sjálfkrafa fara á lokakeppni HM þar sem þær myndu þá halda áfram að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar þykir mér fyrir neðan allar hellur. Við leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að fordæma þetta stríð opinberlega og mæta til leiks á íþróttavöll og leggja Ísrael að velli þar. Nú er þessari tilfinningaþrnngnu viku blessunarlega búin og við getum farið að einbeita okkur að því að búa liðið undir spennandi verkefni á lokakeppni HM þar sem liðið á svo sannarlega heima. “ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
„Fyrst og fremst líður mér bara svakalega vel að hafa geirneglt það að tryggja okkur þátttökurétt í lokakeppni HM. Það er merkilegur áfangi að vera á leiðinni á stórmót í þriðja skiptið í röð og því ber að fagna vel og innilega,“ sagði Arnar Pétursson hrærður að leik loknum en hann stýrði liðinu á lokakeppni HM og EM og fær nú annað tækifæri til þess að vera á hliðarlínunni á heimsmeistaramóti. „Við höfum gefið það út að við viljum komast á þann stað að vera reglulega á stórmótum og nú erum við að nálgast það markmið okkar. Það er gleðilegt að íslenskur kvennahandbolti sé að færast framar á alþjóðlegum vettvangi. Með því að spila á móti bestu þjóðum heims aukum við möguleikann á því að geta tekið annað skref í átt að því að færast nær sterkustu liðum heimsins sem við viljum bera okkur saman við og geta mætt á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Arnar enn fremur. Leikurinn í gær litaðist tölvuert af því að fyrir utan Ásvelli létu mótmælendur sem veittu Palestínu stuðning í striði þeirra við Ísrael vel í sér heyra. Arnar segir leikmenn sína hafa þurft að þola margt í vikunni fyrir leikina tvo og kveðst stoltur af því hvernig þær höndluðu málin bæði innan vallar sem utan. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar um vikuna sem leið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði hann og var augljóslega mikið niðri fyrir. Arnar Pétursson sáttur við sína leikmenn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „En að ætlast til þess að leikmenn mínir mæti ekki til leiks sem myndi verða til þess að Ísrael myndi sjálfkrafa fara á lokakeppni HM þar sem þær myndu þá halda áfram að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar þykir mér fyrir neðan allar hellur. Við leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að fordæma þetta stríð opinberlega og mæta til leiks á íþróttavöll og leggja Ísrael að velli þar. Nú er þessari tilfinningaþrnngnu viku blessunarlega búin og við getum farið að einbeita okkur að því að búa liðið undir spennandi verkefni á lokakeppni HM þar sem liðið á svo sannarlega heima. “
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira